Lilith

Lilith mesópótamískur næturdjöfull sem hafði mætur á að deyða börn og spilla sæði manna.
Í Hebresku Biblíuni[breyta | breyta frumkóða]
Lilith er þýdd sem Næturgrýlan:
- Jesaja 34:14 Urðarkettir og sjakalar skulu koma þar saman og skógartröll mæla sér þar mót. Næturgrýlan ein skal hvílast þar og finna sér þar hæli.[1]
Í gyðinga goðsögn[breyta | breyta frumkóða]
Lilith er einnig stundum talin fyrsta kona Adams, sagt er að hún hafi verið hrokafull og ekki vilja vera undir Adam komin og rifist við hann um jafnrétti í kynlífi. Þannig átti hún að hafa flogið til Rauðahafsins og getið um hundrað djöflabörn á dag. Innan kabbalatrúarinnar eru einnig til margar sögur um uppruna Liltiar.
Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]
- ↑ Judit M. Blair De-Demonising the Old Testament - An Investigation of Azazel, Lilith, Deber, Qeteb and Reshef in the Hebrew Bible. Forschungen zum Alten Testament 2 Reihe, Mohr Siebeck 2009 ISBN 3-16-150131-4
