Fara í innihald

Þorláksmessuganga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þorláksmessuganga eða friðarganga á Þorláksmessu er árviss aðgerð friðarsinna til að vekja athygli á baráttunni gegn stríði og vígvæðingu, þar sem gengið er niður Laugaveginn í Reykjavík með kórsöng og friðarljósum. Í göngulok er efnt til stutts fundar með ávarpi. Samsvarandi göngur hafa verið haldnar annars staðar á landinu á þessum degi, svo sem á Akureyri og Ísafirði.

Fyrsta Þorláksmessugangan var haldin af Samtökum herstöðvaandstæðinga árið 1980.[1] Samtökin stóðu að göngunum fyrstu árin en síðar tók Samstarfshópur friðarhreyfinga við umsjón þeirra, en það er óformlegur félagsskapur íslenskra friðarsamtaka og -hópa.

Ræðufólk í göngulok

[breyta | breyta frumkóða]

Í lok friðargöngu er haldinn fundur með ávarpi ræðumanns áður en kórarnir syngja Heims um ból.

Ár Fundarstjóri Ræðumaður
1997 Eyvindur P. Eiríksson
1998 Helena Stefánsdóttir Ögmundur Jónasson
1999 Kolbeinn Óttarsson Proppé Eyrún Ósk Jónsdóttir
2000 Valur Freyr Einarsson fundarstjóri las ávarp Samstarfshóps friðarhreyfinga
2001 Stefán Magnússon Sveinn Rúnar Hauksson
2002 Katrín Jakobsdóttir Kristín Helga Gunnarsdóttir
2003 Toshiki Toma Jóhanna Kristjónsdóttir
2004 Davíð Þór Jónsson Eva Líf Einarsdóttir
2005 Birgitta Jónsdóttir Sr. Bjarni Karlsson
2006 Arnar Jónsson Falasteen Abu Libdeh
2007 Þorvaldur Þorvaldsson Halla Gunnarsdóttir
2008 Lárus Páll Birgisson Birna Þórðardóttir
2009 Helga Baldvins Bjargardóttir Einar Már Guðmundsson
2010 Árni Pétur Guðjónsson Steingerður Hreinsdóttir
2011 Þorvaldur Þorvaldsson Magnús Þorkelsson
2012 Drífa Snædal Jón Gnarr
2013 Páll Óskar Hjálmtýsson Guðrún Margrét Guðmundsdóttir
2014 Kolbeinn Óttarsson Proppé Eyrún Ósk Jónsdóttir
2015 Tinna Önnudóttir Þorvaldsdóttir Andri Snær Magnason
2016 Haukur Guðmundsson Björk Vilhelmsdóttir
2017 Kristín Helga Gunnarsdóttir Árni Hjartarson
2018 Einar Ólafsson Þórunn Ólafsdóttir
2019 Daní­el E. Arn­ars­son Drífa Snæ­dal og Eyrún Ósk Jónsdóttir
2020 Engin ganga[2][3]
2021 Engin ganga[2][4]
2022 Steinunn Sigþrúðardóttir Jónsdóttir Hjalti Hugason

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Þjóðviljinn 23. desember 1980“.
  2. 2,0 2,1 „Friðar­gangan gengin eftir tveggja ára hlé: „Jólin eru líka há­tíð friðar" - Vísir“. visir.is. 23. desember 2022. Sótt 18. maí 2023.
  3. Þorsteinsson, Guttormur (20. desember 2021). „Friðargangan fellur niður í annað sinn“. Friður.is (bandarísk enska). Afrit af upprunalegu geymt þann 18. maí 2023. Sótt 18. maí 2023.
  4. Þorsteinsson, Guttormur (23. desember 2021). „Ávarp samstarfshóps friðarhreyfinga á Þorláksmessu“. Friður.is (bandarísk enska). Afrit af upprunalegu geymt þann 18. maí 2023. Sótt 18. maí 2023.