Fara í innihald

Davíðslykill

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Primula egaliksensis)
Davíðslykill
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Lyngbálkur (Ericales)
Ætt: Maríulykilsætt (Primulaceae)
Ættkvísl: Lyklar (Primula)
Tegund:
P. egaliksensis

Tvínefni
Primula egaliksensis
Wormsk. ex Hornem.
Útbreiðsla Davíðslykils
Útbreiðsla Davíðslykils
Samheiti

Primula groenlandica (Warming) W.W. Sm. & G. Forrest

Davíðslykill (fræðiheiti Primula egaliksensis[1]) er blóm af ættkvísl lykla[2][3] sem var fyrst lýst af Morten Wormskjold og Jens Wilken Hornemann.

Grannur stöngull, 5 - 15 sm á hæð. stofnblöðin þunn, óreglulega sporbaugótt, heilrend, aldrei mjölvuð. Stilkurinn á lengd við blökuna. Blómin smá bláleit. Blómgast í maí - júní.[4]

Útbreiðsla og búsvæði

[breyta | breyta frumkóða]

Útbreiðsla Davíðslykils; Grænland (Tunugdliarfik, Igaliko-firði og Itvineq og Ilualiafik í Nuup Kangerlua)[5], norðurhluti N-Ameríku (Alta., B.C., Man., Nfld. and Labr., N.W.T., Nunavut, Ont., Que., Yukon; Alaska, Colo., Wyo) , Norðaustur Rússlandi.[6]

Hefur aðeins fundist við Stóru Hámundarstaði í Eyjafirði[4]. Talinn útdauður hér.

Búsvæði; rök engi, við læki og rökum sjávarbökkum og á mómýrum.[7]

Engar undirtegundir.[3]

Uppruni og undirtegundir

[breyta | breyta frumkóða]

Útlitseinkenni og erfðafræðilega gögn (A. Guggisberg et al. 2006) benda til að Primula egaliksensis sé upphaflega blendingur milli sect. Aleuritia og Armerina, og mögulegir foreldrar séu P. nutans og P. mistassinica eða forsögulegt form þeirrar tegundar.[6] 2n = 36

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Wormsk. ex Hornem., 1511 ''In: Fl. Dan. t. 1511''
  2. [http://worldplants.webarchiv.kit.edu/ World Plants: Synonymic Checklists of the Vascular Plants of the World]
  3. 3,0 3,1 http://www.catalogueoflife.org/annual-checklist/2014/details/species/id/16902381|titill= Species 2000 & ITIS Catalogue of Life: 2014 Annual Checklist.|sótt= 26 May 2014 |höfundar= Roskov Y., Kunze T., Orrell T., Abucay L., Paglinawan L., Culham A., Bailly N., Kirk P., Bourgoin T., Baillargeon G., Decock W., De Wever A., Didžiulis V. (ed)|dags= 2014|verk= |útgefandi=Species 2000: Reading, UK.
  4. 4,0 4,1 Áskell Löve; Dagny Tande (myndir) (1970). Íslensk ferðaflóra. Almenna Bókafélagið. bls. 336.
  5. Tyge W. Böcher; Bent Fredskild (1978). Grønlands Flora. P. Haase & Søns Forlag. bls. 162. ISBN 87-559-0385-1.
  6. 6,0 6,1 http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=1&taxon_id=250092233
  7. http://www.cnhp.colostate.edu/download/documents/Spp_assessments/primulaegaliksensis.pdf

Ytri tenglar

[breyta | breyta frumkóða]