Sódóma og Gómorra

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita

Sódóma og Gómorra eru borgir sem koma fyrir í Biblíunni. Íbúar Sódómu voru óforbætanlegir syndarar í augum Drottins, sem ákvað að lokum að tortíma borginni eins og sagt er frá í 19. kafla 1. Mósebókar. Lot, frændi Abrahams, bjó á sléttunni við borgina Sódómu. Þegar útsendarar Drottins komu til Lot bauð hann þeim að gista hjá sér þótt hann vissi ekki hverjir þeir voru. Íbúar Sódómu komu um nóttina og vildu liggja með mönnunum. Lot hélt yfir þeim verndarhendi en bauð dætur sínar, sem höfðu ekki verið við karlmann kenndar, í staðinn. Um morguninn lét Drottinn rigna yfir Sódómu og Gómorru eld og brennistein en hlífði Lot.