Herðablað

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Skýringarmynd af axlargrind sem sýnir viðbein og herðablöð, séð að framan
Skýringarmynd af herðablöðum (rauður litur), séð að aftan

Herðablað (fræðiheiti: scapula) er þríhyrnt bein, flatt að hluta. Skörp brún sem kallast herðakambur (spina scapulæ) liggur skáhallt eftir þveru herðablaðinu. Á herðablaðinu er krummahyrna (processus coracoideus) en það er tengisvæði eða vöðvafesta fyrir marga vöðva upphandleggjar. Axlarhyrna (acromion) myndar hápunkt axla og styður við liðhöfuð upphandleggjarbeinsins. Í herðablaðinu er liðskál fyrir liðhöfuð upphandleggjarbeins.

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.