Matteo Salvini
Matteo Salvini | |
---|---|
![]() | |
Innanríkisráðherra og varaforsætisráðherra Ítalíu | |
Í embætti 1. júlí 2018 – 5. september 2019 | |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 9. mars 1973 Mílanó, Ítalíu |
Þjóðerni | Ítalskur |
Stjórnmálaflokkur | Norðurbandalagið |
Maki | Fabrizia Ieluzzi (g. 2003; skilin 2010) Elisa Isoardi (2015–) |
Börn | 2 |
Undirskrift | ![]() |
Matteo Salvini (f. 9. mars 1973) er ítalskur stjórnmálamaður og formaður Norðurbandalagsins (Lega Nord), öfgahægriflokks sem sat í ríkisstjórn Ítalíu ásamt Fimmstjörnuhreyfingunni frá 2018 til 2019. Salvini var þar innanríkisráðherra og varaforsætisráðherra í ríkisstjórn Giuseppe Conte. Ásamt Luigi Di Maio, formanni Fimmstjörnuhreyfingarinnar, var Salvini gjarnan talinn hinn eiginlegi valdsmaður fyrstu Conte-stjórnarinnar og einn voldugasti maður á Ítalíu.[1]
Salvini hefur lengi verið einn helsti gagnrýnandi Evrópusambandsins á Ítalíu. Hann hefur sér í lagi verið gagnrýninn á evruna, sem hann kallaði „glæp gegn mannkyninu“ er hún var tekin upp.[2] Eitt helsta baráttumál Salvini hefur verið takmörkun á ólöglegum innflutningi fólks til Ítalíu og á móttöku hælisleitenda.[3][4] Sem innanríkisráðherra hefur hann meðal annars sakað ríkisstjórn Túnis um að senda glæpamenn vísvitandi til Evrópu.[5] Hann hefur einnig stungið upp á skráningu og brottrekstri á Rómafólki sem er búsett án leyfis á Ítalíu.[6] Salvini er á móti lögleiðingu hjónabands samkynhneigðra en styður afglæpavæðingu á vændi.[7] Salvini er einnig á móti lögskyldum bólusetningum.[8]
Þann 8. ágúst árið 2019 ákvað Salvini að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Fimmstjörnuhreyfinguna. Ein ástæðan fyrir stjórnarslitunum var ágreiningur milli flokkanna um byggingu kostnaðarsamrar járnbrautarlínu fyrir háhraðalestir milli Tórínó og Lyon.[9] Salvini hafði vonast eftir því að kallað yrði til nýrra kosninga svo hann gæti nýtt sér umtalsverða fylgisaukningu Norðurbandalagsins, en í stað þess að kalla til kosninga varð niðurstaðan sú að Fimmstjörnuhreyfingin stofnaði nýja ríkisstjórn í samstarfi við Demókrataflokkinn.[10][11]
Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]
- ↑ Salvini premier di fatto
- ↑ „Lega, Salvini contro euro: 'Crimine contro l'umanità' - Politica“. ANSA.it. 15. desember 2013. Sótt 3. apríl 2016.
- ↑ „"Lasciate gli immigrati al largo". E scoppia la bufera su Salvini“. IlGiornale.it (ítalska). 15. febrúar 2015. Sótt 3. apríl 2016.
- ↑ „Il Cittadino di Lodi“. Ilcittadino.it. 25. febrúar 2015. Afrit af upprunalegu geymt þann 2016-03-05. Sótt 3. apríl 2016.
- ↑ Tunisia 'stunned' by Salvini on 'exporting convicts'
- ↑ Italian Minister Moves to Count and Expel Roma, Drawing Outrage
- ↑ Carta dei Valori. Noi con Salvini. 2015.
- ↑ https://www.ft.com/content/e513740e-761a-11e8-b326-75a27d27ea5f
- ↑ „Ríkisstjórn Ítalíu fallin“. RÚV. 8. ágúst 2019. Sótt 27. ágúst 2019.
- ↑ „Ný ríkisstjórn komin á koppinn á Ítalíu“. Vísir. 3. september 2019. Sótt 3. september 2019.
- ↑ Kristján Róbert Kristjánsson (29. ágúst 2019). „Conte með umboð til stjórnarmyndunar“. RÚV. Sótt 3. september 2019.