Airbus

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Airbus SE
Rekstrarform Dótturfyrirtæki
Stofnað 1970 (sem Airbus Industrie GIE)
Staðsetning Toulouse, Frakkland
Lykilpersónur Guillaume Faury (forstjóri
Starfsemi Varnarmálafyrirtæki og flugvélaframleiðandi
Móðurfyrirtæki EADS
Dótturfyrirtæki Airbus Military
Vefsíða www.airbus.com/
Airbus A320, best selda farþegaþota fyrirtækisins

Airbus SE (borið fram [/ɛʁbys/] á frönsku, [/ˈɛərbʌs/] á ensku og [/ˈɛːɐbʊs/] á þýsku) er evrópskt flugiðnaðar fyrirtæki með skrifstofur í Hollandi, Frakklandi, Spáni og Þýskalandi. Airbus hannar, framleiðir og selur loftför fyrir bæði almennan markað og heri. Fyrirtækið er með þrjú svið: Farþegaflugvélasvið (Airbus S.A.S.), Varnar- og Geimsvið og Þyrlusvið, þriðja verandi stærst í sínum flokki hvað varðar hagnað og fjöldi túrbínudrifna þyrla afhenta.[1] Árið 2019 var Airbus talin stærsti framleiðandi á farþegaflugvélum í heiminum.[2]

Fyrirtækið hefur verið brautryðjandi á sínu sviði sem framleiðandi á farþegaþotum. Það hannaði fyrstu farþegaþotuna til að nota stafrænt fly-by-wire kerfi, Airbus A320, og stærstu farþegaþotu heims, A380.

Farþegaflugvélar[breyta | breyta frumkóða]

Airbus hefur í gegnum tíðina framleitt ellefu gerðir af farþegaþotum. Nöfn þeirra byrja allar á A og síðan þremur tölustöfum sem segja nokkurn vegin til um hversu stór eða langdræg hún er.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi samgöngugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  Þessi Þýskalandsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.