Sjötíumannaþýðingin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sjötíumannaþýðingin (Septuaginta) er grísk þýðing Hebresku biblíunnar, gerð í Alexandríu í Egyptalandi á 2. öld f.Kr. Hún inniheldur einnig rit sem ekki teljast til helgirita í gyðingdómi sem og rit sem innan kristindóms teljast apókrýf og önnur sem ekki teljast til reglurita þótt þau hafi helgigildi. Sjötíumannaþýðingin er Gamla testamenti grísku rétttrúnaðarkirkjunnar.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.