Eyrún Ósk Jónsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Eyrún Ósk Jónsdóttir
Fædd21. september 1981
StörfSkáld
Rithöfundur
Leikstjóri
Leikari
Kennari
Börn1

Eyrún Ósk Jónsdóttir (f. 21. september 1981) er íslenskt skáld, rithöfundur, leikstjóri.[1] Eyrún útskrifaðist með BA-gráðu í evrópskri leiklist og handritagerð frá Rose Bruford-háskóla (Rose Bruford College) í London á Englandi árið 2005. Árið 2007 lauk hún meistaragráðu í fjölmiðlun og þróunarfræðum frá Winchester-háskóla (Winchester University) á Englandi. Árið 2016 fékk Eyrún Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir ljóðabókina Góðfúslegt leyfi til sígarettukaupa.[2] Árið 2011 kom út kvikmyndin L7: Hrafnar, sóleyjar og myrra eftir samnefndri bók Eyrúnar og Helga Sverrissonar en þau leikstýrðu myndinni í sameiningu.[3]

Ritaskrá og önnur verk[breyta | breyta frumkóða]

Ljóðabækur[breyta | breyta frumkóða]

 • 1997 - Gjöf
 • 1999 - Til vina minna
 • 2016 - Góðfúslegt leyfi til sígarettukaupa
 • 2018 - Í huganum ráðgeri morð
 • 2019 - Mamma, má ég segja þér?
 • 2020 - Guðrúnarkviða (ljóðsaga)
 • 2021 - Í svartnættinu miðju skín ljós (ljóðaviðtöl)
 • 2022 - Tvítaktur
 • 2022 - Stórsæ stjarnfræðileg fyrirbæri

Skáldsögur[breyta | breyta frumkóða]

 • 2010 - L7: Hrafnar, sóleyjar og myrra
 • 2013 - Lórelei
 • 2014 - L7: söngur snáksins
 • 2017 - Ferðin til Mars
 • 2017 - Skrímslin í Hraunlandi

Leikrit[breyta | breyta frumkóða]

 • 2004 - Beauty
 • 2005 - Fear
 • 2007 - Superhero
 • 2013 - Ferðin til himna
 • 2013 - Hættur
 • 2013 - Doría (einleikur)
 • 2015 - Bergnumin
 • 2016 - Leikkonan og fíflið
 • 2019 - Requiem
 • 2021 - Trúðamatarboð
 • 2021 - Einmana
 • 2023 - Rúsína prinsessa vill tunglið

Kvikmyndir[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. https://www.skald.is/product-page/eyr%C3%BAn-%C3%B3sk-j%C3%B3nsd%C3%B3ttir
 2. https://reykjavik.is/frettir/bokmenntaverdlaun-tomasar-gudmundssonar-2016
 3. https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1361211/

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]