Lyklar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Maríulyklar
Primula vulgaris
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Lyngbálkur (Ericales)
Ætt: Maríulykilsætt (Primulaceae)
Ættkvísl: Primula
L.
Tegundir

margar; sjá texta

Nútíma garðalykilsblendingur
Primula capitata ssp. mooreana
Primula denticulata
Primula farinosa
Primula hortensis
Primula prolifera Sunnulykill
Primula rosea Rósulykill
Primula sieboldii Freyjulykill
Primula veris Sifjarlykill
Primula vialii Mongólalykill
Primula × pubescens Frúarlykill

Lyklar (fræðiheiti: Primula)[1] er ættkvísl, af aðallega jurtkenndum[2] plöntum í Maríulykilsætt. Einungis tvær tegundir hafa fundist villtar á Íslandi; Davíðslykill (P. egaliksensis) og Maríulykill (P. stricta). Þekktar garðplöntur eru allnokkrar; P. auricula (Mörtulykill), P. veris (Sifjarlykill) and P. elatior (Huldulykill). Þessar tegundir og margar aðrar hafa verið mikils metnar vegna blómfegurðar. Þær hafa verið gríðarmikið ræktaðar og kynblandaðar - í tilfelli Laufeyjarlykils P. veris, í mörg hundruð ár. Primula eru upprunnar úr tempraða belti norðurhvels, suður til fjalla Eþíópíu, Indónesíu og Nýju Guineu, og í tempraða belti Suður Ameríku. Næstum helmingur þekktra tegunda er frá Himalajafjöllum.[2]

Primula er með allt að 500 tegundir í hefðbundnum flokkunarfræðum, og fleiri ef skyldar ættkvíslir eru taldar með.[3]

Lýsing[breyta | breyta frumkóða]

Primula er flókin og breytileg ættkvísl, með búsvæði frá háfjalla hlíðum til mýra á láglendi. Plönturnar blómstra aðallega að vori, með blómin í sveip (sjaldan stök) á blaðlausum stönglum sem koma upp úr blaðhvirfingu, blöðin eru aflöng heil; blómin geta verið af næstum hvaða lit sem er. Allnokkrar tegundir eru með mjölkenndu dufti (farina) á blöðum, stönglum og blómum og jafnvel innan í blómunum.[2] Margar tegundir eru aðlagaðar fjallaloftslagi.

Orðsifjar[breyta | breyta frumkóða]

Orðið primula kvenkyns mynd af latneska orðinu primus, sem merkir fyrstur, og vísar til blómanna sem eru meðal þeirra fyrstu til að blómstra að vori.[4]

Vistfræði[breyta | breyta frumkóða]

Laufeyjarlykill (og líklega fleiri Primula tegundir) er fæða lirfa nokkurra Lepidoptera tegunda, til dæmis Hamearis lucina, Noctua pronuba, Noctua janthina, Xestia c-nigrum og Xanthorhoe montanata. Sniglar geta verið ágengir.

Ræktunarblendingar og afbrigði[breyta | breyta frumkóða]

Primula tegundir hafa mikið verið ræktaðar og blendingar af þeim, aðallega af P. elatior, P. juliae, P. veris og P. vulgaris. Polyanthus (oft nefnd P. polyantha) er einn slíkur hópur plantna, sem af er kominn mikill fjöldi afbrigða í öllum litum, yfirleitt ræktuð sem einær, og fáanlegar sem fræ eða ungar plöntur.[5]

Flokkun[breyta | breyta frumkóða]

Ættkvíslin Dodecatheon var upphaflega talin til Primula, svo sumir höfundar telja allar 14 tegundir Dodecatheon til Primula.[6]

Skifting ættkvíslarinnar Primula[breyta | breyta frumkóða]

Flokkun ættkvíslarinnar Primula hefur verið rannsökuð í yfir eina öld. Þar sem þessi ættkvísl er bæði stór og fjölbreytileg (með um 500 tegundir), hafa grasafræðingar skipað tegundum niður í undirættkvíslir. Vanalegasta flokkunin skiftir Primula niður í 30 undirættkvíslir.[7][8] Sumar þessara undirættkvísla (t.d. Vernales, Auricula) innihalda margar tegundir, aðrar bara eina.

  • Amethystina      
  • Auricula Árikludeild
  • Bullatae
  • Candelabra Hæðalykilsdeild
  • Capitatae Höfuðlykladeild
  • Carolinella
  • Cortusoides Sjafnarlykladeild
  • Cuneifolia
  • Denticulata Kúlulykladeild
  • Dryadifolia
  • Farinosae Maríulykilsdeild
  • Floribundae
  • Grandis
  • Malacoidea
  • Malvacea
  • Minutissimae      
  • Muscaroides Klasalykilsdeild
  • Nivales Snælykladeild
  • Obconica
  • Parryi Gyðjulykilsdeild
  • Petiolares
  • Pinnatae
  • Pycnoloba
  • Reinii
  • Rotundifolia
  • Sikkimensis Kínalykilsdeild
  • Sinenses
  • Soldanelloideae Bjöllulykilsdeild
  • Souliei
  • Vernales Vorlykladeild

Tegundir[breyta | breyta frumkóða]

Tegundir meðtaldar:[9][10][11]

Blendingar[breyta | breyta frumkóða]

  • Primula × kewensis = P. floribunda × P. verticillata (Kewlykill)[23] (Gulllykill)
  • Primula × polyantha = P. veris × P. vulgaris [24] (Ljómalykill)
  • Primula × pubescens = P. hirsuta × P. auricula (Frúarlykill)

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

Wikilífverur eru með efni sem tengist
  1. Sunset Western Garden Book. 1995. 606–607.
  2. 2,0 2,1 2,2 RHS A-Z Encyclopedia of Garden Plants. United Kingdom: Dorling Kindersley. 2008. bls. 1136. ISBN 1405332964.
  3. Primula. Flora of North America.
  4. Coombes, Allen J. (2012). The A to Z of Plant Names. USA: Timber Press. bls. 312. ISBN 9781604691962.
  5. Reader's Digest Encyclopedia of Garden Plants & Flowers, 2nd edition. United Kingdom: Reader's Digest Association. 1978.
  6. Weakley, A. S. (2008). Flora of the Carolinas, Virginia, and Georgia, and Surrounding Areas. Afrit af upprunalegu geymt þann 6. október 2018. Sótt 21. mars 2016. UNC Herbarium, North Carolina Botanical Garden, University of North Carolina at Chapel Hill.
  7. Ingwersen, Will (1986) [1978]. Ingwersen's Manual of Alpine Plants. Portland: Timber Press. ISBN 0-88192-026-6.
  8. Green, Roy (1986) [1976]. Asiatic Primulas. Woking, Surrey, UK: Alpine Garden Society.
  9. Primula: List of Records. Flora of China.
  10. Primula: List of Records. Flora of North America.
  11. GRIN Species Records of Primula. Geymt 24 september 2015 í Wayback Machine Germplasm Resources Information Network (GRIN).
  12. Basak, S. K. and G. G. Maiti. 2000. Primula arunachalensis sp. nov. (Primulaceae) from the Eastern Himalaya. Acta Phytotax. Geobot. 51(1) 11-15.
  13. 13,0 13,1 Ming, H. C. and G. Y. Ying. (2003). Two new species of Primula (Primulaceae) from China. Geymt 4 mars 2016 í Wayback Machine Novon 13 196-199.
  14. Xun, G. and F. Rhui-cheng. (2003). Primula calyptrata, a new species in section Carolinella (Primulaceae) from Yunnan, China. Geymt 4 mars 2016 í Wayback Machine Novon 13 193-95.
  15. Jogan, N. 2011. Primula carniolica. In: IUCN 2013. IUCN Red List of Threatened Species. Version 2013.1. Downloaded on 9 July 2013.
  16. 16,0 16,1 Hu, C. M. and G. Hao. (2011). New and noteworthy species of Primula (Primulaceae) from China. Edinburgh Journal of Botany 68(2) 297.
  17. Li, R. and C. M. Hu. (2009). Primula lihengiana (Primulaceae), a new species from Yunnan, China. Annales Botanici Fennici 46(2) 130-32
  18. Rankin, D. W. (2012). Primula melanantha. Curtis's Botanical Magazine 29(1) 18-33.
  19. Rix, M. (2005). Primula moupinensis. Curtis's Botanical Magazine 22(2) 119-23.
  20. Ericsson, S. & M. Bilz. 2011. Primula scandinavica. In: IUCN 2013. IUCN Red List of Threatened Species. Version 2013.1. Downloaded on 9 July 2013.
  21. Lasen, C., et al. 2011. Primula spectabilis. In: IUCN 2013. IUCN Red List of Threatened Species. Version 2013.1. Downloaded on 9 July 2013.
  22. Chi-Ming, H. (1994). New taxa and combinations in Chinese Primulaceae. Geymt 4 mars 2016 í Wayback Machine Novon 4(2) 103-105.
  23. 23,0 23,1 Primula verticillata (yellow primrose). Geymt 5 september 2012 í Wayback Machine Royal Botanic Gardens, Kew.
  24. Primula × polyantha.[óvirkur tengill] Germplasm Resources Information Network (GRIN).

Ytri tenglar[breyta | breyta frumkóða]