Fara í innihald

Vísifingur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Vísifingur.

Vísifingur er einn af fingrum mannshandar staðsettur milli þumals og löngutangar.

Vísifingur er ýmist annar eða þriðji lengsti fingur handar þar sem hann getur lent hvorum megin sem er við baugfingur.

Fleiri karlmenn en konur hafa baugfingra sem eru lengri en vísifingur. Tilraunir á öpum sýna að með því að sprauta testósteróni í fóstur má framkalla skemmri vísifingur í hlutfalli við baugfingur. Ennfremur hefur verið sýnt fram á að karlmenn sem hafa skemmri vísifingur eru líklegri til að sýna hegðun sem er dæmigerð fyrir hátt hlutfall testósteróns svo sem árásargirni. [heimild vantar]