Fara í innihald

Stjörnuþoka

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
NGC 4414 er dæmigerð þyrilþoka, rúmlega 50 þúsund ljósár í þvermál, og í um það bil 60 milljóna ljósára fjarlægð frá jörðu.

Stjörnuþoka er þyrping fjölmargra stjarna og annarra stjarnfræðilegra fyrirbæra, sem haldast í nágrenni hvert við annað vegna sameiginlegs þyngdarsviðs stjörnuþokunnar. Orðið nágrenni er auðvitað afstætt, og stjörnuþokur eru mjög stórar. Dæmigerðar stjörnuþokur geta verið frá þúsundum til hundraða þúsunda ljósára í þvermál og innihaldið allt frá því um tíu milljónum (107) stjarna, og upp í billjón (1012) stjörnur. Í flestum tilvikum er vegalengdin á milli stjörnuþoka talin í milljörðum ljósára, en þó eru til stjörnuþokur sem eru mun nær, og þess eru jafnvel dæmi að tvær stjörnuþokur „rekist saman“. Talið er að finna megi svarthol í miðju allra störnuþoka.

Sólkerfið er í stjörnuþoku sem nefnist Vetrarbrautin.

  • Stjörnufræðivefurinn: Vetrarbrautir Geymt 31 desember 2010 í Wayback Machine
  • ESO frétt: Brotist út úr þokunni – Fjarlægasta vetrarbraut sem mælst hefur Geymt 23 október 2010 í Wayback Machine
  • ESO frétt: Fjarlægasta þroskaða vetrarbrautaþyrpingin Geymt 24 maí 2011 í Wayback Machine
  • ESO frétt: Árekstur vetrarbrautaþyrpinga grannskoðaður Geymt 30 júní 2011 í Wayback Machine
  • Stjörnufræðivefurinn: Fjarlægasta vetrarbraut sem sést hefur í alheimi hingað til Geymt 2 mars 2011 í Wayback Machine
  • „Getur þú sagt mér allt um stjörnuþokur?“. Vísindavefurinn.
  • „Hvað eru margar stjörnuþokur í alheiminum?“. Vísindavefurinn.
  Þessi stjörnufræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.