Skel

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Fyrir aðrar merkingar orðsins má sjá aðgreiningarsíðuna
Skeljar sjávarsnigla.
Skeljar á strönd á Spáni. Nærri því allar skeljarnar eru af samlokulindýrum á við Mactra stultorum(en).

Skel er hart ytra lag sumra hryggleysingja. Skelin er hluti af líkama dýrsins og verndar dýrið.

Tómar skeljar má oft finna á ströndum, þá hefur dýrið dáið og mjúku hlutar dýrsins þá ýmist verið étnir eða rotnað burt.

Skeljar eru ytri stoðgrind hryggleysingja og er vanalega búin til úr kalsíumkarbónati eða kítíni. Þær skeljar sem finnast á ströndum eru oftast af lindýrum, þeirra skeljar eru úr kalsíumkarbónati og endast lengur en kítínskeljar annarra hryggleysingja. Aðrar skeljar sem má finna geta t.d. verið af hrúðurkarli, skeifukrabba(en), eða armfætlum.