Sveinn Rúnar Hauksson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Sveinn Rúnar Hauksson (f. 10. maí 1947) er íslenskur læknir sem kunnastur er fyrir störf sín að friðar- og mannúðarmálum, meðal annars sem formaður Félagsins Ísland-Palestína um árabil.

Ævi og störf[breyta | breyta frumkóða]

Sveinn Rúnar fæddist og ólst upp í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá MR árið 1967 og læknanámi við Háskóla Íslands. Á háskólaárunum var hann virkur í starfi Verðandi, félagi róttækra stúdenta og gegndi starfi framkvæmdastjóra Stúdentaráðs árið 1974. Hann var jafnframt virkur í starfi ýmissa samtaka einkum á sviði alþjóðamála, má þar nefna Víetnamnefndina sem hann veitti forstöðu 1972-75 og Grikklandshreyfinguna.

Rétt um tvítugt vakti Sveinn Rúnar athygli fyrir störf sín í þágu TENGLA, sem voru sjálfboðaliðasamtök á sviði geðheilbrigðismála, sem áttu talsverðan þátt í að vekja umræður um stöðu geðsjúkra í byrjun áttunda áratugarins.

Að loknu framhaldsnámi í Danmörku árið 1979 sneri Sveinn Rúnar aftur til Íslands og varð formaður miðnefndar Samtaka herstöðvaandstæðinga 1979-80. Þegar leið á níunda áratuginn tók hann í vaxandi máli að einbeita sér að málefnum Palestinumanna. Hann var fyrsti formaður Félagsins Ísland-Palestína, sem stofnað var síðla árs 1987 og gegndi því starfi um langt árabil.[1]

Sveinn Rúnar er tvíkvæntur. Seinni kona hans er Björk Vilhelmsdóttir fv. borgarfulltrúi.

Sveinn Rúnar hefur lengi verið einn kunnasti berjatínslumaður þjóðarinnar og er hann reglulega fenginn til að leggja mat á berjastprettu í fjölmiðlum.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Sveinn Rúnar Hauksson fimmtugur". Dagblaðið Vísir. 10. maí 1997. Skoðað 1. janúar 2019 2018.