1613
Útlit
(Endurbeint frá MDCXIII)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1613 (MDCXIII í rómverskum tölum) var þrettánda ár 17. aldar sem hófst á þriðjudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu en föstudegi samkvæmt júlíska tímatalinu sem er tíu dögum á eftir.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 10. janúar - Kalmarófriðnum lauk með friðarsamningum í Knærød.
- 7. febrúar - Mikhaíl Rómanov var kjörinn Rússakeisari, fyrstur keisara af Rómanovættinni sem ríkti til 1761 (að nafninu til til 1917).
- 14. febrúar - Elísabet Stúart, dóttir Jakobs 1. giftist Friðriki 5., kjörfursta í Pfalz.
- 29. mars - Samuel de Champlain var skipaður fyrsti landstjóri Nýja Frakklands.
- 29. mars - Pocahontas, dóttir Powhatans höfðingja, var tekin höndum og færð til Jamestown.
- 29. júní - Leikhús Shakespeares, The Globe í London, brann til kaldra kola eftir að neisti barst úr fallbyssu við sýningu á Hinriki 8..
- 24. desember - Þegar fólk í Siglunesi við Siglufjörð ætlaði í guðþjónustu á aðfangadag féll snjóflóð og fimmtíu manns fórust.
Ódagsett
[breyta | breyta frumkóða]- William Shakespeare gaf út leikritið Hinrik 8..
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 12. mars - André Le Nôtre, franskur landslagsarkitekt og garðyrkjumaður (d. 1700).
- 7. apríl - Gerhard Douw, hollenskur listmálari (d. 1675).
- 31. maí - Jóhann Georg 2. kjörfursti af Saxlandi (d. 1680).
- 15. september - François de la Rochefoucauld, franskur rithöfundur (d. 1680).
- 25. september - Claude Perrault, franskur arkitekt og náttúrufræðingur (d. 1688).
- 23. desember - Carl Gustaf Wrangel, sænskur aðmíráll (d. 1676).
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 28. janúar - Thomas Bodley, enskur diplómat (f. 1545).
- 18. ágúst - Giovanni Artusi, ítalskt tónskáld (f. um 1540).
- 8. september - Carlo Gesualdo, ítalskt tónskáld (f. 1566).