Lega Nord

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Norðurbandalagið
Lega Nord
Salvini Premier.jpg
Formaður Matteo Salvini
Stofnár 8. janúar 1991
Höfuðstöðvar Via Bellerio, 41
20161 Mílanó
Stjórnmálaleg
hugmyndafræði
Ítölsk þjóðernishyggja, sambandshyggja, hægristefna, öfgahægristefna, lýðhyggja
Einkennislitur Grænn     
Sæti á fulltrúadeild
Sæti á öldungadeild
Vefsíða leganord.org

Lega Nord (fullt nafn: Lega Nord per l'Indipendenza della Padania}, stundum þýtt á íslensku sem Norðurbandalagið eða Norður-ítalski Sjálfstæðisflokkurinn er stjórnmálaflokkur á Ítalíu sem stofnaður var 1991 með sameiningu ýmissa smáflokka. Upphaflegur leiðtogi flokksins var Umberto Bossi en Matteo Salvini bauð sig fram gegn honum og hlaut kosningu í desember 2014.

Fylgi flokksins hefur verið kringum 15 % á landsvísu sem gerir hann nokkuð stærri en Forza Italia og þar með stærsta hægri flokkinn á Ítalíu. Fylgi hans er þó mun meira á Norður-Ítalíu þar sem það fer yfir 50 % á stórum svæðum sérstaklega norð-austast. Frá og með árinu 2018 hefur fylgi flokksins stóraukist og bandalagið hefur gjarnan mælst með hátt í fjörutíu prósenta stuðning í skoðanakönnunum.

2016 einkenndist stjórnmálafylgi á Ítalíu af „þrípólarisma“ þar sem Demókrataflokkurinn, Fimmstjörnuhreyfingin og Bandalag hægri flokka mynduðu hver um sig framboð í kringum 30 %. Hinum eftirstandandi 10 prósentum er síðan deilt milli tveggja smáflokka á hægri og vinstri vængnum.

Í ítölsku þingkosningunum árið 2018 varð bandalagið þriðji stærsti flokkurinn á ítalska þinginu á eftir Fimmstjörnuhreyfingunni og Demókrataflokknum. Bandalagið myndaði ríkisstjórn ásamt Fimmstjörnuhreyfingunni og Matteo Salvini varð innanríkisráðherra. Salvini sleit stjórnarsamstarfi flokkanna tveggja árið 2019 í von um að geta nýtt sér fylgisaukningu Norðurbandalagsins í nýjum kosningum en í stað þess að kalla til kosninga stofnaði Fimmstjörnuhreyfingin til nýrrar ríkisstjórnar í samstarfi við Demókrataflokkinn.[1][2]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • Maurizio Tani, La funzione del dialetto nella creazione di identità nazionali. il caso della Lombardia e della Padania nella stampa leghista (1984-2009, University of Birmingham, 2016 http://etheses.bham.ac.uk/6807/
Tilvísanir
  1. „Ríkisstjórn Ítalíu fallin“. RÚV. 8. ágúst 2019. Sótt 27. ágúst 2019.
  2. „Ný ríkisstjórn komin á koppinn á Ítalíu“. Vísir. 3. september 2019. Sótt 3. september 2019.
  Þessi stjórnmálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.