Fara í innihald

Kaflar og vers í Biblíunni

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Upphaf Jóhannesarguðspjalls í Jakobsbiblíunni þar sem sést skiptingin í kafla og vers.

Kaflar og vers í Biblíunni eru hefðbundnar skiptingar texta Biblíunnar hjá bæði gyðingum og kristnum mönnum. Algengast er að vitna til Biblíunnar með því að nota kafla og vers, eins og til dæmis Jóh. 3.16 („Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf einkason sinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf.“) sem vísar til 16. vers 3. kafla Jóhannesarguðspjalls.

Elstu útgáfur Biblíunnar skiptast ekki með sama hætti og gert er í dag þótt það þekktist að skipta þeim í kafla (kefalaia). Núverandi kaflaskipting er frá 13. öld og skipting í númeruð vers hófst á 16. öld. Versin eru mjög mislöng og geta verið ein eða fleiri málsgreinar, eða hluti úr málsgrein. Stysta vers Biblíunnar er mögulega Jóh. 11.35 („Þá grét Jesús.“).

Versin í hebresku biblíunni eru númeruð á ögn annan hátt en í kristnum biblíum, þar sem yfirskriftir sálmanna fá sérstök númer en eru ekki númeruð í kristnum biblíum. Þannig er hebreska biblían 116 versum lengri en sú kristna. Í heild sinni er Biblían með um 1200 kafla og 31.000 vers.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.