Játvarður prins, hertogi af Edinborg
Játvarður prins, hertoginn af Edinborg (Edward Antony Richard Louis) (f. 10. mars 1964) er yngsta barn Elísabetar II Bretadrottningar og Filippusar prins, hertoga af Edinborg. Hann er 14. í erfðaröð bresku krúnunnar.
Líf og fjölskylda
[breyta | breyta frumkóða]Játvarður fæddist í Buckinghamhöll. Hann var skírður í Windsorkastala 2. maí 1964. Hann á þrjú eldri systkini, Karl 3. Bretakonung, Önnu prinsessu og Andrés prins, hertogann af York.
Þann 19. júní 1999 giftist Játvarður unnustu sinni Sophie Rhys-Jones og gaf drottningin parinu titlana jarlinn og greifynjan af Wessex. Árið 2019 var Játvarði einnig gefinn titillinn jarlinn af Forfar. Játvarður og Sophie eiga dótturina Lafði Louise Alice Elizabeth Mary Mountbatten-Windsor sem fædd er 8. nóvember 2003. Þann 17. desember 2007 eignuðust hjónin sitt annað barn, soninn James Alexander Philip Theo Mountbatten-Windsor, sem gengur undir titlinum Severn vísigreifi.
Karl 3. Bretakonungur veitti Játvarði titilinn hertogi af Edinborg í mars árið 2023.[1]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Kjartan Kjartansson (10. mars 2023). „Gerir Játvarð bróður sinn að hertoga af Edinborg“. Vísir. Sótt 28. ágúst 2024.