Fara í innihald

KR-klúbburinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá KR-Klúbburinn)
KR-klúbburinn
Stofnun11. mars 1993
LykilmennPáll Kristjánsson (formaður)
MóðurfélagKR
VefsíðaKR.is/KR-Klúbburinn Geymt 23 júní 2008 í Wayback Machine

KR-klúbburinn er klúbbur stuðningsmanna KR, stofnaður hinn 11. mars 1993. Markmið klúbbsins hefur verið frá fyrsta degi að auka tengsl hins almenna stuðningsmanns við félagið auk þess að efla samheldni og veita leikmönnum stuðning með öflugri starfsemi innan vallar sem utan. KR-klúbburinn hefur lengi staðið að opnu húsi fyrir heimaleiki KR þar sem m.a. hefur verið boðið uppá veitingar.[1]

Ársmiðar og KR-klúbbs kort fyrir tímabilið 2008

Það var þann 11. mars árið 1993 sem stuðningsmenn knattspyrnudeildar KR boðuðu til fundar í félagsheimili KR. Á þeim fundi var KR-klúbburinn stofnaður. Þrátt fyrir að félagið hafi allt frá upphafi notið öflugs stuðnings var þetta í fyrsta skipti sem stuðningsmenn KR stofnuðu með sér samtök, því lengst af voru það einungis gamlir, "innvígðir" KR-ingar sem höfðu starfað hjá KR. Fyrsti formaður KR-klúbbsins var Hafsteinn Egilsson og varaformaður Kristján Ingi Einarsson[1]

Skömmu eftir stofnun klúbbsins hóf hann að gefa út fréttabréf auk þess sem klúbburinn tók að sér sölu minjagripa og halda opin hús á heimaleikjum KR. KR-klúbburinn tók einnig uppá því að heiðra leikmenn KR sem hafa spilað 150 leiki eða skarað fram úr fyrir félagið. Fyrsti heiðursmaður KR-klúbbsins var Atli Eðvaldsson og fljótlega eftir það fylgdu Gunnar Skúlason og Kristrún Heimisdóttir.

KR-klúbburinn hefur nú í áraraðir staðið fyrir rútuferðum á útileiki, ókeypis barnapössun á heimaleikjum, opnum húsum á heimaleikjum og lukkupollum, þar sem börn félagsmanna geta fengið að fylgja leikmönnum meistaraflokks út á völlinn í byrjun leiks.

Ársmiðar KR-klúbbs frá upphafi. Frá 1993-2000 voru kortin notuð sem aðgöngumiðar að hverjum heimaleik en vegna þess hversu oft menn svindluðu með þau var skipt yfir í það form sem nú er við lýði, þar sem miðar eru rifnir úr bókinni fyrir hvern leik. Einn ársmiði er þarna fyrir körfuboltann í KR

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 Ellert B. Schram (ábyrgðarmaður, margir höfundar) (1999). Fyrsta öldin - saga KR í 100 ár (bls 227). Knattspyrnufélag Reykjavíkur. ISBN 9979-60-439-5.