Úrölsk mál

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Landfræðileg dreifing samójedískra, finnskra, úgrískra og Yukaghir tungumála.

Úrölsk tungumál eru fjölskylda um 30 tungumála sem samtals telja 20 milljón málhafa. Nafngift málafjölskyldunnar er dregin af því svæði þar sem uppruni hennar er talinn liggja sem er nálægt Úralfjöllum. Þau lönd sem hafa flesta málhafa eru Eistland, Finnland, Ungverjaland, Noregur, Svíþjóð, Rúmenía, Rússland og serbneska héraðið Vojvodína. Stærstu úrölsku málin með tilliti til fjölda mælenda eru ungverska, finnska og eistneska.

Ættartré[breyta | breyta frumkóða]

Innri bygging úrölsku málaættarinnar hefur verið umdeild frá því hún var fyrst sett fram en hér skal sett fram sú flokkun sem mestrar hylli nítur. Úrölsk mál greinast í fyrsta lið í tvennt: finnsk-úgrísk og samójedísk mál.

Margar tilraunir hafa verið gerðar til að finna sambandið á milli úralskra mála og þeirra tungumála sem yfirleitt eru talin til hinna stóru málafjölskyldnanna. Besta sambandið (þótt það sé ekki óumdeilt) er líklegast á milli úralskra mála og júkagir. Kenningar um sérstök tengsl við altaísk mál voru áður mjög vinsælar en hafa fallið í ónáð í seinni tíð.