Fara í innihald

Snjóhlébarði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Snjóhlébarði

Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Spendýr (Mammalia)
Ættbálkur: Rándýr (Carnivora)
Ætt: Kattardýr (Felidae)
Undirætt: Pantherinae
Ættkvísl: Stórkettir (Panthera)
Tegund:
Snjóhlébarði (P. uncia)

Undirtegundir:

U. u. uncia og U. u. uncioides

Útbreiðsla snjóhlébarða
Útbreiðsla snjóhlébarða
Samheiti

Snjóhlébarði (Panthera uncia, áður þekktur sem Uncia uncia) er stórt kattardýr sem lifir í fjallgörðum Mið- og Suður-Asíu í 2500-6000 metra hæð. Snjóhlébarðinn er flokkaður sem tegund í útrýmingarhættu á lista IUCN og er stofninn um 4000-9000 dýr.

Þyngd snjóhlébarða er vanalega 27-55 kílógrömm en karldýr geta orðið 75 kílógrömm. Lengd er frá 75-150 cm. Feldurinn er þykkur og grá- eða gulleitur að lit. Blettir eru dökkir og stærri á fótum. Augu þeirra eru fölgræn eða grá sem er óvenjulegt meðal katta. Eyrun eru smágerð til að hindra hitatap en loppurnar breiðar til að dreifa þunganum betur í snjó. Skottið er langt, þykkt og sveigjanlegt til að hjálpa til við jafnvægi í halla og klettabeltum. Það er einnig notað sem fituforði hlébarðarnir nota það líka til að skýla andlitinu.

Snjóhlébarðar eru einfarar nema þegar læður eru með kettlinga og eru virkastir á nóttunni og í rökkri. Kettlingarnir fara úr bælinu þegar þeir eru 2-4 mánaða og fylgja móðurinni í 18-22 mánuði. Dýrin verða kynþroska við 2-3 ára aldur og eru með 15-18 ára lífslíkur.

Snjóhlébarðar geta ráðist á dýr sem eru fjórum sinnum stærri en þeir en leggja ekki í jakuxatarfa og árásir á menn stunda þeir ekki. Gras og hálm leggja þeir sér einnig til munns.

Snjóhlébörðum stafar ógn af manninum: Yfir helm­ing­ þeirra snjó­hlé­b­arða sem týna lífinu drep­a bænd­ur vegna árása dýr­anna á bú­pen­ing, um 20% lend­a í gildr­um sem ætlaðar eru öðrum dýrum og önn­ur 20% eru drep­in vegna feldsins. Sam­kvæmt skýrsl­u sem gefin var út árið 2016 hef­ur snjó­hlé­b­arðastofninn minnkað um 20% á síðustu 16 árum.[1]

Í þáttunum Snow Leopard – Beyond the Myth (BBC) var fylgst með snjóhlébörðum um 18 mánaða skeið í Hindu Kush-fjöllum.

Land Stærð búsvæðis
(km2)

Stofnstærð<>
Afghanistan 50,000 100–200?
Bútan 15,000 100–200?
Kína 1,100,000 2,000–2,500
Indland 75,000 200–600
Kasakstan 50,000 180–200
Kyrgyzstan 105,000 150–500
Mongólia 101,000 500–1,000
Nepal 30,000 300–500
Pakistan 80,000 200–420
Tajikistan 100,000 180–220
Úzbekistan 10,000 20–50

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Fyrirmynd greinarinnar var „Snow Leopard“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 20. feb. 2017.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Hundruð snjó­hlé­b­arða drepn­ir á ári Mbl.is, skoðað 20. feb. 2017.