„Elísabet 2. Bretadrottning“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
SieBot (spjall | framlög)
Cekli829 (spjall | framlög)
Lína 29: Lína 29:
[[Flokkur:Breskar drottningar]]
[[Flokkur:Breskar drottningar]]


{{Link FA|az}}
{{Tengill GG|uk}}
{{Tengill GG|uk}}



Útgáfa síðunnar 18. nóvember 2010 kl. 07:27

Elísabet 2.

Elísabet 2. (fullt nafn: Elizabeth Alexandra Mary, fædd 21. apríl 1926) er drottning og þjóðhöfðingi Antígva og Barbúda, Ástralíu, Bahamaeyja, Barbados, Belís, Kanada, Grenada, Jamaíku, Nýja Sjálands, Papúu Nýju Gíneu, Sankti Kristófer og Nevis, Sankti Lúsíu, Sankti Vinsent og Grenadíneyja, Salómonseyja, Túvalú, og Bretlands.

Þar að auki er hún höfuð breska samveldisins, æðsti yfirmaður ensku biskupakirkjunnar og breska heraflans og lávarður Manar. Þessum embættum hefur hún gegnt síðan faðir hennar Georg 6. lést árið 1952. Hún er þjóðhöfðingi um 125 milljón manna.

Elísabet var eldri dóttir Alberts hertoga af York og konu hans, Elísabet Bowes-Lyon. Þegar hún fæddist var ekkert sem benti til þess að hún yrði framtíðarþjóðhöfðingi Bretlands. Ríkisarfinn var eldri bróðir föður hennar, Játvarður prins af Wales, og allir bjuggust við að hann gengi í hjónaband og eignaðist börn. Hann varð að vísu konungur 1936 en sagði af sér seinna sama ár og þá varð faðir Elísabetar konungur, þvert gegn vilja sínum, og tók sér nafnið Georg 6. Elísabet stóð þá næst til ríkiserfða þar sem hún átti engan bróður. Hún fékk þó ekki titilinn prinsessa af Wales.

Eiginmaður hennar er Filippus prins, hertogi af Edinborg, og gengu þau í hjónaband 1947. Þau eru bæði afkomendur Kristjáns 9. Danakonungs og Viktoríu Bretadrottningar. Saman eiga þau fjögur börn en þau eru í aldursröð: Karl, prins af Wales, (sem er ríkisarfi), Anna prinsessa, Andrés prins, hertogi af York og Játvarður prins, jarl af Wessex.


Fyrirrennari:
Georg 6.
Bretadrottning
(1952 –)
Eftirmaður:
enn í embætti


Tenglar

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Snið:Tengill ÚG

Snið:Link FA Snið:Tengill GG