Andrómeda (grísk goðafræði)
Útlit
Andrómeda (Ἀνδρομέδη, Andromédē) var stúlka í forngrískri goðafræði. Andrómeda var dóttir Kefeifs, konungs í Eþíópíu, og Kassíepeiu, drottningar. Kassíópeia hafði gortað sig af því að vera fegurri en sædísirnar, dætur Nereifs og uppskar fyrir vikið reiði Póseidons, sem tældi ógnvekjandi sæskrímsli að ströndum Eþíópíu. Kefeifur konungur gat einungis sefað reiði guðsins með því að fórna dóttur sinni. Andrómeda var því fjötruð við klett þar sem hún beið þess að verða étin af sæskrímsli en var bjargað af Perseifi, sem kvæntist henni.