Tígrisdýr
Tígrisdýr Tímabil steingervinga: Snemma á pleistósen – nútíma | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Bengaltígur (P. tigris tigris) í Ranthambhore-þjóðgarðinum á Indlandi.
| ||||||||||||||
Ástand stofns | ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Panthera tigris (Linnaeus, 1758) | ||||||||||||||
Söguleg útbreiðsla tígrisdýra um 1850 (ljósgult) og 2006 (grænt)
| ||||||||||||||
Undirtegundir | ||||||||||||||
Bengaltígur (P. t. tigris) | ||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||
Tigris striatus Severtzov, 1858 |
Tígrisdýr eða tígur (fræðiheiti: Panthera tigris) er stærsta tegundin af fjórum innan ættkvíslar stórkatta (panthera). Hinar þrjár tegundirnar eru hlébarði, ljón og jagúar. Tígrisdýr geta orðið 3,3 metrar á lengd og vegið allt að 306 kílóum. Það er þriðja stærsta landrándýrið (á eftir ísbirni og skógarbirni). Það er með einkennandi svartar rendur á rauðgulum feldi. Það er með einstaklega sterkar og langar vígtennur sem geta orðið allt að 9 cm að lengd. Þau geta orðið allt að 26 ára gömul.
Tígrisdýr voru áður algeng um alla Asíu en hefur fækkað mjög svo nú ná búsvæði þeirra aðeins yfir 7% af sögulegu útbreiðslusvæði. Þær sex deilitegundir sem eftir eru eru skilgreindar í útrýmingarhættu af IUCN. Talið er að milli 3.062 og 3.948 dýr séu enn til í náttúrunni en voru um 100.000 við upphaf 20. aldar. Stofnarnir hafa lifað af á litlum einangruðum svæðum. Helstu ástæður fækkunar tígrisdýra eru búsvæðaeyðing, tvístrun búsvæða og veiðiþjófnaður.
Fræg tígrisdýr
[breyta | breyta frumkóða]- Ming, sem árið 2003 átti heima á sjöttu hæð í fjölbýlishúsi í Harlem í New York, var fluttur til Ohio eftir að hann beit húsbónda sinn í lærið.[1][2][3]
- Champawat mannætan var tígrislæða, sem drap 438 manneskjur í Nepal og Kumaon á árunum 1903 – 1911.[4]
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Moore, Martha T. @ USA Today árið 2003. Skoðað 7. nóvember 2010.
- ↑ Hinckley, David @ NY Daily News árið 2010. Skoðað 7. nóvember 2010.
- ↑ Animal Planet: Interview with Antoine Yates árið 2010. Skoðað 7. nóvember 2010.
- ↑ Wood, Gerald L.: The Guinness Book of Animal Facts and Feats, 2nd Edition, bls. 45, England 1976.