Fara í innihald

Drífa Snædal

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Drífa Snædal (f. 5. júní 1973[1]) er íslenskur verkalýðsleiðtogi og stjórnmálamaður. Hún er fyrrum forseti Alþýðusambands Íslands.

Drífa fæddist í Reykjavík en ólst upp á Hellu frá fjögurra ára aldri og í Lundi í Svíþjóð frá sex til ellefu ára aldurs. Árið 1993 lauk hún stúdentsprófi frá félagsfræðibraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Hún útskrifaðist sem tækniteiknari frá Iðnskólanum í Reykjavík árið 1998, úr Háskóla Íslands með viðskiptafræðipróf árið 2003 og með meistaragráðu í vinnumarkaðsfræði með áherslu á vinnurétt frá Háskólanum í Lundi árið 2012.[2]

Drífa varð fræðslu- og kynningarstýra hjá Samtökum um kvennaathvarf árið 2003 og var framkvæmdastýra samtakanna frá 2004 til 2006. Hún starfaði sem framkvæmdastýra Vinstrihreyfingarinnar – græns framboð frá 2006 til 2010. Árið 2012 varð hún framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands.[2]

Drífa sagði sig úr Vinstri grænum árið 2017 til að mótmæla stjórnarsamstarfi þeirra með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum.[3] Hún var kjörin forseti ASÍ þann 26. október árið 2018, fyrst kvenna.[4] Hún tók þátt í samningaviðræðum um nýja kjarasamninga sem voru undirritaðir í apríl 2019.[5]

Drífa sagði af sér sem forseti ASÍ í ágúst 2022 vegna samskiptaörðugleika við forkólfa verkalýðshreyfinga.[6] Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, gagnrýndi Drífu í kjölfarið fyrir að hafa sem forseti ASÍ „lokað sig inni í blokk“ með sérfræðingum og efra-millistéttarfólki.[7]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Drífa Snædal“. Alþingi. Sótt 6. apríl 2019.
  2. 2,0 2,1 „Í baráttunni um kjaramál og kvenréttindi“. mbl.is. 5. júní 2013. Sótt 6. apríl 2019.
  3. Sylvía Rut Sigfúsdóttir (16. nóvember 2017). „Drífa hættir í VG og segir ríkisstjórnarsamstarfið við Sjálfstæðisflokk verða „eins og að éta skít". Vísir. Sótt 6. apríl 2019.
  4. „Drífa Snæ­dal kjör­in for­seti ASÍ“. mbl.is. 26. október 2018. Sótt 6. apríl 2019.
  5. Þórður Snær Júlíusson (6. apríl 2019). „Vopnahlé í stéttastríði“. Kjarninn. Sótt 6. apríl 2019.
  6. Lovísa Arnardóttir (20. ágúst 2022). „Drífa Snæ­dal segir af sér: „Ó­bæri­leg átök" innan ASÍ“. Fréttablaðið. Sótt 15. ágúst 2022.
  7. Þórður Snær Júlíusson (10. ágúst 2022). „Sólveig Anna segir uppsögn Drífu tímabæra og að hún hafi myndað blokk með efri millistétt“. Kjarninn. Sótt 15. ágúst 2022.