Fall (málfræði)
Útlit
(Endurbeint frá Föll)
Föll eru fyrirbæri í sumum tungumálum sem notuð eru til þess að breyta eðli fallorða eftir kringumstæðum eða umræðuefni. Misjafnt er eftir tungumálum hvaða orðflokkar teljast til fallorða, en í íslensku teljast til þeirra nafnorð, lýsingarorð, fornöfn, töluorð og greinir. Í íslensku eru föllin fjögur, nefnifall og svo þrjú sem telst til aukafalla: þolfallið, þágufallið og eignarfallið.[1]
Hér er listi yfir þau föll sem til eru í ýmsum tungumálum. Alls ekki öll tungumál hafa orð sem beygjast í föllum, raunar mjög fá, en þó er upptalningin hér að neðan hvergi tæmandi.
Fall | Enskt heiti | Notkun | Dæmi | Dæmi um mál sem nota fallið |
---|---|---|---|---|
Fjarverufall | Abessive | skortur á e-u | án hússins | finnska, skoltsamíska, tyrkneska |
Sviptifall | Ablative (1) | algilt óbeint fall | varðandi húsið | latína, sanskrít, litháíska |
Sviptifall | Ablative (2) | tilfærsla frá e-u | burt frá húsinu | latína, finnska |
Grunnfall | Absolutive | efni sagna í framsöguhætti eða hlutur sagna í boðhætti | húsið [so.frh.]; [so.bh.] húsið | baskneska, téténska, inúktitút |
Þolfall | Accusative | bein tilvísiun í þolanda | um hús | íslenska, finnska, þýska, esperanto, latína, gríska, rússneska, serbneska, litháíska |
Nærverufall | Adessive | staðsetning í grennd | hjá / á / við húsið | finnska, litháískar mállýskur |
Tilgangsfall | Allative | færsla á eitthvað | ofan á húsið | finnska |
Nytjafall | Benefactive | fyrir e-n eða fyrir hönd e-s | fyrir húsið | baskneska, aímaríska, ketsjúa |
Samvistarfall | Comitative | í félagi við e-ð/e-n | ásamt húsinu | eistneska, finnska, ungverska, ketsjúa |
Samanburðarfall | Comparitive | að jafna saman orð | ég er jafnstór þér | téténska |
Þágufall | Dative | sýnir móttakanda eða stefnu, óbeint fall | frá húsinu | íslenska, þýska, latína, rússneska, serbneska, hindi, litháíska |
Virðingarfall | Dedative (Respective) | með hliðsjón af e-u | með tilliti til hússins | quenya |
Disjunctive | notað þegar að viðfangsefnið er endurtekið til aherslu eða vegna upptalningar | húsið og bíllin eru bæði hér | franska | |
Úrferðarfall | Elative | út úr e-u | úr húsinu | finnska, eistneska, ungverska |
Áhrifsfall | Ergative | samskonar og nefnifall ef viðfangsefnið framkvæmir e-ð í framsöguhætti | húsið [so.frh] | baskneska, georgíska, téténska, inuktitut |
Verufall | Essive | skilyrði | sem húsið | finnska, mið-egypska |
Eignarfall | Genitive | sýnir tengsl eða eign eða skilgreinir nánar stýrandi orð | til hússins | íslenska, finnska, þýska, latína, rússneska, serbneska, gríska, hollenska, litháíska |
Íferðarfall | Illative | færsla inn í e-ð | inn í húsið | finnska, litháíska |
Íverufall | Inessive | inni í e-u | í húsinu | eistneska, finnska, ungverska |
Tækisfall | Instrumental / Instructive | notkun á e-u | með húsinu | rússneska, serbneska, finnska, sanskrít, litháíska |
Staðarfall | Locative | staðsetning | á húsinu / í húsinu / við húsið | serbneska, klingónska, sanskrít, lettneska, kasakska, (latína) |
Nefnifall | Nominative case | almennt fall | hér er hús | íslenska og nánast öll tungumál sem beygjast í föllum |
Oblique | almennt fall | varðandi húsið | hindi | |
Deildarfall | Partitive | notað vegna fjölda | [þrjú] húsanna | finnska |
Eignartilvísunarfall | Possessive case | bein eign á e-u | í eigu hússins | quenya |
Postpositional | þegar að forsetning kemur á eftir nafnorði | húsið í / á / við / með | hindi | |
Forsetningarfall | Prepositional | þegar að forsetning kemur á undan nafnorði | í / hjá / með húsinu | rússneska |
Prolative | færsla eftir fleti eða braut | meðfram / í gegnum húsið | eistneska, finnska | |
Terminative case | endir tilfærslu eða tímabils | þar til að húsið [springur] | eistneska | |
Áhrifsfall | Translative | breyting úr einu ástandi í annað | [maðurinn er að breytast] í hús | finnska, ungverska |
Ávarpsfall | Vocative | notað til ávarpa | Hús! | latína, gríska, serbneska, sanskrít, litháíska, úkraínska |