Lega Nord

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Norðursambandið
Lega Nord
Formaður Matteo Salvini
Stofnár 8. janúar 1991; fyrir 31 ári (1991-01-08)
Höfuðstöðvar Via Bellerio, 41
20161 Mílanó
Stjórnmálaleg
hugmyndafræði
Ítölsk þjóðernishyggja, sambandshyggja, hægristefna, öfgahægristefna, lýðhyggja
Einkennislitur Grænn     
Sæti á fulltrúadeild
Sæti á öldungadeild
Vefsíða leganord.org

Lega Nord (fullt nafn: Lega Nord per l'Indipendenza della Padania}, stundum þýtt á íslensku sem Norðursambandið, Norðurbandalagið eða Norður-ítalski sjálfstæðisflokkurinn er stjórnmálaflokkur á Ítalíu sem stofnaður var 1991 með sameiningu ýmissa smáflokka. Upphaflegur leiðtogi flokksins var Umberto Bossi en Matteo Salvini bauð sig fram gegn honum og hlaut kosningu í desember 2014.

Fylgi flokksins hefur verið kringum 15 % á landsvísu sem gerir hann nokkuð stærri en Forza Italia og þar með stærsta hægri flokkinn á Ítalíu. Fylgi hans er þó mun meira á Norður-Ítalíu þar sem það fer yfir 50 % á stórum svæðum sérstaklega norð-austast. Frá og með árinu 2018 hefur fylgi flokksins stóraukist og bandalagið hefur gjarnan mælst með hátt í fjörutíu prósenta stuðning í skoðanakönnunum.

2016 einkenndist stjórnmálafylgi á Ítalíu af „þrípólarisma“ þar sem Lýðræðisflokkurinn, Fimmstjörnuhreyfingin og Bandalag hægri flokka mynduðu hver um sig framboð í kringum 30 %. Hinum eftirstandandi 10 prósentum er síðan deilt milli tveggja smáflokka á hægri og vinstri vængnum.

Í ítölsku þingkosningunum árið 2018 varð bandalagið þriðji stærsti flokkurinn á ítalska þinginu á eftir Fimmstjörnuhreyfingunni og Lýðræðisflokknum. Bandalagið myndaði ríkisstjórn ásamt Fimmstjörnuhreyfingunni og Matteo Salvini varð innanríkisráðherra. Salvini sleit stjórnarsamstarfi flokkanna tveggja árið 2019 í von um að geta nýtt sér fylgisaukningu Norðursambandsins í nýjum kosningum en í stað þess að kalla til kosninga stofnaði Fimmstjörnuhreyfingin til nýrrar ríkisstjórnar í samstarfi við Lýðræðisflokkinn.[1][2]

Í febrúar 2021 gekk Norðursambandið í þjóðstjórn ásamt Lýðræðisflokknum, Fimmstjörnuhreyfingunni og fleiri flokkum undir forsæti Mario Draghi.[3]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • Maurizio Tani, La funzione del dialetto nella creazione di identità nazionali. il caso della Lombardia e della Padania nella stampa leghista (1984-2009, University of Birmingham, 2016 http://etheses.bham.ac.uk/6807/
Tilvísanir
  1. „Ríkisstjórn Ítalíu fallin“. RÚV. 8. ágúst 2019. Sótt 27. ágúst 2019.
  2. „Ný ríkisstjórn komin á koppinn á Ítalíu“. Vísir. 3. september 2019. Sótt 3. september 2019.
  3. „Drag­hi verður for­sæt­is­ráðherra Ítal­íu“. mbl.is. 12. febrúar 2021. Sótt 13. febrúar 2021.
  Þessi stjórnmálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.