„Niels Neergaard“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 30: Lína 30:
{{DEFAULTSORT: Neergaard, Niels}}
{{DEFAULTSORT: Neergaard, Niels}}
[[Flokkur:Forsætisráðherrar Danmerkur]]
[[Flokkur:Forsætisráðherrar Danmerkur]]
[[Flokkur:Danskir sagnfræðingar|Neergaard, Niels]]

Útgáfa síðunnar 21. nóvember 2020 kl. 21:02

Niels Thomasius Neergaard (27. júní 18542. september 1936) var danskur sagnfræðingur og stjórnmálamaður sem gegndi stöðu forsætisráðherra Danmerkur frá 1908-09 og aftur 1920-24.

Ævi og ferill

Niels Neergaard fæddist á norðanverðu Jótlandi, sonur prests sem setið hafði á danska þinginu. Hann lauk prófi í sagnfræði og lagði einnig stund á hagfræði og stjórnmálafræði. Neergaard gekk til liðs við Venstre og var kjörinn á þing fyrir flokkinn og gegndi þingmennsku fyrst frá 1887-90 og aftur frá 1892-1932. Hann var meðlimur í Moderate Venstre og leiðtogi þess frá 1901, en það var hópur þingmanna úr röðum Venstre sem störfuðu oft náið með hægriöflunum á þingi.

Hann varð fjármálaráðherra í ríkisstjórn J. C. Christensen árið 1908, en sú stjórn varð skammlíf vegna Alberti-hneykslisins, tók Neergaard við forsætisráðherraembættinu til bráðabirgða og gegndi í um tíu mánuði. Hann varð fjármálaráðherra á ný frá 1910-13 í stjórn Klaus Berntsen. Eftir þingkosningarnar 1920, sem fram fóru í kjölfar gríðarlegra mótmæla svo jaðraði við stjórnarbyltingu, tókst Neergaard að mynda ríkisstjórn sem sat í fjögur ár. Hann átti síðar eftir að snúa aftur sem fjármálaráðherra frá 1926-29.

Neergaard var ekki talinn mikill klækjarefur í stjórnmálum en naut fremur orðspors síns sem heilindamaður.

Samhliða stjórnmálastörfum var Neergaard afkastamikill sagnfræðingur og höfðu verk hans mikil áhrif. Verk hans Under Junigrundloven, sem fjallaði um stjórnmálasögu áranna 1848-66 var um áratugaskeið lykilheimildin um stjórnmálaþróun Danmerkur á tímabilinu.


Fyrirrennari:
Jens Christian Christensen
Forsætisráðherra Danmerkur
(12. október 190816. ágúst 1909)
Eftirmaður:
Ludvig Holstein-Ledreborg
Fyrirrennari:
Michael Pedersen Friis
Forsætisráðherra Danmerkur
(5. maí 192024. apríl 1924)
Eftirmaður:
Thorvald Stauning