Fara í innihald

Atli Eðvaldsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Atli Eðvaldsson
Upplýsingar
Fullt nafn Atli Eðvaldsson
Fæðingardagur 3. mars 1957(1957-03-03)
Fæðingarstaður    Reykjavík, Ísland
Dánardagur    2. september 2019
Dánarstaður    Reykjavík, Ísland
Hæð 1,88 m
Leikstaða Miðjumaður
Meistaraflokksferill1
Ár Lið Leikir (mörk)
1974-1980 Valur 93 (31)
1980-1981 Borussia Dortmund 30 (11)
1981-1985 Fortuna Düsseldorf 122 (38)
1985-1988 KFC Uerdingen 05 72 (10)
1988-1989 TuRU Düsseldorf 23 (6)
1989-1990 Gençlerbirliği 23 (4)
1990-1993 KR 48 (16)
1993 HK 11 (1)
Landsliðsferill
1974
1978
1976-1991
Ísland U19
Ísland U21
Ísland
2 (0)
1 (0)
70 (8)
Þjálfaraferill
1995–1996
1997
1998–1999
1999–2003
2005–2006
2009
2013
2014
2017-2018
ÍBV
Fylkir
KR
Ísland
Þróttur
Valur
Reynir Sandgerði
Afturelding
Kristianstad FC

1 Leikir með meistaraflokkum og mörk
talið í aðaldeild liðsins.

Atli Eðvaldsson (fæddur 3. mars, 1957; látinn 2. september, 2019) var íslenskur knattspyrnumaður og þjálfari.

Atli hóf ferilinn með Val en spilaði í þýsku Bundesliga meðal annars með Fortuna Düsseldorf og Borussia Dortmund. Atli skoraði eitt sinn 5 mörk fyrir Düsseldorf og var fyrsti útlendingur í efstu deild til að gera slíkt.

Atli gerðist þjálfari eftir ferilinn og þjálfaði ýmis íslensk lið og Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu. Síðast þjálfaði hann Kristianstad FC í Svíþjóð 2018. Hann spilaði 70 leiki fyrir landsliðið.

Fjölskylda Atla hefur verið viðriðin knattspyrnu: Faðir hans Evald Mikson (íslenskað: Eðvald Hinriksson) spilaði með eistneska landsliðinu sem markmaður, Jóhannes Eðvaldsson bróðir hans spilaði m.a. með Glasgow Celtic. Dóttir hans Sif Atladóttir spilar með Kristianstad í Svíþjóð og landsliðinu í knattspyrnu og sonur hans Emil Atlason í íslenska boltanum.

Atli lést úr krabbameini árið 2019.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.