Fara í innihald

Næstu alþingiskosningar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Næstu Alþingiskosningar
Ísland
← 2024 Í síðasti lagi árið 2028

63 sæti á Alþingi
32 sæti þarf fyrir meirihluta
Kjörsókn:
Flokkur Formaður Núv. sæti
Samfylkingin Kristrún Frostadóttir 15
Sjálfstæðisflokkurinn Guðrún Hafsteinsdóttir 14
Viðreisn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir 11
Flokkur fólksins Inga Sæland 10
Miðflokkurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 8
Framsóknarflokkurinn Sigurður Ingi Jóhannsson 5
Fráfarandi ríkisstjórn
Kristrún Frostadóttir I
 S   C   F 

Næstu Alþingiskosningar munu fara fram í síðasta lagi árið 2028. Óvíst er hvort að þær fari fram að hausti til eins og hefur verið í öllum Alþingiskosningunum síðan 2016 eða hvort þær verði aftur að vori til eins og venjan var áður.

Núverandi ríkisstjórn er ráðuneyti Kristrúnar Frostadóttur sem að samanstendur af Samfylkingunni, Viðreisn og Flokki Fólksins.

Merki og stafur Flokkur Formaður Úrslit 2024 Breytingar á

kjörtímabilinu

Fylgi Þingsæti
S Samfylkingin Kristrún Frostadóttir 20,8%
15 / 63
D Sjálfstæðisflokkurinn Guðrún Hafsteinsdóttir 19,4%
14 / 63
C Viðreisn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir 15,8%
11 / 63
F Flokkur fólksins Inga Sæland 13,8%
10 / 63
M Miðflokkurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 12,1%
8 / 63
B Framsóknarflokkurinn Sigurður Ingi Jóhannsson 7,8%
5 / 63
J Sósíalistaflokkur

Íslands

Enginn í embætti[1] 4,0%
0 / 63
P Píratar Formannslaust framboð 3,0%
0 / 63
V Vinstrihreyfingin -

grænt framboð

Svandís Svavarsdóttir 2,3%
0 / 63

(B) Framsóknarflokkurinn

[breyta | breyta frumkóða]

Sigurði Inga Jóhannssyni leiddi Framsóknarflokkinn í síðustu kosningunum í gegnum mikið tap þar sem að flokkurinn missti átta þingmenn og hlaut 7,8% atkvæða. Umræður hafa verið innan flokksins um að fá nýjan formann, þrátt fyrir að Sigurður Ingi hefur lýst yfir að hann vilji halda áfram sem formaður, þrátt fyrir að fylgi flokksins er í sögulegu lágmarki.[2][3]

(C) Viðreisn

[breyta | breyta frumkóða]

Viðreisn hefur setið í ríkisstjórn frá 2024 með Samfylkingunni og Flokki fólksins. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er enn formaður flokksins og gegnir nú embætti utanríkisráðherra. Í mars 2025 vakti frammistaða Hönnu Katrínar Friðriksdóttur, atvinnuvegaráðherra í Kastljósi mikla athygli í umræðum um breytingar á fiskveiðistjórnarkerfinu.[4] Fylgi flokksins hefur staðið stöðugt frá síðustu kosningunum. Þorgerður Katrín var gagnrýnd í júní 2025 þegar að hún kallaði Donald Trump, Bandaríkjaforseta „heillandi" eftir fund þeirra á leiðtogafundi NATO.[5]

(D) Sjálfstæðisflokkurinn

[breyta | breyta frumkóða]

Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 19,4% atkvæða í síðustu kosningunum og voru ekki með í nýrri ríkisstjórn. Þann 6. janúar 2025, einungis mánuði eftir kosningarnar lýsti Bjarni Benediktsson, fyrrum forsætisráðherra og formaður flokksins til sextán ára því yfir að hann ætlaði að hætta sem formaður flokksins og sem þingmaður og fóru fram formannskosningar í byrjun mars 2025 á landsfundi flokksins þar sem að Guðrún Hafsteinsdóttir var kjörin formaður í formannsslag gegn Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur. Það vakti athygli í febrúar 2025 þegar að þingmaðurinn Jón Pétur Zimsen lýsti því yfir að áfastir tappar dragi úr lífsvilja.[6] Í apríl 2025 komu upp kenningar um að Sjálfstæðisflokkurinn væri á bak við umdeildra „Exit" auglýsinga Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, sem að voru framleiddar af eiginmanni þingflokksformanni flokksins, Hildar Sverrisdóttur.[7] Fylgi Sjálfstæðisflokksins hækkaði eftir kjör Guðrúnar Hafsteinsdóttur sem formanns en dalaði mikið stuttu eftir það.

(F) Flokkur fólksins

[breyta | breyta frumkóða]

Flokkur fólksins hefur setið ríkisstjórn frá 2024 með Samfylkingunni og Viðreisn. Inga Sæland er enn formaður flokksins og gegnir nú embætti félagsmálaráðherra. Nokkur umdeild mál innan flokksins urðu sér stað á kjörtímabilinu. Inga Sæland hlaut athygli í janúar 2025 þegar að komst upp um að hún hringdi reið í skólastjóra skóla barnabarns síns og kvartaði um týnd skópör og benti hún á valdastöðu sína í því samhengi.[8] Það hlaut mikla athygli þegar að komst í ljós að flokkurinn væri skráð sem félagasamtök í stað stjórnmálaflokks og einnig hlaut athygli þegar að Sigurjón Þórðarson, þingmaður flokksins lagði til að endurskoða ætti styrki til Morgunblaðsins eftir neikvæða umfjöllun blaðsins um flokkinn.[9][10] Í mars 2025 sagði Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra fyrir flokkinn af sér embætti eftir að það komst í ljós að þegar hún var 22 ára gömul átti hún barn með 15 ára dreng. Fylgi flokksins hefur dalað mikið frá síðustu kosningum.

(J) Sósíalistaflokkur Íslands

[breyta | breyta frumkóða]

Sósíalistaflokkur Íslands bauð fram í annað sinn í alþingiskosningunum 2024. Þá var Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi kosin nýr leiðtogi flokksins. Þrátt fyrir gott gengi í könnunum náði flokkurinn ekki að ná manni inn í kosningunum. Sameining þeirra þriggja vinstri flokka sem að ekki náðu manni inn á þing í síðustu kosningunum, það eru Sósíalistaflokkur Íslands, Píratar og Vinstri grænir, hefur verið rædd.[11] Mikil innanflokks átök áttu sér í flokknum í upphafi árs 2025. Í mars 2025 var Gunnar Smári Egilsson, stofnandi, fyrrum leiðtogi og formaður framkvæmdastjórnar flokksins sakaður um ofríki og andlegt ofbeldi af forseta ungra Sósíalista.[12] Í apríl 2025 sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar sig úr flokknum vegna „yfirgengilegrar bilaðrar stemningu".[13] Þann 25. maí 2025 var Gunnar Smári kosinn úr stjórn flokksins og var Sæþór Benjamín Randalsson kosinn formaður framkvæmdastjórnar í hans stað.[14] Daginn eftir sagði Sanna Magdalena Mörtudóttir, leiðtogi flokksins af sér sem leiðtogi, þrátt fyrir að hafa verið kosinn leiðtogi áfram af nýrri stjórn daginn áður.[15] Í júní 2025 var Gunnar Smári sakaður af nýrri stjórn um að hafa tæmt sjóði flokksins og að reka nýja stjórn úr húsnæði flokksins.[16]

(M) Miðflokkurinn

[breyta | breyta frumkóða]

Miðflokkurinn hefur setið í stjórnarandstöðu frá árinu 2017 og er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson enn formaður. Í apríl 2025 vakti athygli þegar að Snorri Másson, þingmaður flokksins gangrýndi kennslu um kynjafræði í skólum og kallaði hana pólitíska.[17]

(P) Píratar

[breyta | breyta frumkóða]

Píratar duttu út af þingi í alþingiskosningunum 2024. Óljóst er því hvort að flokkurinn bjóði aftur fram. Sameining þeirra þriggja vinstri flokka sem að ekki náðu manni inn á þing í síðustu kosningunum, það er að segja Píratar, Sósíalistaflokkurinn og Vinstri grænir, hefur verið rædd.[11]

(S) Samfylkingin

[breyta | breyta frumkóða]

Samfylkingin hlaut stórsigur í kosningunum 2024 og hlutu mest atkvæða allra flokka. Eftir kosningar myndaði flokkurinn ríkisstjórn með Flokki fólksins og Viðreisn, þar sem að Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar tók við embætti forsætisráðherra. Fylgi flokksins hefur eykst mikið og í febrúar 2025 áskotnaðist flokkurinn borgarstjórastólinn þegar að Heiða Björg Hilmisdóttir gekk í embættið.

(V) Vinstri hreyfingin – grænt framboð

[breyta | breyta frumkóða]

Vinstri grænir duttu út af þingi í alþingiskosningunum 2024 eftir sjö ára setu í ríkisstjórn. Svandís Svavarsdóttir er enn formaður flokksins. Sameining þeirra þriggja vinstri flokka sem að ekki náðu manni inn á þing í síðustu kosningunum, það eru Vinstri grænir Sósíalistaflokkurinn og Píratar, hefur verið rædd.[11] Í maí 2025 lýsti Svandís því yfir að flokkurinn myndi starfa áfram og að hann myndi bjóða fram í sveitarstjórnarkosningunum 2026.[18]

Skoðanakannanir

[breyta | breyta frumkóða]
Fyrirtæki Síðasti dagur framkvæmda Úrtak Svarhlutfall S D C F M B J P V Aðrir Forskot
Gallup 30. júní 2025 31,8 20,6 13,7 6,5 10,7 5,6 3,3 4,1 3,2 11,2
Maskína 26. júní 2025 876 28,1 17,3 15,3 6,6 13,0 7,0 4,4 4,6 3,7 10,8
Gallup 1. júní 2025 11.521 44,9 30,7 21,7 14,4 7,5 9,1 5,5 3,5 3,3 3,6 9,0
26. maí 2025 Sanna Magdalena Mörtudóttir segir af sér sem leiðtogi Sósíalistaflokks Íslands.
Maskína 22. maí 2025 1.962 27,4 18,9 16,8 7,2 9,7 6,8 5,0 4,6 3,6 8,5
Gallup 30. apríl 2025 10.005 46,7 29,4 22,3 13,9 7,4 8,9 6,1 4,7 3,2 3,3 0,7 7,1
Maskína 22. apríl 2025 1.453 26,2 20,9 15,8 7,9 10,3 7,2 4,9 3,9 2,9 5,3
Gallup 31. mars 2025 10.324 47,5 27,0 22,4 14,6 7,7 9,3 5,7 5,4 4,0 3,3 4,6
Maskína 19. mars 2025 1.899 23,3 24,3 14,8 8,5 10,9 6,8 4,9 3,1 3,3 1,0
2. mars 2025 Guðrún Hafsteinsdóttir tekur við sem formaður Sjálfstæðisflokksins af Bjarna Benediktssyni.
Gallup 2. mars 2025 9.652 47,2 26,0 21,5 14,1 8,3 10,1 6,3 6,2 3,6 3,1 4,5
Maskína 26. febrúar 2025 21,9 21,4 14,9 9,1 11,5 7,3 5,5 3,2 2,8 2,5[19] 0,5
Gallup 2. febrúar 2025 10.908 48,6 21,7 20,5 16,2 10,6 12,7 6,7 5,2 3,5 2,2 0,8[20] 1,2
Maskína 14. janúar 2025 966 22,2 19,3 14,0 12,9 11,6 7,2 4,1 3,6 3,1 1,9[21] 2,9
Gallup 1. janúar 2025 3.460 50,1 21,4 20,1 13,8 13,1 12,4 6,3 6,0 3,1 2,1 1,6[22] 1,3
Maskína 19. desember 2024 2.803 23,1 16,3 16,5 10,6 9,0 8,4 6,0 5,2 3,8 6,6
Alþingiskosningar 2024 30. nóv 2024 20,8 19,4 15,8 13,8 12,1 7,8 4,0 3,0 2,3 1,0[23] 1,4


Fyrir:
Alþingiskosningar 2024
Alþingiskosningar Eftir:
Alþingiskosningar 2032

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Sanna Magdalena Mörtudóttir sagði af sér sem leiðtogi flokksins þann 26. maí 2025.
  2. Pétursson, Vésteinn Örn (1 nóvember 2025). „Sjálf­stæðis­menn ræða seinkun en Fram­sókn skoðar að flýta - Vísir“. visir.is. Sótt 11 janúar 2025.
  3. Pétursson, Vésteinn Örn (12 júní 2024). „Ætlar að vera for­maður í stjórnar­and­stöðu - Vísir“. visir.is. Sótt 11 janúar 2025.
  4. „Frammistaða Hönnu Katrínar í Kastljósi í gærkvöldi vekur athygli - „Annað eins hefur ekki sést í háa herrans tíð". DV. 27. mars 2025. Sótt 29 júní 2025.
  5. Jósefsdóttir, Sólrún Dögg (25 júní 2025). „Tók í spaðann á Trump: „Hann er nú heillandi, karlinn" - Vísir“. visir.is. Sótt 29 júní 2025.
  6. Sigurbjörnsdóttir, Silja Rún (20 febrúar 2025). „Á­fastir tappar dragi úr lífs­vilja - Vísir“. visir.is. Sótt 29 júní 2025.
  7. „Eiginmaður þingflokksformanns Sjálfstæðisflokks á bak við umdeildu EXIT-auglýsinguna“. DV. 30 apríl 2025. Sótt 29 júní 2025.
  8. Daðason, Jakob Bjarnar,Kolbeinn Tumi (27 janúar 2025). „Ráð­herra hringdi í skóla­stjóra vegna týnds skópars - Vísir“. visir.is. Sótt 29 júní 2025.
  9. Kjartansson, Kjartan (2 maí 2025). „Vill endur­skoða styrki til Morgun­blaðsins eftir um­fjöllun um Flokk fólksins - Vísir“. visir.is. Sótt 2. mars 2025.
  10. Gísladóttir, Hólmfríður (21 janúar 2025). „Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu - Vísir“. visir.is. Sótt 2. mars 2025.
  11. 11,0 11,1 11,2 Sigurþórsdóttir, Sunna Karen (2. desember 2024). „„Margt vitlausara" en að vinstri flokkarnir íhugi sameiningu - RÚV.is“. RÚV. Sótt 11 janúar 2025.
  12. Pálsson, Magnús Jochum (3. desember 2025). „Lýsir of­ríki og and­legu of­beldi Gunnars Smára - Vísir“. visir.is. Sótt 26 maí 2025.
  13. Markúsdóttir, Erla María (23 apríl 2025). „Sólveig Anna segir sig úr Sósíalistaflokknum - RÚV.is“. RÚV. Sótt 26 maí 2025.
  14. Arnardóttir, Lovísa (26 maí 2025). „Segir Sönnu ekki hafa verið hafnað - Vísir“. visir.is. Sótt 26 maí 2025.
  15. Sigurðsson, Grétar Þór (26 maí 2025). „Sanna hætt sem pólitískur leiðtogi Sósíalistaflokksins - RÚV.is“. RÚV. Sótt 26 maí 2025.
  16. Ragnarsson, Jón Ísak (27 júní 2025). „Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr hús­næðinu - Vísir“. visir.is. Sótt 29 júní 2025.
  17. Ragnarsson, Jón Ísak (4 maí 2025). „„Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu" - Vísir“. visir.is. Sótt 29 júní 2025.
  18. Pálsson, Magnús Jochum (26 maí 2025). „„Við erum klár í bátana og með sterka inn­viði" - Vísir“. visir.is. Sótt 26 maí 2025.
  19. Lýðræðisflokkurinn með 1,4% - Ábyrg framtíð með 1,1%
  20. Lýðræðisflokkurinn með 0,7% - Ábyrg framtíð með 0,1%
  21. Lýðræðisflokkurinn með 1,4% - Ábyrg framtíð með 0,5%
  22. Lýðræðisflokkurinn með 1,6% - Ábyrg framtíð með 0,0%
  23. Lýðræðisflokkurinn með 1,0% - Ábyrg framtíð með 0,0%