Fara í innihald

Fingur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Putti)
Til að sjá lagið um fingurna má sjá fingurnir (gæla).

Fingur er útlimur á hendi manns. Á báðum höndum eru venjulega fimm fingur. Á enda-bakhlið allra fingra er nögl. Þumallinn hefur tvo liði en aðrir fingur þrjá. Fingur eru einnig stundum kallaðir framkrókar eða guðsgafflar.

Nöfn fingra

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Þumall[1][2] (einnig kallaður þumalfingur[1][2] eða þumalputti[1][2])
  2. Vísifingur[1][2] (einnig kallaður sleikifingur, bendifingur[1][2] eða vísiputti)
  3. Langatöng[1][2] (einnig kölluð langastöng[1][2])
  4. Baugfingur[1][2] (einnig kallaður hringfingur eða græðifingur[1][2])
  5. Litlifingur[1][2] (einnig kallaður litliputti[1][2] eða lilliputti[2])

Önnur nöfn

[breyta | breyta frumkóða]

Vísifingur er stundum kallaður terrifingur. Langatöng krókfingur eða langastöng. Litlifingur spinka og baugfingur gullfingur, læknisfingur eða heiðarmáni og þumallinn Þumi karl sbr.:

„Ég sá sauð í brekku,“ segir hann Þumi karl.
„Förum við þangað,“ segir hann Sleikifingur.
„Til hvers?“ segir Löngutöng.
„Stel'onum,“ segir Heiðarmáni.
„Ég vil heldur sitja heima með hálvan verð,“ segir Litlifingur.

(úr þjóðsagnasafni Ólafs Davíðssonar).

Auka upplýsingar

[breyta | breyta frumkóða]
  • Í barnagælunniFingurnir“ koma fram nafn allra fingranna: (allan textann er að finna á Wikiheimild)
    Þumalfingur, þumalfingur, hvar ert þú?
    Hér er ég, hér er ég.
    Góðan daginn, daginn, daginn.
    Vísifingur, vísifingur, hvar ert þú?
    Hér er ég, hér er ég.
    Góðan daginn, daginn, daginn.
  • „Tíu eru á þér tær og fingur ...“. Sótt 30. mars 2006.
  • „Af hverju heita allir puttarnir fingur nema einn sem heitir TÖNG, langatöng?“. Sótt 8. janúar 2007.

Neðanmálsgreinar

[breyta | breyta frumkóða]
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.