Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Þróttur Neskaupsstað)
Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar
Fullt nafn Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar
Stytt nafn Fjarðabyggð
Stofnað 2001
Leikvöllur Eskjuvöllur
Stærð Óþekkt
Stjórnarformaður Bjarni Ólafur Birkisson
2015 7. sæti í 1. deild
Heimabúningur
Útibúningur

Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar (KFF) var stofnað árið 2001 utan um rekstur meistaraflokka karla og kvenna þeirra þriggja aðildarfélaga sem að KFF standa. Þau eru Austri EskifirðiValur Reyðarfirði og Þróttur Neskaupstað.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Fyrstu 3 árin var karlaliðið í 3. deild og komst ávallt í úrslitakeppnina en var slegið út af KFS árið 2001, Fjölni árið 2002 og Leikni R. árið 2003. Árið 2004 tókst svo langþráð markmið, að komast upp í 2. deild eftir að hafa sigrað Núma í 8 liða úrslitum og Reyni Sandgerði í 4 liða úrslitum. Þetta var fyrsta ár Elvar Jónssonar og Heimis Þorsteinssonar sem þjálfarar og heldur betur góð byrjun.

Árið 2005 spilaði svo KFF í 2. deild í fyrsta skipti og náði 4. sæti á fyrsta sumri undir stjórn heimamannana Elvars og Heimis. Í lok árs 2005 var Þorvaldur Örlygsson ráðinn þjálfari liðsins og Elvar Jónsson var honum til aðstoðar. Frábær árangur fylgdi í kjölfarið og sigruðu strákarnir 2. deild sumarið 2006 og ljóst að leikið yrði í 1. deild sumarið 2007. Það sumar náði svo KFF 5. sæti í 1. deildinni sem er aldeilis frábært á fyrsta ári í deildinni.

Þorvaldur réð sig síðan til úrvalsdeildarliðs Fram haustið 2007 og með honum fylgdi einn sterkasti maður KFF Halldór Hermann Jónsson sem alla tíð hafði spilað með Fjarðabyggð. Í kjölfarið fór Jón Gunnar Eysteinsson í úrvalsdeildarlið Keflavíkur eftir að félögin höfðu komist að samkomulagi um það.

Magni Fannberg Magnússon var síðan ráðinn þjálfari liðsins í lok ársins 2007 og Elvar Jónsson aðstoðarþjálfari. Nú liggur leiðin því enn upp á við, margir nýjir leikmenn hafa bæst í hópinn og bjart framundan.

Kvennalið Fjarðabyggðar hefur alla tíð spilað í 1. deild og komust í úrslit árið 2002 þar sem liðið tapaði gegn Haukum. Árið 2008 var ákveðið að Fjarðabyggð og Leiknir F. tefli fram sameiginlegu liði í 1. deildinni. Þjálfari sumarið 2008 verður Viðar Jónsson.

Árið 2008 var viðburðaríkt hjá KFF. Í júní tók David Hannah við sem aðstoðarþjálfari af Elvari Jónssyni. David tók síðan við sem aðalþjálfari af Magna Fannberg í lok júlí eftir að Magna var sagt upp störfum. Heimir Þorsteinsson stýrði síðan liðinu í lok móts eftir að David ákvað að snúa aftur til Skotlands. Karlaliðið endaði í 9. sæti sumarið 2008 og kvennaliðið í neðsta sæti síns riðils en þar var einnig skipt um þjálfara í upphafi móts þegar Jóhann Ingi Jóhannsson og Kjartan Orri Sigurðsson tóku við liðinu af Viðari Jónssyni.

Í lok árs 2008 voru Heimir Þorsteinsson og Páll Guðlaugsson ráðnir þjálfarar karlaliðs Fjarðabyggðar. Páll mun einnig stýra sameiginlegum 2.flokki Fjarðabyggðar/Leiknis/Hugins árið 2009 og sér hann einnig um æfingar kvennaliðsins fram á vorið. Sveinbjörn Jónasson markahæsti leikmaður Fjarðabyggðar árið 2008 gekk í raðir Grindvíkinga í janúar 2009.

Árið 2009 var fyrsta ár sameiginlegs 2.flokks liðs Fjarðabyggðar/Leiknis og Hugins og gekk samstarfið vel og ágætur árangur náðist. Mfl. kvenna gekk illa sumarið 2009 og unnu ekki leik en úr því verður bætt 2010. Mfl. karla náði sínum besta árangri frá upphafi eða 4. sæti í 1. deild. Sannarlega góður árangur undir stjórn þeirra Heimis Þorsteinssonar og Páls Guðlaugssonar sem endurnýjuðu samninga sína um þjálfun liðsins fram á haustið 2011.

Árið 2010 gekk liðunum okkar misvel. Mfl. karla féll í 2. deild, Mfl. kvenna endaði í 4. sæti síns riðils í 1. deild og 2. flokkur karla vann C-deildina og leikur því í B-deild sumarið 2011. Þjálfarabreytingar voru gerðar haustið 2010 en þá tóku Heimir Þorsteinsson og Haukur Ingvar Sigurbergsson við þjálfun mfl. karla. Páll Guðlaugsson var áfram ráðinn þjálfari mfl. kvenna.

Árið 2011 voru liðin okkar um miðja deild eða neðar. Mfl. karla endaði í 7. sæti 2. deildar en var á tímabili í baráttu um efstu sætin en deildin var afar jöfn og skemmtileg. Mfl. kvenna endaði 6. sæti í síns riðils í 1. deild og 2. flokkur rétt slapp við fall úr B-deild karla. Heimir Þorsteinsson og Haukur Ingvar Sigurbergsson voru áfram ráðnir þjálfarar karlaliða Fjarðabyggðar. Páll Guðlaugsson hætti með kvennaliðið eftir mót og í hans stað var ráðinn Ólafur Hlynur Guðmarsson.

Árið 2012 gekk liðunum okkar afleitlega. Mfl. karla endaði í 11. sæti 2. deilar og féll þar með niður í 3. deild. Mfl. kvenna endaði í neðsta sæti A riðils 1. deildar kvenna og 2. flokkur féll úr B deildinni niður í C deild. Heimir Þorsteinsson hætti störfum eftir tímabilið hjá mfl. karla og í stað hans var Brynjar Þór Gestsson ráðinn þjálfari.

Árið 2013 var gjöfult ár sérstaklega hjá karlaliðunum. Mfl. karla sigraði 3. deildina og vann sér sæti í 2. deild 2014. Mfl. kvenna varð í 6. sæti B riðils 1. deildar af 8 liðum. 2. flokkur karla endaði í 2. sæti C deildar og vann sig þar með upp í B deild.

Árið 2015 gekk Viðar Þór Sigurðsson frá KR til liðs við Fjarðabyggð.

Í lok október árið 2015 var Víglundur Páll Einarsson ráðinn þjálfari karlaliðs Fjarðabyggðar næstu tvö árin.[1] Liðið tilkynnti eftir ráðningu Víglundar að það ætti núna að spila meira á heimamönnum. Sumarið 2015 léku 23 leikmenn á Íslandsmótinu með liðinu og aðeins sjö af þeim voru uppaldir hjá félaginu. Aðdáendur liðsins áttuðu sig ekki á þessu, því þetta var ekki venjan hjá félaginu, að spila svona mörgum aðkomumönnum, en liðið náði góðum árangri á fyrri hluta tímabilsins og var þá á meðal efstu liða. Á síðari hluta tímabilsins fór hins vegar gengið að dala og liðið endaði í 7. sæti 1. deildarinnar þegar tímabilinu lauk.

Leikmenn meistaraflokks karla í knattspyrnu sumarið 2016[breyta | breyta frumkóða]

Ath: Fánar eru tákn fyrir það þjóðerni sem skráð eru hjá FIFA. Leikmenn gætu haft fleiri en eitt ríkisfang.

Nú. Staða Leikmaður
Fáni Íslands MF Adam Örn Guðmundsson
11 Fáni Íslands DF Andri Þór Magnússon (Vice-captain)
8 Fáni Íslands MF Aron Gauti Magnússon
25 Fáni Íslands DF Brynjar Már Björnsson (á láni frá Stjörnunni)
21 Fáni Rúmeníu MF Cristian Puscas
Fáni Íslands MF Emil Logi Birkisson
2 Fáni Íslands DF Emil Stefánsson (á láni frá FH)
19 Fáni Íslands MF Filip Marcin Sakaluk
20 Fáni Íslands DF Hafþór Ingólfsson
23 Fáni Íslands DF Haraldur Þór Guðmundsson
17 Fáni Íslands FW Hákon Þór Sófusson
9 Fáni Íslands FW Hlynur Bjarnason
10 Fáni Portúgals FW José Embaló
Nú. Staða Leikmaður
22 Fáni Íslands FW Jón Arnar Barðdal (á láni frá Stjörnunni)
7 Fáni Gabon DF Loic Mbang Ondo
Fáni Íslands DF Marinó Máni Atlason
4 Fáni Íslands MF Martin Sindri Rosenthal
15 Fáni Malí DF Oumaro Coulibaly
6 Fáni Íslands MF Stefán Þór Eysteinsson (Captain)
26 Fáni Íslands DF Sveinn Fannar Sæmundsson
1 Fáni Íslands GK Sveinn Sigurður Jóhannesson (á láni frá Stjörnunni)
Fáni Íslands DF Sævar Örn Harðarson
5 Fáni Íslands DF Sverrir Mar Smárason
13 Fáni Íslands DF Víkingur Pálmason
12 Fáni Íslands GK Þorvaldur Marteinn Jónsson

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Fótbolti.net“. fotbolti.net. Sótt 27. júní 2020.
Knattspyrna
1. deild karla • Lið í 1. deild karla 2024 
Flag of Iceland

Afturelding  • Fjölnir  • Grótta  • Grindavík • Leiknir Njarðvík  
Selfoss  • Þór ÍA  • Þróttur   • Ægir    • Vestri

Leiktímabil í 1. deild karla (1955-2024) 

1951 • 1952 • 1953 • •1954•

1955195619571958195919601961196219631964
1965196619671968196919701971197219731974
1975197619771978197919801981198219831984
1985198619871988198919901991199219931994
1995199619971998199920002001200220032004
2005200620072008200920102011201220132014
201520162017201820202021202220232024

Tengt efni: MjólkurbikarinnLengjubikarinnMeistarakeppni karla
Úrvalsdeild karla1. deild2. deild3. deild4. deild

----------------------------------------------------------------------------------------------
Mjólkurbikarinn kvennaLengjubikarinnMeistarakeppni kvenna
Úrvalsdeild kvenna1. deild2. deildDeildakerfiðKSÍ