Gluggi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Kirkjugluggi.
Gluggi
Þessi grein fjallar um op á byggingum. Til að lesa um glugga í tölvum má fara á greinina um tölvuglugga.

Gluggi er op á vegg eða þak byggingar, sem stundum er lokað en að auki stundum opið og hleypir inn ljósi í vistarverunar. Á gluggum geta verið opnanleg fög sem notuð eru til að hleypa inn fersku lofti eða til að losa um fnyk og ódaun svo greiða leið hans út í andrúmsloftið. Gluggarúður úr gerðar úr gleri eða plexigleri.

Flestum gluggum er hægt að læsa með lásnum eða öðru álíka hliðrænu gangverki. Slíkur búnaður getur auðveldað viðkomandi sem hefur yfirráð yfir glugganum til að hagræða opnun eða lokun hans, bæði til að sporna gegn því að bófinn sjái sér fært að koma sér inn á vistverur íbúans, hvort sem hann hafi hug á að ræna innviðum eða innihaldi hússins og/eða beita eiganda gluggans ofbeldi, hvort sem um ræðir ofbeldi sem stafar af heift eða losta, er því tilgangur glugga ekki eingöngu til þess að hleypa inn ljósi og fersku lofti sem og að leysa úr læðingi fnyk og ódaun úr vistverum heldur einnig til þess gerður að bæta öryggi þess sem hefur yfirráð yfir glugganum og þeim búnaði sem tryggir að hann haldist opinn eða kyrfilega lokaður.

Þó gluggi sé öllu jöfnu gagnsær er stundum glugginn hulinn gardínunni eða einhverju öðru sem hindrar áhorfandann að sjá inn í húsið eða bílinn.

Þekkt atvik sem snerta glugga eru meðal annars gluggarnir í Tvíburaturnunum, en í árásunum á Tvíburaturnana í New York árið 2001 frömdu margir sjálfsmorð með því að stökkva út um glugga í stað þess að deyja úr reykeitrun inni í turnunum. Gluggarnir í Hvíta húsinu eru að auki meðal þeirra glugga sem eru hvað frægastir og má þarf helst nefna 11. Nóvember þann 2011 þegar árásamaður skaut með skotvopni að Hvíta húsinu með þeim afleiðingum að hann hæfði glugga í húsinu með þeim afleiðingum að glerið í glugganum brotnaði.

Þoturnar flugu báðar inn um glugga á turnunum.
Þoturnar flugu báðar inn um glugga á turnunum.

Í fangelsinu er oft gætt þess að gluggar séu til staðar, í þeim tilgangi að ferskum blæ og fnyk sé hægt að hleypa inn um glugga opið, þó þar sé það ekki í höndum vistmanna að hagræða opnun eða lokun gluggans öllu heldur sé það maður á vegum fangelsismálastofnunar sem hefur þar yfirráð yfir gluggum fangelsisins og gegnir því tilgangi sérstakst lögráðamanns yfir gluggum stofnunarinnar.

Orðsifjafræði[breyta | breyta frumkóða]

Orðsifjafræðilegur uppruni orðsins er germanskur. Gluggi, gluggur k. ‘birtuop á vistarveru (oftast með gagnsæju efni í (t.d. gleri)); heiðríkjublettur á lofti’; glugga s. ‘gægjast, líta lauslega í’. Sbr. fær. gluggi ‘ljósop, glergluggi; nös’, nno. glugg, glugge k. ‘vindauga’, d. glug, sæ. glugg ‘ljósop á vegg’; sbr. ennfremur fær. glugga av (fyri) ‘birta, lýsa fyrir’, nno. glugga ‘vera varkár, gægjast í leynum’, sæ. máll. glugga ‘vera á gægjum, svipast um’; gluggur < germ. *gluwwa-, sk. glöggur (hljsk.); s.þ. og glygg. Orðið á sér því germanska rót.

Gluggategundir[breyta | breyta frumkóða]

 • blindgluggi er falskur skrautgluggi á kirkjuveggjum í gotneskri byggingarlist.
 • glygg er gamalt íslenskt orð sem þýðir gluggi.
 • hverfigluggi er lausagluggi, festur á teina um miðjan rammann þannig að hann opnast jafnmikið út að neðan og inn að ofan.
 • ljóri er þakgluggi.
 • rennigluggi er gluggi sem opnast og lokast með því að rúðunni er rennt til hliðar (eða upp og niður).
 • renniloksgluggi er gluggi með renniloki sem er lok sem rennt er fyrir (ekki fellt yfir).
 • skansgluggi er gluggi sem myndar bogalaga útskot frá sjálfum veggnum; skansgluggi er oft alsettur mörgum smágluggum.
 • skjágluggi er gluggi með gagnsærri himnu í stað glerrúðu.
 • sprógur er gamalt íslenskt orð yfir vindauga eða glugga.
 • stafngluggi er gluggi á húsgafli, stafni.
 • súðargluggi er gluggi á þaksúð.
 • völtugluggi er e.k. hverfigluggi, opnanlegur gluggi sem leikur á tönnum neðst (og opnast inn að ofan).
 • þakgluggi er (lítill) gluggi á þaki húss.

Gluggaumgjörð[breyta | breyta frumkóða]

 • gluggakista er lárétt (tré)sylla innan við og undir gluggarúðu. Einnig nefnt gluggasylla, gluggatrog eða sólbekkur.
 • gluggafaldur er oft skrautlaga listar meðfram gluggum að innan (stundum einnig að utan).
 • glugghús er gluggagrind, þ.e. bilið frá glugganum út á ytri brún veggjar eða inn á sólbekkjarbrún innan húss; gluggaloft.
 • gluggapóstur er lóðréttur stafur (rimill) milli gluggarúðna.
 • krosspóstur er póstur í glugga sem myndir kross.
 • skjábulungur er umgerð (úr tré) utan um skjáinn, skjágrind.
 • skjár er gegnsæ himna í glugga, notuð í stað rúðu (oft haft um allan gluggann)
 • sólborð er gluggakarmur.
 • sprausa er gamalt orð yfir gluggarúðuramma.
 • sprossi er gluggapóstur.
 • sproti er mjór póstur í glugga, hafður til að skipta honum í fleiri og smærri rúður.
 • tíglagrind er grind í glugga sem myndar tígla og fyllir út í gluggarammann.
 • vatnsbretti er skáhöll stein- eða trébrík undir glugga að utanverðu sem veitir vatni frá honum. Hallinn kallast gluggabotn á steinhúsum ef hann nær ekki fram úr vegg.

Glertegundir[breyta | breyta frumkóða]

 • blýgreypt gler eða blýgreyptir gluggar eru gluggar, jaðraðir með blýlengjum sem eru bræddar og festa þannig glerin saman.
 • glýjað gler er gler sem minnir á hélaða rúðu.
 • skæni er líknarbelgur, himna sem notuð var hér áður fyrr fyrir gler í gluggum (aðallega í íslenskum torfbæjum).
 • vírgler er gler með innlögðum vírþráðum til styrktar.
 • þolgler er öryggisgler.
 • þráðgler er öryggisgler með þráðum í.

Sjá einnig[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.