Fara í innihald

Loðvík 15.

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Loðvík 15. Frakkakonungur)
Skjaldarmerki Búrbónaætt Konungur Frakklands
Búrbónaætt
Loðvík 15.
Loðvík 15.
Ríkisár 1. september 1715 – 10. maí 1774
SkírnarnafnLouis de France
Fæddur15. febrúar 1710
 Versalahöll, Frakklandi
Dáinn10. maí 1774 (64 ára)
 Versalahöll, Frakklandi
GröfBasilique Saint-Denis
Undirskrift
Konungsfjölskyldan
Faðir Loðvík, hertogi af Búrgúnd
Móðir María Adélaïde af Savoju
DrottningMarie Leszczyńska
BörnLouise Élisabeth, Henriette, Marie Louise Louis, Philippe, Marie Adélaïde, Victoire, Sophie, Thérèse, Louise

Loðvík 15. (15. febrúar 1710 – 10. maí 1774), kallaður „hinn ástkæri“ (le Bien-Aimé) var konungur Frakklands og Navarra frá 1715 til 1774. Hann var af Búrbónaætt.

Loðvík varð munaðarlaus þegar hann var tveggja ára og var lýstur hertogi af Anjou og krónprins Frakklands þann 8. mars 1712. Hann tók við af langafa sínum Loðvík 14. sem konungur árið 1715, þá aðeins fimm ára að aldri. Frændi hans, Filippus af Orléans, varð því ríkisstjóri frá 1715 til 1723 en þá varð konungurinn fjórtán ára og tók formlega við stjórntaumum konungsríkisins.

Fyrstu valdaár Loðvíks voru fremur róleg og á þeim fylgdi konungurinn að mestu ráðum ráðgjafa sinna. Loðvík eftirlét fyrrverandi ríkisstjóranum og öðrum nánum skyldmennum sínum enn mikil völd. Ólíkt langafa sínum blandaði Loðvík 15. sér lítið með beinum hætti í stjórnmálalíf landsins. Hann sá sjaldan ráðherra sína þar sem hann gat gefið þeim skýr skilaboð með milligöngu erindreka og njósnara sinna.[1] Áhugaleysi hans á stjórnmálum og stöðug ráðherraskipti ollu því að frönsk áhrif í Evrópu döluðu nokkuð.

Þar sem Loðvík var hinsti eftirlifandi meðlimur sinnar ættkvíslar í konungsfjölskyldunni naut hann mikils stuðnings á byrjun valdatíðar sinnar og fékk því viðurnefnið „Bien-Aimé“ eða hinn ástkæri eftir að hann veiktist árið 1744 og var fluttur til Metz. Í fyllingu tímans leiddi linkind hans, aðgerðarleysi og hneykslismál sem vörðuðu frillu hans, Pompadour markgreifynju, til þess að vinsældir hans döluðu. Þegar hann lést úr bólusótt brutust út fagnaðarlæti í París.

Þó vann Frakkland marga frækna hernaðarsigra í Evrópu á valdatíð hans og innlimaði hertogadæmin Lorraine og Bar og síðan Korsíku. Á móti glataði Frakkland hins vegar miklum hluta nýlenduveldis síns gegn Bretlandi í sjö ára stríðinu; sér í lagi Nýja-Frakklandi í Norður-Ameríku og miklum landsvæðum á Karíbahafi.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Alain Decaux og André Castelot, Dictionnaire d'histoire de France, Perrin, 1981, bls. 604.


Fyrirrennari:
Loðvík 14.
Konungur Frakklands
(1. september 171510. maí 1774)
Eftirmaður:
Loðvík 16.