Fellalykill

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Fellalykill
Primula alpicola
Primula alpicola
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Skipting: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Lyngbálkur (Ericales)
Ætt: Maríulykilsætt (Primulaceae)
Ættkvísl: Lyklar (Primula)
Undirættkvísl: Aleuritia
Geiri: Sikkimensis
Tegund:
P. alpicola

Tvínefni
Primula alpicola
(W.W. Sm.) Stapf
Samheiti

Primula microdonta var. alpicola W.W. Sm.
Primula alpicola subsp. violacea Stapf
Primula alpicola var. violacea (Stapf) W.W. Sm.
Primula alpicola subsp. luna Stapf
Primula alpicola var. luna (Stapf) W.W. Sm. & Fletcher
Primula alpicola var. alba W.W. Sm.
Aleuritia alpicola (Stapf) J. Sojak

Fellalykill (fræðiheiti Primula alpicola[1]) er blóm af ættkvísl lykla. Honum var fyrst safnað 1926 af Frank Kingdon-Ward og var lýst sem afbrigði af Primula microdonta af William Wright Smith, en síðar skrásettur sem eigin tegund af Otto Stapf.

Lýsing[breyta | breyta frumkóða]

Hann verður 15 - 50 sm (sjaldan að 1m) með mörgum bjöllulaga blómum. Blómin geta verið í ýmsum litum; hvít, gul og ýmsum fjólubláum litbrigðum. Þau eru stundum talin til afbrigða, svo sem; var violacea og var. luna, en ósamræmi er í nafngjöfunum. Sterkan og sætan ilm leggur af blómunum.

Útbreiðsla og búsvæði[breyta | breyta frumkóða]

Fellalykill er upprunninn frá Bútan og suðaustur Tíbet, þar sem hann vex í miklum mæli meðfram Tsangpo (efri hluti Brahmaputra) ásamt Friggjarlykli. Vaxtarsvæði þeirra liggja þó nær aldrei saman; Friggjarlykill kýs rakari jarðveg nær ám og Fellalykill vill þurrari svæði.

Ræktun[breyta | breyta frumkóða]

Þrífst mjög vel og auðveldur í ræktun. Blómstrar í júlí.[2]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Stapf, 1932 In: Bot. Mag. 155: t. 9276
  2. Lystigarður Akureyrar; http://lystigardur.akureyri.is/default.aspx?modID=16&pId=1050&fl=2

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
Wikilífverur eru með efni sem tengist
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.