Bloodhound Gang

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
The Bloodhound Gang á tónleikum í Þýskalandi.

The Bloodhound Gang er bandarísk hljómsveit sem stofnuð var árið 1992 í Quakertown í Pennsylvaníu. Tónlist sveitarinnar er blanda af hipphoppi, pönki og rafpoppi en textarnir eru gamansamir og þykja grófir, í þeim er gjarnan gert grín að ýmsum tabúum samfélagsins. Kynlíf er sívinsælt yrkisefni sem og viðkvæm málefni eins og kynþættir, fötlun og sifjaspell. Mestar deilur spruttu vegna lagsins „Yellow Fever“ sem gerði út á miður geðslegar staðalímyndir af asískum konum, mikill þrýstingur varð þó til þess að lagið var ekki með á plötunni One Fierce Beercoaster eins og til stóð. Auk ásakana um kynþáttahatur hefur hljómsveitin verið sökuð um mikla karlrembu og fyrirlitningu í garð samkynhneigðra.

Frægasta lag Bloodhound Gang er vafalaust „The Bad Touch“ sem var á plötunni Hooray for Boobies sem kom fyrst út 1999. Lagið var lengi eitt vinsælasta óskalagið á MTV og hjálpaði til að gera plötuna að platínuplötu. Í laginu er að finna línuna: „You and me baby ain't nothin' but mammals so let's do it like they do on the Discovery Channel“ sem mætti þýða svo: „Þú og ég elskan erum bara spendýr þannig að gerum eins og þau gera á Discovery Channel“ (sem er sjónvarpsstöð sem sýnir mikið af náttúrulífsþáttum).

Meðlimir[breyta | breyta frumkóða]

Núverandi[breyta | breyta frumkóða]

Fyrrum[breyta | breyta frumkóða]

  • Bubba K Love
  • Blue
  • Byron
  • Daddy Long Legs
  • Foof
  • Lazy I
  • M.S.G.
  • Piddly B
  • Skip O'Pot2Mus
  • Slave One
  • Spanky G
  • Tard-E-Tard
  • White Steve
  • Mr. Stinky Boots
  • Thomas Bramwell

Útgáfur[breyta | breyta frumkóða]

Tengill[breyta | breyta frumkóða]