Hringjarinn í Notre-Dame (kvikmynd frá 1996)
Hringjarinn í Notre-Dame | |
---|---|
The Hunchback of Notre Dame | |
Leikstjóri | Gary Trousdale Kirk Wise |
Handritshöfundur | Tab Murphy Irene Mecchi Bob Tzudiker Noni White |
Byggt á | Maríukirkjan í París eftir Victor Hugo |
Framleiðandi | Don Hahn |
Leikarar | Tom Hulce Demi Moore Bill Fagerbakke Kevin Kline Paul Kandel Jason Alexander Charles Kimbrough Mary Wickes David Ogden Stiers |
Klipping | Ellen Keneshea |
Tónlist | Alan Menken |
Frumsýning | 22. 7 1996 30. 12 1996 |
Lengd | 91 mínútur |
Land | Bandaríkin |
Tungumál | Enska |
Ráðstöfunarfé | 100 milljónir USD |
Heildartekjur | 325,3 milljónir USD |
Framhald | Hringjarinn í Notre-Dame 2: leyndarmál bjöllunnar |
Hringjarinn í Notre-Dame (enska: The Hunchback of Notre-Dame) er bandarísk teiknimynd framleidd af Walt Disney Feature Animation. Myndin er lauslega byggð á skáldsögunni Maríukirkjan í París eftir franska rithöfundinn Victor Hugo frá 1831. Myndin var frumsýnd þann 22. 7 1996.
Kvikmyndin var þrítugasta og fjórða kvikmynd Disney-kvikmyndaversins í fullri lengd. Leikstjórar myndarinnar voru þeir Gary Trousdale og Kirk Wise. Framleiðandinn var Don Hahn. Handritshöfundar voru Tab Murphy, Irene Mecchi, Bob Tzudiker, Noni White og Jonathan Roberts. Tónlistin í myndinni er eftir Alan Menken og Stephen Schwartz. Árið 2002 var gerð framhaldsmynd, Hringjarinn í Notre-Dame 2: leyndarmál bjöllunnar, sem var aðeins dreift á mynddiski.
Íslensk talsetning
[breyta | breyta frumkóða]Hlutverk | Leikari[1] |
---|---|
Kvasímódó | Felix Bergsson |
Esmeralda | Edda Heiðrún Backman |
Kári | Helgi Skúlason (talsetning)
Jóhann Sigurðarson (söngur) |
Föbus | Hilmir Snær Guðnason |
Klópin | Guðmundur Ólafsson |
Húgó | Hjálmar Hjálmarsson |
Víktor | Pálmi Gestsson |
Laverna | Bríet Héðinsdóttir |
Erkidjákninn | Rúrik Haraldsson (talsetning)
Róbert Arnfinnsson (söngur) |
Brutish | Stefán Jónsson |
Oafish | Hallur Helgason |
Móðir Kvasímótós | Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir |
Gamli fangi | Pálmi Gestsson |
Hermenn & Sígaunar | Pálmi Gestsson
Hallur Helgason Guðmundur Ólafsson Stefán Jónsson |
Lög í myndinni
[breyta | breyta frumkóða]Titill | Söngvari |
---|---|
Klukkurnar f Notre Dame | Guðmundur Ólafsson
Jóhann Sigurðarson Róbert Arnfinnsson Kór |
Út á strætum | Jóhann Sigurðarson
Felix Bergsson |
Allt á hvolfi | Guðmundur Ólafsson
Kór |
Guð hjálpi smáðum | Edda Heiðrún Backman
Steinunn Olina Þorsteinsdóttir Kór |
Himneskt ljós | Felix Bergsson |
Vítiseldar | Jóhann Sigurðarson |
Svo góðux gaur | Hjálmar Hjálmarsson
Pálmi Gestsson Bríet Héðinsdóttir |
Garður kraftaverkanna | Guðmundur Ólafsson
Kór |
Tæknilega
[breyta | breyta frumkóða]Starf | Nafn |
---|---|
Leikstjórn | Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir |
Þýðandi | Þrándur Thoroddsen |
Söng-og kórstjórn | Vilhjálmur Guðjónsson |
Listrænn ráðunautur | Kirsten Saabye |
Upptökur | Stúdió Eitt |
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Hringjarinn í Notre-Dame / The Hunchback of Notre Dame Icelandic Voice Cast“. WILLDUBGURU (enska). Sótt 25. apríl 2020.