Airbus
Airbus | |
![]() | |
Rekstrarform | Dótturfyrirtæki |
---|---|
Stofnað | 1970 (sem Airbus Industrie) 2001 (sem Airbus SAS) |
Staðsetning | Toulouse, Frakkland |
Lykilmenn | Thomas Enders, framkvæmdastjóri |
Starfsemi | Flugvélaframleiðsla |
Móðurfyrirtæki | EADS |
Dótturfyrirtæki | Airbus Military |
Vefsíða | www.airbus.com/ |

A 330-200 Air Seychelles 2013
Airbus SAS (borið fram [/ɛʁbys/] á frönsku, [/ˈɛərbʌs/] á ensku og [/ˈɛːɐbʊs/] á þýsku) er einn stærsti framleiðandi farþegaflugvéla í heimi. Airbus er dótturfyrirtæki evrópska framleiðanda EADS. Höfuðstöðvar Airbus eru í Toulouse í Frakklandi.
Airbus hefur nú framleitt níu farþegaflugvélar. Nöfn þeirra allra byrja á A3, svo koma tvær tölur. Stærsta og nýjasta Airbus-vélin heitir Airbus A380 og er tveggja hæða. Singapore Airlines var fyrsta flugfélagið til að taka vélina í notkun. Minnsta Airbus-vélin er A318. Fyrsta vélin var A300 sem var tekin í almenna notkun árið 1974. Vinsælasta þotutegund Airbus er A320 fjölskyldan sem samanstendur af A318, A319, A320 og stærsta vélin: A321