Norðursamíska
Norðursamíska davvisámegiella | ||
---|---|---|
Málsvæði | Finnland, Noregur, Svíþjóð, (Finnmörk) | |
Heimshluti | Norður-Evrópa | |
Fjöldi málhafa | 20.000 | |
Sæti | ekki með efstu 100 | |
Ætt | úrölsk mál finnsk-úgrísk mál | |
Skrifletur | Latneskt stafróf | |
Opinber staða | ||
Opinbert tungumál |
Finnland (Minnihlutahópsmál) | |
Stýrt af | - | |
Tungumálakóðar | ||
ISO 639-1 | se
| |
ISO 639-2 | sme
| |
SIL | SME
| |
ATH: Þessi grein gæti innihaldið hljóðfræðitákn úr alþjóðlega hljóðstafrófinu í Unicode. |
Norðursamíska (norðursamíska: davvisámegiella, sámegiella, davvi) er finnsk-úgrískt tungumál sem er talað í Samalandi sem liggur í norður Noregi, Svíþjóð, og Finnlandi. [1] Flestir samenar eiga norðursamísku að móðurmáli og er oft notað í samískt alþingi (Sámediggi).
Stafróf
[breyta | breyta frumkóða]A a | Á á | B b | C c | Č č | D d | Đ đ | E e |
F f | G g | H h | I i | J j | K k | L l | M m |
N n | Ŋ ŋ | O o | P p | R r | S s | Š š | T t |
Ŧ ŧ | U u | V v | Z z | Ž ž |
Málnotkun
[breyta | breyta frumkóða]Orðasambönd
[breyta | breyta frumkóða]Davvisámegiella | Íslenska |
---|---|
Bures | Halló |
Buorre iđit | Góðan daginn (í morgunni) |
Buorre beaivi | Góðan daginn |
Buorre eahket | Góða kvöldið |
Buorre idja | Góða nótt |
Mana dearvan | Bless (ef talandi er að vera kyrr) |
Báze dearvan | Bless (ef talandi er að fara) |
Mii du namma lea? | Hvað heitirðu? |
Mu namma lea Iŋgá | Ég heiti Inga |
Mot manná? | Hvað segirðu gott? |
Bures dat manná, giitu, na ieš? | Ég segi bara fínt, takk, en þú? |
Olu giitu | Þakka þér kærlega fyrir |
Hálat go don ... | Talarðu ... |
sámegiela? (akkusatiiva) | samísku? (þolfalli) |
islánddagiela? | íslensku? |
eaŋgalasgiela? | ensku? |
dárogiela? | norsku? |
ruoŧagiela? | sænsku? |
suomagiela? | finnsku? |
ruoššagiela? | rússnesku? |
dánskkagiela? | dönsku? |
fearagiela? | færeysku? |
duiskkagiela? | þýsku? |
ránskkagiela? | frönsku? |
spánskagiela? | spænsku? |
itáliagiela? | ítölsku? |
Juo | Já |
Juo, mun hálan sámegiela | Já, ég tala samísku |
Ándagassii, mun in hála sámegiela | Því míður en ég tala ekki samísku |
Gii don leat? | Hver ert þú? |
Mun lean ... | Ég er ... |
Gos don orut? | Hvar býrðu? |
Mun orun Reykjavíkis | Ég bý í Reykjavík |
Mii dat lea? | Hvað er það? |
Mun in dieđe | Ég veit það ekki |
Mun in ádde | Ég skil ekki? |
Maid don? | Hvað ertu að gera? |
Borgguhatgo don? | Reykirðu? |
Gos lea ... | Hvar er ... |
Ipmil | Guð |
Málfræði
[breyta | breyta frumkóða]Föll
[breyta | breyta frumkóða]Það eru 7 föll í norðursamísku, þó eru þolfall og eignarfall sama fall núna. Nefnifall, þolfall, og eignarfall virka sama eins og á íslensku. En þegar maður notar töluorð, þá nafnorðið tekur þolfall í eintali. (T.d. 2 beatnaga = "2 hund" = 2 hundar). Staðarfall getur þýtt "frá e-h" eða "í e-h" og er notað líka til að segja "að eiga, að hafa" í norðursamísku. (T.d. mus lea = "í mér er" = ég hef). Íferðarfall er notað þegar mann langar að segja "til e-hs". (T.d. mun ferten Supmii = ég ferðast til Finnlands). Til að segja "með e-h" í norðursamísku, samvistarfall er notað. (T.d. mun bargan bohccuiguin = ég er að vinna með hreindýrum). Og síðasta fallið í norðursamísku er verufall sem er sjaldan notað en þýðir að eitthvað eða einhver er í tímabúndu ástandi.
Dæmi | Þýðing | |
---|---|---|
Nefnifall (nominatiiva) | beana | hundur |
Þolfall (akkusatiiva) | beatnaga | hund, hunds |
Eignarfall (genetiiva) | beatnaga | hund, hunds |
Staðarfall (lokatiiva) | beatnagis | frá hundi, í hundi, hjá hundi |
Íferðarfall (illatiiva) | beatnagii | til hunds |
Samvistarfall (komitatiiva) | beatnagiin | með hundi |
Verufall (essiiva) | beanan | tímabundinn hundur, eins og hundur |
Fornöfn
[breyta | breyta frumkóða]Eitthvað sem er einstætt í norðursamísku er tvötalið. Á íslensku höfum við bara eintal og fleirital, eins og í flestum evrópeskum tungumálum. En í norðursamísku er það önnur leið til að segja "við tvö, þau tvö, tveir hundar, o.s.frv.". Þessi listi er fornöfn í nefnifalli.
Norðursamíska | Íslenska | |
---|---|---|
Fyrsta persóna (eintal) | mun | ég |
Önnur persóna (eintal) | don | þú |
Þriðja persóna (eintal) | son | hann, hún |
Fyrsta persóna (tvötal) | moai | við tvö |
Önnur persóna (tvötal) | doai | þið tvö |
Þriðja persóna (tvötal) | soai | þau tvö |
Fyrsta persóna (fleirital) | mii | við |
Önnur persóna (fleirital) | dii | þið |
Þriðja persóna (fleirital) | sii | þeir, þær, þau |
Og þessi listi er fallbeygingar af fornöfnum í norðursamísku.
Nefnifall (nominatiiva) | mun | don | son | moai | doai | soai | mii | dii | sii |
Þolfall (akkusatiiva) | mu | du | su | munno | dudno | sudno | min | din | sin |
Eignarfall (genetiiva) | mu | du | su | munno | dudno | sudno | min | din | sin |
Staðarfall (lokatiiva) | mus | dus | sus | munnos | dudnos | sudnos | mis | dis | sis |
Íferðarfall (illatiiva) | munnje | dutnje | sutnje | munnuide | dudnuide | sudnuide | midjiide | didjiide | sidjiide |
Samvistarfall (komitatiiva) | muinna | duinna | suinna | munnuin | dudnuin | sudnuin | minguin | dinguin | singuin |
Verufall (essiiva) | munin | dunin | sunin | munnon | dudnon | sudnon | minin | dinin | sinin |
Sjá einnig
[breyta | breyta frumkóða]Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Guttorm, Iŋgá. Davvin 1-4. Stockholm: Brevskolan och Utbildningsradion, 1984.