Hafþór Júlíus Björnsson
Hafþór Júlíus Björnsson (fæddur 26. nóvember 1988) er íslenskur kraftlyftingarmaður og leikari. Hafþór lék persónuna Gregor Clegane, öðru nafni „fjallið“, í síðustu fimm þáttaröðum sjónvarpsþáttanna Game of Thrones á HBO. Hann er einnig fyrrverandi atvinnumaður í körfubolta.
Hafþor Július Björnsson | |
---|---|
![]() | |
Fæddur | 26. nóvember 1988 |
Ár virkur | 2010-20 (kraftlyftingarmaður) |
Hæð | 2,06 |
Maki | Kelsey Henson (2018-) |
Íþróttaferill[breyta | breyta frumkóða]
Körfubolti[breyta | breyta frumkóða]
Hafþór fæddist í Reykjavík og byrjaði körfuboltaferil sinn árið 2004 með Breiðabliki og flutti svo til FSu árið 2005. Hann fór til KR í úrvalsdeildinni 2006 áður en hann sneri aftur til FSu árið 2007. Hann hjálpaði FSu að komast í úrvalsdeildina en ferill hans styttist árið 2008 vegna endurtekinna meiðsla á ökkla. Í kjölfarið hóf hann feril í kraftlyftingum.
Kraftlyftingar[breyta | breyta frumkóða]
Hafþór vann sterkasta manninn á Íslandi árið 2010, og sterkasta mann Íslands árið 2011. Hann vann sterkasta mann Evrópu 2014, afrek sem hann endurtók 2015, 2017, 2018 og 2019. Hann vann gull á Arnold Strongman Classic árið 2018 , 2019 og 2020. Hafþór keppti fyrst í sterkasta manni heims árið 2011 og varð í sjötta sæti. Hann vann þrjú brons og þrjú silfurverðlaun í næstu sex tilraunum sínum áður en hann var krýndur meistari árið 2018. Hann er sá fyrsti sem hefur unnið Arnold Strongman Classic, sterkasta mann Evrópu og sterkasta mann heims á sama almanaksári.
Í maí 2020, lyfti Hafþór 501 kílóum, sem er met, í líkamsræktarstöð sinni á Íslandi.