Airbus

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Airbus
Airbus Logo.svg
Rekstrarform Dótturfyrirtæki
Stofnað 1970 (sem Airbus Industrie)
2001 (sem Airbus SAS)
Staðsetning Toulouse, Frakkland
Lykilmenn Thomas Enders, framkvæmdastjóri
Starfsemi Flugvélaframleiðsla
Móðurfyrirtæki EADS
Dótturfyrirtæki Airbus Military
Vefsíða www.airbus.com/
A 330-200 Air Seychelles 2013

Airbus SAS (borið fram [/ɛʁbys/] á frönsku, [/ˈɛərbʌs/] á ensku og [/ˈɛːɐbʊs/] á þýsku) er einn stærsti framleiðandi farþegaflugvéla í heimi. Airbus er dótturfyrirtæki evrópska framleiðanda EADS. Höfuðstöðvar Airbus eru í Toulouse í Frakklandi.

Airbus hefur nú framleitt níu farþegaflugvélar. Nöfn þeirra allra byrja á A3, svo koma tvær tölur. Stærsta og nýjasta Airbus-vélin heitir Airbus A380 og er tveggja hæða. Singapore Airlines var fyrsta flugfélagið til að taka vélina í notkun. Minnsta Airbus-vélin er A318. Fyrsta vélin var A300 sem var tekin í almenna notkun árið 1974. Vinsælasta þotutegund Airbus er A320 fjölskyldan sem samanstendur af A318, A319, A320 og stærsta vélin: A321

  Þessi samgöngugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  Þessi Þýskalandsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.