Tómasarkver

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Tómasarkver er kennt við Tómas postula, og er meðal apókrýfra rita Biblíunnar, eða nánar tiltekið Nýja testamentisins.

Einn merkasti handritafundur 20. aldar átti sér stað nærri bænum Nag Hammadí í Suður-Egyptalandi árið 1945. Á meðal um 40 áður óþekktra rita sem þar litu dagsins ljós, voru Tómasarguðspjall, og Tómasarkver. Tómasarkverið er þar í koptískri þýðingu, en talið er að frumtextinn hafi verið á grísku.

Tómarsarkver telst til svokallaðra opinberunarsamræðna á milli hins upprisna Jesú og lærisveina hans.

Árið 2007 kom Tómasarkver út í íslenskri þýðingu í bókinni: Frá Sýrlandi til Íslands. Arfur Tómasar postula. Þar er ítarleg umfjöllun um kverið.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • Jón Ma. Ásgeirsson og Þórður Ingi Guðjónsson: Frá Sýrlandi til Íslands. Arfur Tómasar postula. Háskólaútgáfan, Reykjavík 2007, 390 s.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]