Fara í innihald

Pokémon

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Boeing 747-400 flugvél á vegum All Nippon Airways skrýdd myndum af Pokémonum.

Pokémon (ポケットモンスター, Poketto Monsutā), á íslensku oft skrifað Pókemon, er fyrirbæri skapað af Satoshi Tajiri árið 1995 sem tölvuleikjarisinn Nintendo hefur einkaumboð á. Frá því að það var upphaflega gefið út á Game Boy hefur Pokémon-fyrirbærið orðið næst velgengnasta tölvuleikjasería í heimi á eftir Maríó-seríunni.[1] Síðar hafa verið búnir til anime-þættir, manga-bækur, safnspil, leikföng, bækur og margt annað úpp úr Pokémon-seríunni.

Um Pokémona[breyta | breyta frumkóða]

Pokémonarnir sjálfir eru verur sem líkjast ýmsum raunverulegum dýrum. Upprunalegu Pokémonarnir voru 151 talsins en eru þeir núna 809. Í Pokémon-heiminum eru til pokéboltar sem eru holar kúlur sem hægt er að opna og kalla Pokémoninn þangað inn. Þeir eru síðan látnir berjast af mennskum pokémon-þjálfurum. Flestir Pokémonar geta þróast milli stiga líkt og mörg dýr (eins og lirfa verður að púpu sem verður svo að fiðrildi), en flestir þeirra geta þróast af einu stigi yfir á annað (t.d. Caterpie - Metapod - Butterfree) og breytast í útliti og fá nýja krafta á hverju stigi.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Boyes, Emma (2007-01-10). „UK paper names top game franchises“. GameSpot. GameSpot UK. Sótt 26. febrúar 2007.
  Þessi anime/mangagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.