Fara í innihald

Katy Perry

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Kate Perry)
Katy Perry
Perry árið 2023
Fædd
Katheryn Elizabeth Hudson

25. október 1984 (1984-10-25) (40 ára)
Önnur nöfn
  • Katy Hudson
  • Katheryn Perry
Störf
  • Söngvari
  • lagahöfundur
Ár virk2001–í dag
Maki
Börn1
Tónlistarferill
Stefnur
Hljóðfæri
  • Rödd
  • gítar
Útgefandi
Vefsíðakatyperry.com
Undirskrift

Katheryn Elizabeth Hudson (f. 25. október 1984), betur þekkt undir nafninu Katy Perry, er bandarísk söngkona og lagahöfundur. Perry fæddist í Santa Barbara í Kaliforníu og voru foreldrar hennar prestar. Hún ólst upp við að hlusta á gospeltónlist og söng í kirkju sem barn. Eftir að hafa klárað GED-próf fyrsta árið í menntaskóla (e. „highschool“) byrjaði hún að vinna að tónlistarferlinum. Hún gaf út sjálftitlaða gospel-plötu árið 2001 undir nafninu Katy Hudson en platan náði ekki vinsældum. Hún tók upp plötu og kláraði meirihlutann af sólóplötu á árunum 2004–2005 en hvorug platan kom út.

Eftir að hafa skrifað undir samning við Capitol Records árið 2007 fékk hún sér sviðsnafnið Katy Perry og gaf út fyrstu stafrænu smáskífuna sína, „Ur So Gay“, í nóvember sama ár og fékk lagið mikla athygli. Hún varð fræg þegar hún gaf út aðra smáskífuna sína, „I Kissed a Girl“ árið 2008 sem toppaði marga bandaríska vinsældalista. Fyrsta hefðbundna sólóplata Perry, One of the Boys, kom út sama ár og var í 33. sæti yfir best seldu plötur heims árið 2008. Platan fór í platínusölu; „I Kissed a Girl“ og önnur smáskífan, „Hot n Cold“, fóru báðar í margfalda platínusölu. Hún varð þekkt fyrir að klæðast óhefðbundnum kjólum, blandi af litum og eldri tísku. Næsta platan hennar, Teenage Dream, kom út í ágúst 2010.

Perry átti í löngu ástarsambandi við Travis McCoy og var gift leikaranum Russell Brand í eitt ár. Þau skildu árið 2012. Frá árinu 2016 hefur hún verið í sambandi með enska leikaranum Orlando Bloom.

Katy Perry fæddist 25. október 1984 sem Katheryn Elizabeth Hudson í Santa Barbara, Kaliforníu. Hún er annað barn foreldra sinna en þau eru bæði prestar.[1][2] Katy á eldri systur og yngri bróður.[3][4] Móðir hennar hetir Mary Hudson (áður Perry) og ólst hún upp í Suður-Kaliforníu. Frænka og frændi Katy í móðurættina voru handritshöfundurinn Eleanor Perry og leikstjórinn Frank Perry.[5] Perry er af portúgölskum og þýskum ættum.[6]

Perry tengdist prestsstörfum foreldra sinna náið. Hún söng í kirkjunni þeirra þegar hún var 9-17 ára.[7] Hún ólst upp við að hlusta á gospeltónlist og var ekki leyft að hlusta á það sem móðir hennar kallaði „veraldlega tónlist“.[8] Perry gekk í kristilega skóla og fór í kristnar sumarbúðir.[2][9] Sem barn lærði hún að dansa í afþreyingarbúðum í Santa Barbara. Kennararnir voru vel menntaðir og byrjaði hún á að læra swing, Lindí hopp, og jitterbug.[10] Hún tók GED-próf eftir fyrsta árið í menntaskóla og ákvað að hætta í skóla til að láta reyna á feril í tónlist.[11] Perry byrjaði upphaflega að syngja „vegna þess að ég var á þeim tímapunkti í æskunni þar sem ég var að herma eftir systur minni og gerði allt sem hún gerði.“ Systir hennar æfði sig með kassettum og Perry hlustaði á þessar kassettur sjálf þegar systir hennar var ekki heima. Hún æfði lög og flutti þau fyrir foreldra sína sem lögðu til að hún myndi fara í söngtíma. Hún greip tækifærið og byrjaði í tímum 9 ára og hætti 16 ára.[12] Hún skráði sig í tónlistarakademíuna í Santa Barbara og lærði ítalskan óperusöng í stuttan tíma.

2001: Katy Hudson

[breyta | breyta frumkóða]

Áður en Perry var þekkt undir nafninu Katy Perry kenndi hún sig við Katy Hudson. Perry gaf út sína fyrstu stúdíóplötu 6. mars 2001 sem kallast Katy Hudson.[13][14] Á þessum tíma var Perry óþekkt almenningi en fékk þó ágæt ummæli frá gagnrýnendum. Það var útgáfufélagið Red Hill Records sem gaf plötuna út en félagið varð stuttu seinna gjaldþrota. Áður en félagið varð gjaldþrota seldist platan einungis í rúmum 200 eintökum.[15][16] Platan er með kristilega stefnu og fjallar um trú söngkonunar á Guði. Eftir að Perry varð þekkt poppstjarna seldist platan í fleiri eintökum.

2007–2009: One of the Boys

[breyta | breyta frumkóða]

Í apríl 2007 skrifaði Perry undir samning við útgáfufélagið Capitol Records og fékk þar af leiðandi sviðsnafnið Katy Perry.[17] Í nóvember 2007 gaf hún út lagið „Ur so Gay“.[18] Capitol Records fékk Dr. Luke og Perry til að vinna saman og unnu þau að mörgum vinsælum lögum á borð við „I Kissed a Girl“ og „Hot n Cold“.

Perry gaf út sitt fyrsta lag við plötuna One of the Boys þann 28. apríl 2008 sem heitir „I Kissed a Girl“.[19] Lagið skaut henni upp á stjörnuhimininn sem poppstjarna en hlaut töluverða gagnrýni af trúfélögum vegna skilaboða í textanum.[20] Laginu gekk hinsvegar vel á vinsældalistum á náði fyrsta sæti á Billboard Hot 100.[21]

Þann 17. júní 2008 gaf hún út fyrstu plötuna sína undir nafninu Katy Perry, One of the Boys, og náði hún níunda sæti á Billboard 200 listanum en toppaði vinsældalista í löndum eins og í Þýskalandi, Kanada, Hollandi og Austurríki.[22][23] Platan var lengi í undirbúningi og var tekin upp á árunum 2003–2008 en hún hefur verið seld í meira en 7 milljónum eintaka í dag.[24] Í september gaf hún síðan út lagið „Hot n Cold“ sem náði einnig miklum vinsældum og náði hæst 3. sæti á Billboard Hot 100 listanum.[25] Smáskífurnar „Thinking of You“ og „Waking up in Vegas“ fylgdu síðan í kjölfarið árið 2009.

2010–2012: Teenage Dream

[breyta | breyta frumkóða]
Perry í Sydney á frumsýningu heimildarmyndarinnar Katy Perry: Part of Me árið 2012

Þann 7. maí 2010 gaf Perry út lagið „California Gurls“ með Snoop Dogg.[26] Lagið var fyrsta smáskífan af plötunni hennar Teenage Dream. Lagið náði miklum vinsældum á var á toppi vinsældalista víðsvegar um heiminn.[27] Í júlí gaf hún síðan út lagið „Teenage Dream“ sem einnig náði fyrsta sætinu á vinsældalistum.[28] Platan Teenage Dream skaust beint í fyrsta sæti á Billboard 200 listanum en platan hefur verið seld í meira en 6 milljónum eintaka.[29] Í október gaf Perry út lagið „Firework“ sem, eins og hin tvö lögin, náði fyrsta sæti á vinsældalistum. Þetta var þriðja samfellda lagið sem Perry gaf út sem náði fyrsta sæti.[30]

Þann 16. febrúar 2011 kom lagið „E.T.“ með Kanye West út. Lagið dvaldi næstu fimm vikum í fyrsta sæti vinsældalistans.[31] Í júní 2011 af hún síðan út lagið „Last Friday Night (T.G.I.F.)“. Þetta var fimmta samfellda lagið hennar sem fór í fyrsta sæti á Billboard Hot 100 listanum.[32]

Perry er eina konan sem hefur átt fimm lög af sömu plötunni sem hafa verið í fyrsta sæti á listanum. Aðeins Michael Jackson hefur gert það áður af plötunni hans Bad.[33] Sjötta smáskífan af plötunni fylgdi í október og náði hún þriðja sæti listans. Þar með hefur hún náð 6 lögum af sömu plötunni í topp 5. Aðeins tveir aðrir listamenn höfðu náð þessum árangri áður, þau Janet Jackson og George Michael.[34][35]

Í kjölfar útgáfu plötunnar hélt Perry í tónleikaferðalag sem stóð frá febrúar 2011 til janúar 2012. Tónleikaferðalagið skilaði 59,5 milljónum dollara í tekjur.[36] Þann 23. mars 2012 gaf útgáfufélag Perry út plötuna Teenage Dream: The Complete Confession.[37] Tvær nýjar smáskífur fylgdu í kjölfarið. „Part of Me“ fór beint í fyrsta sæti vinsældalistans.[38] Lagið „Wide Awake“ kom síðar út og komst hæst í annað sæti listans.[39]

Í október 2010 giftist Perry leikaranum Russell Brand. Fjórtán mánuðum seinna tilkynnti Brand að þau ætluðu að sækja um skilnað.[40]

2013–2015: Prism

[breyta | breyta frumkóða]
Perry á tónleikaferðalaginu Prismatic World Tour árið 2014

Perry byrjaði að vinna að sinni þriðju plötu Prism í nóvember 2012.[41] Fyrsta smáskífa plötunnar, „Roar“, kom út í ágúst árið 2013 og náði fyrsta sæti Billboard listans.[42] Tveim mánuðum seinna kom út önnur smáskífa Prism, „Unconditionally“, en hún náði 14. sæti vinsældalistans.[43] Platan sjálf kom út 18. október 2013 og fékk hún góð viðbrögð frá gagnrýnendum og náði fyrsta sætinu á Billboard 200.[44]

Í desember 2013 gaf Perry út þriðju smáskífuna af plötunni, „Dark Horse“. Með henni rappar Juicy J.[45] Lagið var hennar níunda sem náði fyrsta sætinu á Billboard listanum.[46] Árið 2014 fylgdu tvær aðrar smáskífur út, „Birthday“ og „This Is How We Do“.[47][48] Bæði lögin komust í topp 25 á listanum.[25]

Eftir útgáfu plötunnar hélt Perry í sitt þriðja tónleikaferðalag um heiminn.[49] Næstum því tvær milljónir miða voru seldir á tónleikana. Gróði tónleikana var um 204 milljónir dollara.[50]

Þann 1. febrúar 2015 var Perry fengin til þess að spila sem hálfleiksatriði í Ofurskálinni.[51] Hún fékk mjög góð viðbrögð fyrir framkomu sína og horfðu meira en 118 milljónir manna á atriðið hennar. Það eru fleiri manns en horfðu á sjálfan leikinn en það voru 114 milljón manns. Ekkert hálfleiksatriði hafði fengið jafn mikið áhorf og þegar Perry kom fram í sögu Ofurskálarinnar.[52]

2016–2018: Witness

[breyta | breyta frumkóða]
Perry á tónleikaferðalaginu Witness: The Tour árið 2017

Í júní 2016 byrjaði Perry að semja lög fyrir sína fjórðu plötu.[53] Sama mánuð kom út lagið „Rise“ sem var samið fyrir Ólympíuleikana. Lagið var hins vegar ekki partur af komandi plötu.[54] Þetta var hennar fyrsta lag síðan 2014 en lagið náði 11. sæti á Billboard listanum.[25]

Þann 10. febrúar 2017 kom út fyrsta smáskífa af komandi plötu, „Chained to the Rhythm“ og var rapparinn Skip Marley með henni í laginu.[55] Laginu gekk vel, og var spilað yfir 3 milljón sinnum á Spotify á 24 tímum sem var met fyrir mestar spilanir á einum sólarhring fyrir söngkonu.[56] Lagið fór hæst í fjórða sæti vinsældalistans í Bandaríkjunum.[25] Önnur smáskífan, „Bon Appétit“ með Migos kom út í apríl 2017.[57] Tónlistarmyndbandið við lagið fékk mikla gagnrýni,[58] en þar sést meðal annars í nýja hárgreiðslu á söngkonunni. Svarta hárið sem hún var með á fyrri plötum var horfið og ný, stutt, hvít hárgreiðsla hafði komið í staðinn. Þriðja smáskífan, „Swish Swish“ með Nicki Minaj kom út í maí.[59] Í tónlistarmyndbandinu má meðal annars sjá vaxtartröllið Hafþór Júlíus halda á Perry á meðan þau spila körfubolta.[60] Lögin „Bon Appétit“ og „Swish Swish“ náðu ekki jafn góðum árangri á vinsældalistum eins og fyrri lög Perry þar sem hið fyrrnefnda náði 56. sæti og hið síðarnefnda náði 46. sæti.[25]

Fjórða plata Perry, Witness, kom út 9. júní 2017 og fékk þónokkra gagnrýni frá gagnrýnendum.[61] Platan skaust beint í fyrsta sætið á Billboard 200 listanum.[62] Eftir útgáfu plötunnar var Perry með fjögurra daga streymi af sér þar sem hún svaraði spurningum aðdáenda. Streymið endaði með tónleikum þann 12. júní.[63] Hún hóf líka tónleikaferðalag sem byrjaði í september 2017 og stóð til ágúst 2018.[64]

Perry var með í lagi Calvin Harris, „Feels“, sem kom út 15. júní 2017. Ásamt þeim tveim voru þeir Big Sean og Pharrell Williams með í för.[65] Perry fék samtals 25 milljónir dollara í laun fyrir að vera dómari í næstu seríu af American Idol sem kom út í mars 2018.[66] Snemma árs 2016 byrjaði Perry með leikaranum Orlando Bloom og trúlofuðust þau í febrúar 2019.[67]

2019–2020: Smile

[breyta | breyta frumkóða]
Perry á iHeartRadio Music Awards árið 2019

Í janúar 2019 gaf Perry út lagið „365“ í samstarfi við Zedd.[68] Mánuði seinna var hún partur af remixi við lagið „Con Calma“ með Daddy Yankee og Snow.[69] Í lok maí 2019 gaf Perry út lagið „Never Really Over“ og var það vel tekið af gagnrýnendum. Lagið náði 15. sæti Billboard listans og var það streymt yfir 15,8 milljón sinnum fyrstu vikuna. Bæði lögin „365“ og „Never Really Over“ voru á þessum tíma ekki partur af neinni skipulagðri plötu. Seinna meir varð „Never Really Over“ hluti af væntanlegri plötu en „365“ varð það ekki. Í júní 2019 kom Perry fram í tónlistarmyndbandi Taylor Swift við lagið „You Need to Calm Down“. Voru þetta mikil tíðindi þar sem söngkonurnar tvær höfðu átt í deilum undanfarin ár.[70] Þann 9. ágúst 2019 kom lagið „Small Talk“ út en náði það ekki miklum vinsældum meðal almennings og komst einungis í 83. sæti á vinsældalistanum í Bandaríkjunum.[71] Í október gaf söngkonan síðan út lagið „Harleys in Hawaii“ en lagið náði ekki að komast inn á Billboard Hot 100 listann en sat í 10. sæti á Bubbling Under Hot 100 listanum.[72]

Þann 5. mars 2020 gaf Perry út tónlistarmyndband við lagið „Never Worn White“. Í myndbandinu tilkynnir söngkonan að hún eigi von á sínu fyrsta barni með unnusta sínum Orlando Bloom.[73] Perry og Bloom ætluðu að gifta sig í Japan um sumarið en af sökum COVID-19 heimsfaraldursins varð ekkert úr því. Þann 15. maí 2020 kom fyrsta eiginlega smáskífan af komandi plötu, lagið „Daisies“. Samkvæmt Perry hefði tónlistarmyndbandið átt að vera stærra en það var, en af sökum aðstæðna í heiminum var bara unnið með það sem var hægt að vinna með. Önnur smáskífa af komandi plötu kom út tveim mánuðum seinna og hét lagið „Smile“.[74]

Í ágúst 2020 kom síðan platan út, einnig nefnd Smile. Platan fékk misgóða gagnrýni og komst hæst í 5. sæti á Billboard 200 listanum.[75] Þetta var hennar fyrsta plata sem náði ekki fyrsta sæti síðan One Of The Boys, sem náði 9. sæti. Tveim dögum áður en platan kom út eignaðist Perry sitt fyrsta barn. Dóttir hennar fékk nafnið Daisy Dove Bloom.[76] Í desember 2020 kom smáskífan „Not the End of the World“ út. Leikkonan Zooey Deschanel lék Perry í tónlistarmyndbandinu.[77]

Síðan 2021: Play

[breyta | breyta frumkóða]

Í janúar 2021 söng Perry lagið sitt „Firework“ á innsetningarathöfn Joe Biden.[78] Í maí 2021 tilkynnti Perry að hún myndi halda átta tónleika frá desember 2021 til janúar 2022 í Las Vegas. Myndi þessi tónleikaröð kallast Play. Þann 13. maí 2021 gaf Perry út lagið „Electric“ en lagið er gefið út í tilefni 25 ára afmæli Pokémon.[79]

Í september 2023 seldi Perry réttinn að tónlistinni hennar til Litmus Music fyrir 225 milljónir Bandaríkjadala.[80]

Útgefið efni

[breyta | breyta frumkóða]

Breiðskífur

[breyta | breyta frumkóða]
  • Katy Hudson (2001)
  • One of the Boys (2008)
  • Teenage Dream (2010)
  • Prism (2013)
  • Witness (2017)
  • Smile (2020)

Endurútgáfur

[breyta | breyta frumkóða]
  • Teenage Dream: The Complete Confection (2012)

Stuttskífur

[breyta | breyta frumkóða]
  • Ur So Gay (2007)
  • The Hello Katy Australian Tour EP (2009)
  • MTV Unplugged (2009)
  • Camp Katy (2020)
  • Scorpio SZN (2020)
  • Empowered (2020)
  • Cosmic Energy (2020)

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Perry 2012, 05:23.
  2. 2,0 2,1 Friedlander 2012, bls. 15
  3. Martins, Chris (4. september 2012). „Katy Perry's Lil Bro Hudson Would Like to Be a Pop Star Too“. Spin. Afrit af uppruna á 2. maí 2014. Sótt 30. apríl 2014.
  4. Friedlander 2012, bls. 7
  5. Robinson, Lisa (3. maí 2011). „Katy Perry's Grand Tour“. Vanity Fair. Afrit af upprunalegu geymt þann 25. október 2014. Sótt 23. janúar 2014.
  6. Cowlin 2014, bls. 11, 51
  7. Hudson 2012, bls. 41
  8. Montgomery, James (24. júní 2008). „Katy Perry Dishes on Her 'Long And Winding Road' From Singing Gospel To Kissing Girls“. MTV News. Afrit af uppruna á 2. maí 2014. Sótt 15. febrúar 2009.
  9. Masley, Ed (9. janúar 2015). „Katy Perry talks Super Bowl, Scottsdale childhood“. The Arizona Republic. Sótt 9. janúar 2015.
  10. Summers 2012, bls. 37
  11. Spencer, Amy (6. janúar 2010). „Katy Perry (she kisses boys, too!)“. Glamour. Afrit af uppruna á 11. ágúst 2014. Sótt 9. ágúst 2014.
  12. Friedlander 2012, bls. 8, 18
  13. Erlewine, Stephen Thomas. „Katy Hudson – Katy Hudson“. AllMusic. Afrit af uppruna á 26. desember 2013. Sótt 27. desember 2013.
  14. Monroe, Blaire (17. september 2015). „Remember When Katy Perry Was a Christian Music Artist?“. Complex. Afrit af uppruna á 4. mars 2016. Sótt 19. febrúar 2016.
  15. Summers 2012, bls. 10–11
  16. Price, Deborah Evans (1. desember 2001). „Doors close in Pamplin's beleaguered music division“. Billboard. Sótt 6. ágúst 2014.
  17. „Correction to the interview with Chris Anokute“. HitQuarters. 21. janúar 2011. Afrit af upprunalegu geymt þann 13. júlí 2014. Sótt 29. apríl 2014.
  18. Friedlander 2012, bls. 58, 61
  19. „I Kissed a Girl“. Rolling Stone. 30. júlí 2014. Afrit af uppruna á 8. nóvember 2014. Sótt 24. október 2014.
  20. Vena, Jocelyn (20. ágúst 2008). „Katy Perry Responds To Rumors of Parents' Criticism: 'They Love And Support Me'. MTV News. Afrit af uppruna á 13. desember 2013. Sótt 29. apríl 2014.
  21. Cohen, Jonathan (14. ágúst 2008). „Rihanna Topples Katy Perry on Hot 100“. Billboard. Afrit af uppruna á 31. júlí 2013. Sótt 15. mars 2014.
  22. One of the Boys by Katy Perry“. Metacritic. Afrit af upprunalegu geymt þann 14. nóvember 2012. Sótt 6. mars 2009.
  23. „Katy Perry – Chart history: Billboard 200“. Billboard. Afrit af uppruna á 13. júlí 2014. Sótt 2. mars 2009.
  24. Kaufman, Gil (26. ágúst 2010). „Katy Perry, Fantasia look to unseat Eminem on charts“. MTV News. Afrit af uppruna á 30. mars 2016. Sótt 28. febrúar 2016.
  25. 25,0 25,1 25,2 25,3 25,4 „Katy Perry – Chart history: The Hot 100“. Billboard. Afrit af uppruna á 29. júní 2014. Sótt 26. júní 2014.
  26. Montgomery, James (7. maí 2010). „Katy Perry Debuts New Single 'California Gurls'. MTV News. Afrit af uppruna á 12. september 2014. Sótt 21. september 2014.
  27. Ítarupplýsingar um „California Gurls“:
  28. Pietroluongo, Silvio (8. september 2010). „Katy Perry's 'Teenage Dream' Dethrones Eminem on Hot 100“. Billboard. Afrit af uppruna á 8. september 2014. Sótt 31. júlí 2014.
  29. Michaels, Sean (30. júlí 2013). „Katy Perry announces new album, Prism, on side of golden lorry“. The Guardian. Afrit af uppruna á 19. ágúst 2016. Sótt 20. júní 2016.
  30. Pietroluongo, Silvio (8. desember 2010). „Katy Perry's 'Firework' Shines Over Hot 100“. Billboard. Afrit af uppruna á 12. febrúar 2013. Sótt 8. desember 2010.
  31. Trust, Gary (30. mars 2011). „Katy Perry's 'E.T.' Rockets To No. 1 on Hot 100“. Billboard. Afrit af uppruna á 8. maí 2013. Sótt 30. mars 2011.
  32. „FMQB: Radio Industry News, Music Industry Updates, Nielsen Ratings, Music News and more!“. FMQB. 6. júní 2011. Afrit af upprunalegu geymt þann 5. júlí 2011. Sótt 21. september 2014.
  33. Trust, Gary (17. ágúst 2011). „Katy Perry Makes Hot 100 History: Ties Michael Jackson's Record“. Billboard. Afrit af uppruna á 30. mars 2013. Sótt 17. ágúst 2011.
  34. „Available for Airplay (10/11)“. FMQB. Afrit af upprunalegu geymt þann 17. október 2011. Sótt 22. september 2014.
  35. Trust, Gary (14. desember 2011). „Katy Perry's 'Teenage Dream' Yields Sixth Hot 100 Top Five Hit“. Billboard. Sótt 3. nóvember 2012.
  36. „Top 25 Worldwide Tours (01/01/2011 – 12/31/2011)“ (PDF). Pollstar. 28. desember 2011. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 7. apríl 2012. Sótt 28. desember 2011.
  37. „Teenage Dream: The Complete Confection“. iTunes Store. 23. mars 2012. Afrit af uppruna á 17. júlí 2014. Sótt 31. júlí 2014.
  38. Trust, Gary (22. febrúar 2012). „Katy Perry's 'Part of Me' Debuts Atop Hot 100“. Billboard. Sótt 12. nóvember 2017.
  39. Lipshutz, Jason (9. ágúst 2013). „Katy Perry's 10 Biggest Billboard Hits“. Billboard. Afrit af uppruna á 11. október 2014. Sótt 21. október 2014.
  40. Freydkin, Donna (30. desember 2011). „Russell Brand, Katy Perry call it quits“. USA Today. Afrit af uppruna á 8. ágúst 2014. Sótt 7. ágúst 2014.
  41. Prism by Katy Perry“. Metacritic. Afrit af uppruna á 9. desember 2013. Sótt 15. nóvember 2013.
  42. Trust, Gary (4. september 2013). „Katy Perry Dethrones Robin Thicke Atop Hot 100“. Billboard. Afrit af uppruna á 6. september 2013. Sótt 4. september 2013.
  43. Trust, Gary (17. febrúar 2014). „Ask Billboard: Katy Perry Regains No. 1 Momentum“. Billboard. Afrit af uppruna á 11. október 2014. Sótt 27. september 2014.
  44. Bell, Amanda (14. ágúst 2015). „Katy Perry Just Gave The Middle Finger Send-Off To Her Prism Era“. MTV News. Afrit af uppruna á 17. september 2015. Sótt 13. september 2015.
  45. „Dark Horse (feat. Juicy J)“. Rolling Stone. 30. júlí 2014. Afrit af uppruna á 22. október 2014. Sótt 21. október 2014.
  46. Trust, Gary (29. janúar 2014). „Katy Perry's 'Dark Horse' Gallops to No. 1 on Hot 100“. Billboard. Afrit af uppruna á 31. janúar 2014. Sótt 29. janúar 2014.
  47. Wass, Mike (7. júní 2017). „Should Have Been Bigger: Katy Perry's "Birthday". Idolator. Afrit af upprunalegu geymt þann maí 13, 2024. Sótt 27. október 2017.
  48. Strecker, Erin (24. júlí 2014). „Katy Perry Releases Lyric Video For New Single 'This Is How We Do'. Billboard. Afrit af uppruna á 27. júlí 2014. Sótt 24. júlí 2014.
  49. Lipshutz, Jason (18. nóvember 2013). „Katy Perry Announces First 'PRISMATIC' World Tour Dates“. Billboard. Afrit af uppruna á 20. febrúar 2014. Sótt 29. apríl 2014.
  50. Gróðinn var $153,3 milljónir frá 1.407.972 miðum árið 2014 og $51 milljónir frá 576.531 miðum árið 2015.
  51. „Katy Perry confirmed to perform at Super Bowl halftime show“. CBS News. 23. nóvember 2014. Afrit af uppruna á 24. nóvember 2014. Sótt 24. nóvember 2014.
  52. Angert, Alex (3. febrúar 2015). „Super Bowl XLIX: How Brady, Belichick and Katy Perry's shark ensured the records tumbled“. Guinness World Records. Afrit af uppruna á 17. nóvember 2015. Sótt 14. nóvember 2015.
  53. „Grammys 2017: Katy Perry On The Meaning Behind 'Chained To The Rhythm'. Access Hollywood. 12. febrúar 2017. Afrit af uppruna á 21. maí 2017. Sótt 5. maí 2017.
  54. „NBC Olympics Features New Katy Perry Anthem "Rise". NBC Sports. 14. júlí 2016. Afrit af uppruna á 18. júlí 2016. Sótt 14. júlí 2016.
  55. Perry, Katy. „Chained to the Rhythm (feat. Skip Marley) – Single“. iTunes Store. Afrit af upprunalegu geymt þann 14. febrúar 2017. Sótt 14. febrúar 2017.
  56. Romano, Nick (11. febrúar 2017). „Katy Perry's 'Chained to the Rhythm' Breaks Spotify Streaming Record“. Entertainment Weekly. Sótt 16. febrúar 2017.
  57. Tom, Lauren (26. apríl 2017). „Katy Perry Unveils 'Bon Appetit' Single Art, Release Date & Migos Feature“. Billboard. Afrit af uppruna á 27. apríl 2017. Sótt 27. apríl 2017.
  58. Feeney, Nolan (28. apríl 2017). „Katy Perry's 'Bon Appétit' Is a Stupid-Fun Feast“. Entertainment Weekly. Afrit af uppruna á 28. apríl 2017. Sótt 29. apríl 2017.
  59. Moore, Sam (19. maí 2017). „Listen to Katy Perry's new song 'Swish Swish', featuring Nicki Minaj“. NME. Afrit af uppruna á 19. maí 2017. Sótt 1. september 2017.
  60. Stefán Árni Pálsson (24. ágúst 2017). „Katy Perry spilar körfubolta við kafloðinn Hafþór Júlíus“. Vísir.
  61. „Witness by Katy Perry“. Metacritic. Sótt 9. júní 2017.
  62. Caulfield, Keith (18. júní 2017). „Katy Perry Scores Third No. 1 Album on Billboard 200 Chart With 'Witness'. Billboard. Afrit af uppruna á 19. júní 2017. Sótt 18. júní 2017.
  63. Stutz, Colin (9. júní 2017). „Katy Perry YouTube Live Stream Wraps Monday With Live Concert; James Corden, Sia & More Guests to Pop In“. Billboard. Afrit af uppruna á 10. júní 2017. Sótt 10. júní 2017.
  64. Roth, Madeline (17. ágúst 2017). „Katy Perry Has Good News And Bad News About Her Witness Tour“. MTV News. Afrit af upprunalegu geymt þann ágúst 17, 2017. Sótt 18. ágúst 2017.
  65. Findlay, Mitch (14. júní 2017). „Calvin Harris Announces Single With Big Sean, Pharrell, & Katy Perry“. HotNewHipHop. Afrit af upprunalegu geymt þann 22. júní 2017. Sótt 14. júní 2017.
  66. O'Connell, Michael (3. ágúst 2017). 'American Idol' Producer Talks Revival Salaries, New ABC Home“. The Hollywood Reporter. Sótt 23. ágúst 2017.
  67. Enos, Morgan (30. apríl 2018). „A Timeline of Katy Perry and Orlando Bloom's Relationship“. Billboard. Afrit af uppruna á 6. október 2018. Sótt 6. október 2018.
  68. Bloom, Madison (14. febrúar 2019). „Zedd and Katy Perry Share New Song and Video '365': Listen“. Pitchfork. Sótt 14. febrúar 2019.
  69. Fernandez, Suzette (19. apríl 2019). „Katy Perry Joins Daddy Yankee's 'Con Calma': Listen“. Billboard. Sótt 19. apríl 2019.
  70. Zemler, Emily (17. júní 2019). „Watch Taylor Swift Reunite With Katy Perry in 'You Need to Calm Down' Video“. Rolling Stone. Sótt 18. júní 2019.
  71. Smith, Lindsey (6. ágúst 2019). „Katy Perry Announces New Single 'Small Talk' Out This Friday“. iHeartRadio. Sótt 7. ágúst 2019.
  72. „Katy Perry Chart History (Bubbling Under Hot 100)“. Billboard. 29. október 2019.
  73. Barr, Sabrina (5. mars 2020). „Katy Perry pregnant: Singer confirms she is expecting a baby with Orlando Bloom“. The Independent. Sótt 7. maí 2020.
  74. Gomez, Dessi (10. júlí 2020). „Katy Perry's new single encourages listeners to 'Smile'. Los Angeles Times. Afrit af uppruna á 10. júlí 2020. Sótt 10. júlí 2020.
  75. „Smile by Katy Perry“. Metacritic. Sótt 10. september 2020.
  76. „Katy Perry and Orlando Bloom announce birth of first child Daisy Dove Bloom“. BBC. 27. ágúst 2020. Sótt 27. ágúst 2020.
  77. Rowley, Glenn (21. desember 2020). „Watch Aliens Abduct Zooey Deschanel Instead Of Katy Perry In 'Not The End Of The World' Video“. Billboard. Sótt 3. janúar 2021.
  78. Brodsky, Rachel (21. janúar 2021). 'Katy Perry came and delivered': Singer closes inauguration concert with explosive fireworks display“. The Independent. Sótt 27. febrúar 2020.
  79. Mamo, Heran (11. maí 2021). „Katy Perry Announces 'Electric' Song Collab With Pokémon“. Billboard. Sótt 11. maí 2021.
  80. Sólrún Dögg Jósefsdóttir (19. september 2023). „Katy Perry seldi réttinn að tón­list sinni fyrir þrjá­tíu milljarða“. Vísir.