Evrópskur ferskvatnshumar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Evrópskur ferskvatnshumar
[[image:
Austropotamobius pallipes
|frameless|]]
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Animalia
Fylking: Arthropoda
Undirfylking: Crustacea
Flokkur: Malacostraca
Ættbálkur: Decapoda
Undirættbálkur: Astacoidea
Ætt: Astacidea
Ættkvísl: Austropotamobius
Tegund:
A. pallipes

Tvínefni
Austropotamobius pallipes

(Lereboullet, 1858)

Evrópskur ferskvatnshumar (Austropotamobius pallipes) (e. white-clawed crayfish), hér eftir nefnt EFH er humrungur sem lifir í fersku vatni. Hann er upprunnin á Bretlandseyjum og er að finna á Bretlandi og víða um Evrópu, þá sérstaklega á Íberíuskaganum en hann er samt sem áður í útrýmingarhættu og því bannað að veiða hann. Humrungar eru eins og humrar í útliti en munurinn er að humar lifir í söltum sjónum en humrungar í fersku vatni. Mikið er gert til þess að vernda tegundina um alla Evrópu.

Útlit[breyta | breyta frumkóða]

EFH er brúnn eða bronsaður á lit, hann hefur fimm pör af fótum en fremsta parið hefur þróast í stórar og sterkar klær. Augun eru eins og kringlóttar svartar perlur sem eru áfastar á höfði og er hann í útlitinu eins og humar. Hann verður að meðaltali um 10 cm (3,9 tommur) langur[1] og 90 gr.[2] Hann verður kynþroska um 3-4 ára aldur og verður um 10-12 ára á Englandi en á Spáni verður hann einungis 6–8 ára.[3]

Lifnaðarhættir og búsvæði[breyta | breyta frumkóða]

EFH kýs að búa í vatnsföllum og ám þar sem vatnið er tært, aðeins um einn metri að dýpt og ágætis streymi er á vatninu. Þá er aðeins að finna á svæðum þar sem vatnið inniheldur mikið af kalsíumkarbónati, ástæðan fyrir því er að þeir þurfa kalsín til að mynda og styrkja skelina sína. Þess vegna eru þeir algengastir í Mið og Norður- Englandi þar sem vatnið þar inniheldur meira af kalsín.[1]

EFH er næturdýr. Á daginn halda þeir sig í holum í árbakkanum eða undir steinum eða trjárótum og í litlum sprungum. Á nóttunni fara þeir úr felum til þess að ná sér í fæðu. Þeir halda sig á um eins metra dýpi og labba áfram á fótunum en ef þeir þurfa að fara hraðar yfir eins og að flýja rándýr fara þeir hraðar afturábak og nota þeir sterka halann sinn til þess.[1]

EFH borðar plöntur, önnur dýr og dauða hluti. Þeir veiða með stóru klónum sínum til dæmis aðra hryggleysingja eins og snigla, skordýralirfur eða litla fiska og nota svo klærnar til þess að rífa bráðina í sundur áður en þeir setja hana í munninn. Helstu dýr sem eru að borða EFH eru fiskar, fuglar, rottur og otrar.[1]

Seiðin eru aðallega að finna í jaðargróðri eins og þörungum, fínni möl, plönturótum og einnig í rusli við árbakkana. Fullorðna EFH er aðallega að finna í og við grýtta árbakka. EFH er einnig að finna í tjörnum, uppistöðulónum, laugum og borholum. Hann er nokkuð þolinn gagnvart mismunandi umhverfis aðstæðum og þá sérstaklega gagnvart hitastigi og súrefni en hann er þó frekar viðkvæmur fyrir mengun. Á Spáni er helst að finna EFH þar sem lítið sem ekkert er af fiski.[3]

Hrygning og vöxtur[breyta | breyta frumkóða]

EFH parast á haustin, eggin festast við neðri hluta hala kvendýrsins og ber hún þau þar til þau klekjast síðla vors.[1]

Skelin verndar EFH fyrir áreiti en skelin vex ekki með honum þegar hann stækkar. Á fyrsta árinu skiptir hann nokkrum sinnum um skel en það gerist þannig að skelin dettur af og ný tekur að myndast. Á fullorðinsárunum gerist það hins vegnar einungis einu sinni á ári. Þegar ný skel er að myndast er EFH berskjaldaðri fyrir að verða étinn af öðrum dýrum. EFH getur náð allt að 12 ára aldri svo að hann skiptir nokkrum sinnum um skel á ævinni.[1] Svo að skelin geti vaxið sem hraðast þarf hann að vera í steinefna- og kalsínríku vatni en það styrkir skelina.[2]

Útbreiðsla[breyta | breyta frumkóða]

Útbreyðsla EFH um Evrópu

Mest er af EFH í Bretlandi. Hann má finna víða í Bretlandi en hann er einna algengastur í Austur-Wales og í suður og vesturhluta Norður-Írlands.[4]

Landfræðileg sviðamörk eru Skotland í norður, Spánn í suður og vestur og Svartfjallaland í austur. Talsvert er af EFH í Ölpunum, við Atlandshafið, meginlandi Evrópu og við Miðjarðarhafið. Á Spáni dreifðist tegundin hratt á svæðum sem hafa hátt gildi kalsín í vatni. Í ölpunum er hann að finna við lægstu árfarvegina. Á svæðum við Atlandshafið er tegundina helst að finna í París í Frakklandi, Cantabaria, Austurias, Navarra, La Rioja á Spáni.[3]

Veiðar[breyta | breyta frumkóða]

Heildarafli EFH

Bannað er að veiða EFH vegna þess að hann er í útrýmingarhættu. Það er hægt að sækja um sérstakt leyfi til þess að veiða EFH í Bretlandi en ekki er heimilt að veiða hann án þess að vera með tilgetið leyfi, þá er hann veiddur í gildrur, net og einnig með háfum.[5] Árið 1957 var veitt 3.500 tonn á Spáni en fór hratt niður og var veitt um eða undir 1.000 tonn á Spáni frá 1960 til 1986 nema árið 1971 þegar aflinn fór upp í 1800 tonn en árið 1986 hættu allar veiðar á Spáni. Í Frakklandi voru veidd 2 tonn árið 2014 en ekki eru til önnur gögn um veiðar á EFH sem eru bannaðar í dag.[6]

Útrýmingarhætta[breyta | breyta frumkóða]

EFH er eini innfæddi humrungurinn í Bretlandi. Honum er þó ógnað vegna útbreiðslu innfluttra humrunga sem fluttir voru til Bretlands á áttunda og níunda áratugnum en upphaflega var það gert til þess að anna veitingahúsum. Einnig komu innfluttu humrungarnir með veiru með sér sem er að drepa EFH.[1] Helsta ógn EFH er Red Swamp og Signal ferskvatnshumrarnir sem fluttir voru frá Ameríku til Bretlands árið 1970 og hefur verið í ræktun í Bretlandi síðan þá. Signal ferskvatnshumarinn kom með veirusjúkdóm sem kallast Crayfish plága með sér sem kemur af sveppnum Aphanomyces astaci en þeir drepast innan fárra vikna eftir sýkingu. Veiran breiddist hratt út sem olli því að mikið að EFH drapst. Einnig eru báðir Amerísku ferskvatnshumrarnir árásagjarnir, ágegnir, stærri og eignast fleiri afkvæmi svo að honum fjölgar hraðar og er að taka meira búsvæði af EFH.[4]

Árið 1981 voru sett lög í Bretlandi um verndun EFH.[2] Internationarl Union for Conservation of Nature eru samtök sem standa fyrir verndun dýra og hafa þau rauðann lista yfir dýr í útrýmingarhættu. EFH er á þessum rauða lista sem gildir um heim allan.[7] Árið 2010 var EFH metin lífvera í útrýmingarhættu hjá ESB, í Evrópu og á heimsvísu.[3]

Það sem er meðal annars verið að gera til þess að vernda EFH er að setja upp girðingar til þess að koma í veg fyrir að nautgripir og sauðfé séu að skemma árbakkana, planta fleiri trjám svo að það séu fleiri trjárætur í ánum sem nýtast EFH og setja upp göngustíga svo að fólk geti gengið á þeim í staðin og notið umhverfisins án þess að vera að ganga of nálægt ánum og þar með að skemma árbakkana. Einnig er mikilvægt fyrir stangveiðifólk að sótthreinsa allan búnaðinn eins og veiðarfærin og stígvélin vel ef þeir ætla að fara í á þar sem EFH er svo að þeir séu ekki er bera með sér einhverja sjúkdóma eða veirur sem gætu drepið hann.[1]

Evrópski ferskvatnshumarinn á Spáni[breyta | breyta frumkóða]

Á sjöundaáratugnum var farið að taka eftir því að fækkað hafði af EFH á Spáni og var það aðallega vegna ofnýtingu á búsvæðum. Þeir voru nýttir á Spáni fram á áttunda áratuginn. Á áttunda og níunda áratugnum voru fluttir inn Red Swamp og Signal ferskvatnshumrarnir eins og í Bretlandi og bar Signal ferskvatnshumarinn með sér sjúkdóminn sem drepur EFH.[3]

Árið 2009 var áætlað að um 1.050 einstaklingar af EFH væri á Íberíuskaganum sem er fjölgun frá árunum áður og er það vegna þess að farið var í svæðisbundna aðgerðir á svæðum sem eru laus við Red Swamp og Signal ferskvatnshumrana til þess að vernda og fjölga EFH.[3]

Tilvísunarlisti[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 1,4 1,5 1,6 1,7 „White-clawed crayfish“. North York Moors National Park (enska). Sótt 1. apríl 2020.
  2. 2,0 2,1 2,2 „White-clawed crayfish | The Wildlife Trusts“. www.wildlifetrusts.org. Sótt 1. apríl 2020.
  3. 3,0 3,1 3,2 3,3 3,4 3,5 [1 „White-clawed Crayfish (Austropotamobius pallipes) – Spain (ALP and ATL)“]. (e.d.).
  4. 4,0 4,1 „White-clawed (or Atlantic stream) crayfish (Austropotamobius pallipes) - Special Areas of Conservation“. sac.jncc.gov.uk. Sótt 1. apríl 2020.
  5. „White-clawed crayfish licences“. GOV.UK (enska). Sótt 1. apríl 2020.
  6. „FAO Fisheries & Aquaculture - FishStatJ“. www.fao.org. Sótt 1. apríl 2020.
  7. Assessment), David Holdich (SRLI Crayfish; Firenze), Francesca Gherardi (Università di; Julian Reynolds (Trinity College, Dublin); Innsbruck), Leopold Füreder (University of; Agency), Peter Sibley (Environment; Souty-Grosset, Catherine (14. apríl 2010). „IUCN Red List of Threatened Species: White-clawed Crayfish“. IUCN Red List of Threatened Species. Sótt 1. apríl 2020.


Heimildaskrá[breyta | breyta frumkóða]

FAO. (2018). Fishery and Aquaculture Statistics. [Global capture production 1950-2016] (FishStatJ). Sótt af http://www.fao.org/fishery/statistics/software/FishStatJ/en

GOV. (e.d.). White-clawed crayfish licance. Sótt af https://www.gov.uk/government/collections/white-clawed-crayfish-licences

IUCN red list. (e.d.). White-clawed Crayfish. Sótt af https://www.iucnredlist.org/species/2430/9438817

North York Moors National Park. (e.d.) White-clawed crayfish. Sótt af https://www.northyorkmoors.org.uk/discover/rivers/wildlife-on-the-river/white-clawed-crayfish

White-clawed crayfish. (e.d). Sótt af https://www.wildlifetrusts.org/wildlife-explorer/invertebrates/crustacea-centipedes-and-millipedes/white-clawed-crayfish

White-clawed Crayfish (Austropotamobius pallipes) – Spain (ALP and ATL). (e.d.). Sótt af https://circabc.europa.eu/sd/a/68c4d597-c79e-4850-9c1a-594e05c81df2/ES%20-%20White-clawed%20Crayfish%20(Austropotamobius%20pallipes)%20-%20Final.pdf

1092 White-clawed (or Atlantic stream) crayfish Austropotamobius pallipes. (e.d.). Sótt af https://sac.jncc.gov.uk/species/S1092/