Fara í innihald

Tanakh

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Handrit frá 12. öld á aramesku
Tanakh.

Tanakh [תנ״ך] eða Hebreska biblían er það heiti sem Gyðingar nota um rit sem kristnir nefna Gamla testamentið. Nafnið Tanakh er samsetning af skammstöfunum á upphafsstöfum hebresku nafna megintextanna, en þeir eru:

  1. Torah (hebreska: תורה) þýðir "fræðsla," "kenning," eða "lögmál". Einnig nefnt Tjumash (hebreska: חומש) Mósebækurnar eða Fimmbókaritið
  2. Nevi'im (hebreska: נביאים) þýðir "Spámannaritin"
  3. Ketuvim (hebreska: כתובים) þýðir "Ritin" sem eru söguritin, spekiritin og sálmarnir.

Sáttmálinn[breyta | breyta frumkóða]

Í Fyrstu Mósebók segir frá því að Guð hafi gert eilífan sáttmála við afkomendur Abrahams, þ.e. gyðinga. Sem hluti af sáttmálanum lofar hann þeim eigin landi, Fyrirheitna landinu, sem er ein af undirstöðum zíonisma.

Textinn í Fyrstu Mósebók 17 er eftirfarandi:

„Ég set sáttmála minn milli mín og þín og þinna niðja eftir þig, kynslóð eftir kynslóð, eilífan sáttmála. Ég mun vera þinn Guð og þinna niðja eftir þig. Landið þar sem þú nú býrð landlaus, allt Kanaansland, gef ég þér og niðjum þínum eftir þig til ævinlegrar eignar. Og ég vil vera þeirra Guð.“[1]

Bækurnar[breyta | breyta frumkóða]

Samkvæmt hefð Gyðingdóms eru 24 bækur í Tanakh. Í Torah eru fimm bækur, Nevi'im átta bækur og Ketuvim hefur ellefu.

Þessar 24 bækur eru sömu bækur og eru í Gamla testamenti biblíu kristinna, þó þeim sé raðað á annan hátt. Fjöldi bókanna er ekki heldur sá sami, kristnir telja 39 ekki 24. Til dæmis eru Samúelsbækurnar tvær eru taldar sem ein bók í Tanakh og einnig konungabækurnar og spámannaritin tólf eru talin sem ein bók.

Margir trúfræðingar tala heldur um hina Hebresku biblíu en Tanakh og Gamla testamentið svo ekki sé verið að draga eitt trúfélag fram yfir annað.

Gamla testmenti Rómversk-kaþólsku kirkjunnar og austurlenskra réttrúnaðarkirkna innihalda sex bækur sem ekki eru í Tanakh (og ekki í Gamla testmenti mótmælenda).

Torah[breyta | breyta frumkóða]

Torah (hebreska: תורה) þýðir "fræðsla," "kenning," eða "lögmál". Einnig nefnt Tjumash (hebreska: חומש) Mósebækurnar eða Fimmbókaritið. Prentuð eintök Torah eru of kölluð Chamisha Chumshei Torah (חמישה חומשי תורה, sem þýðir bókstaflega "Fimm fimmtu Torahs")

Nevi'im[breyta | breyta frumkóða]

Nevi'im (נְבִיאִים, "Spámannaritin") samanstendur af átta bókum. Þessi hluti inniheldur bækur sem í heild fjalla um tímann frá landnámi fyrirheitna landsins að herleiðingu lýðsins til Babýloníu. Kronikubækurnar eru ekki hluti af Nevi'im, en fjalla þó um sama tíma.

6. Jósúa (יהושע / Y'hoshua)
7. Dómarabók (שופטים / Shophtim)
8. Samúelsbók (I & II) (שמואל / Sh'muel)
9. Konungabók (I & II) (מלכים / M'lakhim)
10. Jesaja (ישעיה / Y'shayahu)
11. Jeremía (ירמיה / Yir'mi'yahu)
12. Esekíel (יחזקאל / Y'khezqel)
13. Spámennirnir tólf (תרי עשר)
a. Hósea (הושע / Hoshea)
b. Jóel (יואל / Yo'el)
c. Amos (עמוס / Amos)
d. Óbadía (עובדיה / Ovadyah)
e. Jónas (יונה / Yonah)
f. Míka (מיכה / Mikhah)
g. Nahúm (נחום / Nakhum)
h. Habakkuk (חבקוק /Havakuk)
i. Sefanía (צפניה / Ts'phanyah)
j. Haggaí (חגי / Khagai)
k. Sakaría (זכריה / Z'kharyah)
l. Malakí (מלאכי / Mal'akhi)

Ketuvim[breyta | breyta frumkóða]

Ketuvim (כְּתוּבִים, "ritin") samanstendur af ellefu bókum. Esra og Nehemía eru taldar sem ein bók og Kronikubækurnar tvær sem ein.

"Sifrei Emet," "Bækur sannleikans":
14. Sálmarnir [תהלים / Tehillim]
15. Orðskviðirnir [משלי / Mishlei]
16. Jobsbók [איוב / Iyov]
"Bókrollurnar fimm":
17. Ljóðaljóðin [שיר השירים / Shir Hashirim]
18. Rutarbók [רות / Rut]
19. Harmljóðin [איכה / Eikhah]
20. Prédikarinn [קהלת / Kohelet]
21. Esterarbók [אסתר / Esther]
Hin "ritin":
22. Daníel [דניאל / Dani'el]
23. Esrabók-Nehemiah [עזרא ונחמיה / Ezra v'Nechemia]
24. Kronikubók (I & II) [דברי הימים / Divrei Hayamim]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Biblía 21 aldar“. Afrit af upprunalegu geymt þann 6. mars 2016. Sótt 23. janúar 2008.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]