Ellesmere-eyja

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ellesmere-eyja.

Ellesmere-eyja er tíunda stærsta eyja í heimi, 196.235 km². Hún tilheyrir Kanada og er hluti af sjálfstjórnarhéraðinu Núnavút. Norðausturendi eyjarinnar er nyrsti oddi Kanada og Núnavút.

Eyjan er hálend og fjöllótt og þar er hæsta fjall Núnavút, Barbeau Peak (2.616 m) og á norðaustanverðri eynni er Challenger-fjallgarður, nyrsti fjallgarður heims. Stór hluti eyjarinnar er hulinn jöklum en jöklarnir hafa þó minnkað mikið á síðustu árum. Þjóðgarðuriinn Quttinirpaaq er á um fimmtungi eyjarinnar.

Fyrsti Evrópubúinn sem leit Ellesmere-eyju augum á síðari öldum var William Baffin árið 1616 en eyjan hlaut ekki nafn fyrr en 1852 og var þá nefnd eftir jarlinum af Ellesmere sem þá var forseti Konunglega breska landafræðifélagsins. Samkvæmt manntali 2006 voru íbúar eyjarinnar 146, þar af 141 í Grise Fiord og fimm í Alert, nyrsta byggða bóli heims. Þriðja byggðin, Eureka, var þá í eyði.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.