Fara í innihald

Flokkur:Biblían

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Belgísk biblía á latínu frá 15. öld

Biblían er safn trúarrita, sem sum eru meira en 2000 ára gömul en önnur nokkru yngri. Orðið Biblía er grískt og þýðir „bækur“ (sbr. alþjóðlega orðið bibliotek).

Biblían skiptist í tvo aðalhluta, Gamla testamentið og Nýja testamentið og fjallar fyrrnefndi hlutinn um sköpun jarðar, upphaf mannfólksins, syndaflóðið, lögmálið, frelsun Ísraels og fólks hans frá Egyptalandi, afhendingu boðorðanna 10 og sýnir og vitranir spámannanna, svo eitthvað sé nefnt. Seinni hlutinn (Nýja testamentið) fjallar um fæðingu Jesú, lærisveina hans, krossfestingu hans og upprisu. Því næst fylgja ýmis bréf sem send voru af lærisveinunum og að lokum spádómsbók um endalok tilvistar okkar á jörðinni. Sumar útgáfur af biblíunni, m.a. biblía 21. aldar, skjóta svokölluðum Apókrýfuritum gamla testamentisins inn milli testamentanna.