Þorláksmessuganga
Útlit
Þorláksmessuganga eða friðarganga á Þorláksmessu er árviss aðgerð friðarsinna til að vekja athygli á baráttunni gegn stríði og vígvæðingu, þar sem gengið er niður Laugaveginn í Reykjavík með kórsöng og friðarljósum. Í göngulok er efnt til stutts fundar með ávarpi. Samsvarandi göngur hafa verið haldnar annars staðar á landinu á þessum degi, svo sem á Akureyri og Ísafirði.
Fyrsta Þorláksmessugangan var haldin af Samtökum herstöðvaandstæðinga árið 1980.[1] Samtökin stóðu að göngunum fyrstu árin en síðar tók Samstarfshópur friðarhreyfinga við umsjón þeirra, en það er óformlegur félagsskapur íslenskra friðarsamtaka og -hópa.
Ræðufólk í göngulok
[breyta | breyta frumkóða]Í lok friðargöngu er haldinn fundur með ávarpi ræðumanns áður en kórarnir syngja Heims um ból.
Ár | Fundarstjóri | Ræðumaður |
---|---|---|
1997 | Eyvindur P. Eiríksson | |
1998 | Helena Stefánsdóttir | Ögmundur Jónasson |
1999 | Kolbeinn Óttarsson Proppé | Eyrún Ósk Jónsdóttir |
2000 | Valur Freyr Einarsson | fundarstjóri las ávarp Samstarfshóps friðarhreyfinga |
2001 | Stefán Magnússon | Sveinn Rúnar Hauksson |
2002 | Katrín Jakobsdóttir | Kristín Helga Gunnarsdóttir |
2003 | Toshiki Toma | Jóhanna Kristjónsdóttir |
2004 | Davíð Þór Jónsson | Eva Líf Einarsdóttir |
2005 | Birgitta Jónsdóttir | Sr. Bjarni Karlsson |
2006 | Arnar Jónsson | Falasteen Abu Libdeh |
2007 | Þorvaldur Þorvaldsson | Halla Gunnarsdóttir |
2008 | Lárus Páll Birgisson | Birna Þórðardóttir |
2009 | Helga Baldvins Bjargardóttir | Einar Már Guðmundsson |
2010 | Árni Pétur Guðjónsson | Steingerður Hreinsdóttir |
2011 | Þorvaldur Þorvaldsson | Magnús Þorkelsson |
2012 | Drífa Snædal | Jón Gnarr |
2013 | Páll Óskar Hjálmtýsson | Guðrún Margrét Guðmundsdóttir |
2014 | Kolbeinn Óttarsson Proppé | Eyrún Ósk Jónsdóttir |
2015 | Tinna Önnudóttir Þorvaldsdóttir | Andri Snær Magnason |
2016 | Haukur Guðmundsson | Björk Vilhelmsdóttir |
2017 | Kristín Helga Gunnarsdóttir | Árni Hjartarson |
2018 | Einar Ólafsson | Þórunn Ólafsdóttir |
2019 | Daníel E. Arnarsson | Drífa Snædal og Eyrún Ósk Jónsdóttir |
2020 | Engin ganga[2][3] | |
2021 | Engin ganga[2][4] | |
2022 | Steinunn Sigþrúðardóttir Jónsdóttir | Hjalti Hugason |
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Þjóðviljinn 23. desember 1980“.
- ↑ 2,0 2,1 „Friðargangan gengin eftir tveggja ára hlé: „Jólin eru líka hátíð friðar" - Vísir“. visir.is. 23. desember 2022. Sótt 18. maí 2023.
- ↑ Þorsteinsson, Guttormur (20. desember 2021). „Friðargangan fellur niður í annað sinn“. Friður.is (bandarísk enska). Afrit af upprunalegu geymt þann 18. maí 2023. Sótt 18. maí 2023.
- ↑ Þorsteinsson, Guttormur (23. desember 2021). „Ávarp samstarfshóps friðarhreyfinga á Þorláksmessu“. Friður.is (bandarísk enska). Afrit af upprunalegu geymt þann 18. maí 2023. Sótt 18. maí 2023.