Greinir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Greinir (skammstafað sem gr.) getur skiptst í ákveðinn greini (ákv. gr.) sem gefur til kynna að verið sé að tala um einn ákveðinn hlut eða manneskju og sem skiptist í íslensku í viðskeyttan greini og lausan greini eða óákveðinn greini (óákv. gr.) sem gefur til kynna að verið sé að tala um einhverja manneskju eða hlut.

Í íslensku[breyta | breyta frumkóða]

Greinir í íslensku skiptist í ákveðinn greini (ákv. gr.) og óákveðinn greini (óákv. gr.). Ákveðinn greinir er orðið „hinn“ sem beygist eftir kyni, tölum og föllum. Enginn sérstakur óákveðinn greinir er til í íslensku, og til að tákna hann er orðinu ekki breytt (hestur, maður, barn, sófi). Greini í íslensku er ýmist skeytt á undan lýsingarorði sem er hliðstætt nafnorði (laus greinir; „hinn góði maður“) eða skeyttur aftan við nafnorð[1] (viðskeyttur greinir; „maðurinn“, „konan“, „barn“) og fellur þá h framan af honum og stundum einnig i; „tungan“, „hestarnir“, „fjall“, einkum þegar fall nafnorðsins endar á sérhljóða eða r í fleirtölu.

Laus greinir[breyta | breyta frumkóða]

Greinir er stundum notaður laus í íslensku og er hann orðið orðið „hinn“ sem beygist eins og ábendingarfornafnið hinn nema í nefnifalli og þolfalli hvorugkyns. Laus greinir stendur á undan lýsingarorði sem er hliðstætt nafnorði og er aðallega notaður í formlegu og/eða hátíðlegu máli („hin unga stúlka faðmaði hinn unga svein“). Fallbeyging lauss greinis er svona:

Eintala Fleirtala
Karlkyn Kvenkyn Hvorugkyn Karlkyn Kvenkyn Hvorugkyn
Nefnifall hinn góði maður hin góða kona hið góða barn hinir góðu menn hinar góðu konur hin góðu börn
Þolfall hinn góða mann hina góðu konu hið góða barn hina góðu menn hinar góðu konur hin góðu börn
Þágufall hinum góða manni hinni góðu konu hinu góða barni hinum góðu mönnum hinum góðu konum hinum góðu börnum
Eignarfall hins góða manns hinnar góðu konu hins góða barns hinna góðu manna hinna góðu kvenna hinna góðu barna

Viðskeyttur greinir[breyta | breyta frumkóða]

Viðskeyttur greinir er lang algengastur í hinu íslenska máli,[1] en þá er h sleppt framan af lausa greininum (stundum meira) og afgangurinn límdur aftan á orðið sem greini skal hafa („stelpan lamdi strákinn“). Fallbeyging viðskeytts greinis er svona:

Eintala Fleirtala
Karlkyn Kvenkyn Hvorugkyn Karlkyn Kvenkyn Hvorugkyn
Nefnifall maðurinn konan barn mennirnir konurnar börnin
Þolfall manninn konuna barn mennina konurnar börnin
Þágufall manninum konunni barninu mönnunum konunum börnunum
Eignarfall mannsins konunnar barnsins mannanna kvennanna barnanna

Nokkur sérnöfn í íslensku eru nær alltaf rituð með viðskeyttum greini eins og Perlan, Kringlan, Jörðin, Páfinn, Skeifan, Spöngin, irk og Esjan.

Í þýsku[breyta | breyta frumkóða]

Greinirinn í þýsku er breytilegur eftir falli orðsins en ólíkt íslensku, þá er hann aldrei viðskeyttur orðinu sjálfu, þótt það komi upp einhverjar aðstæður þar sem aðrir stafir eru viðskeyttir aftan við fallorðið. Greinirinn fylgir föstum reglum og eru engar undantekningar á honum sjálfum.

Ákveðinn greinir í þýsku
Fall Karlkyn Kvenkyn Hvorugkyn Fleirtala
nefnifall der die das die
þolfall den die das die
þágufall dem der dem den
eignarfall des der des der
Óákveðinn greinir í þýsku
Fall Karlkyn Kvenkyn Hvorugkyn Fleirtala
nefnifall ein eine ein keine*
þolfall einen eine ein keine*
þágufall einem einer einem keinen*
eignarfall eines einer eines keiner*

* Óákveðni greinirinn „ein“ er ekki til í fleirtölu, en í töfluna hefur orðinu „kein“ (enginn) verið sett inn í fleirtöludálkinn, en það beygist eins og óákveðni greinirinn.

Það feitletraða sýnir viðskeytið eftir falli, kyni og tölu. Eignarfornöfnin mein, dein, sein, ihr, unser, euer og ihr (Ihr ef þérun) taka líka að sér þessar endingar.

Eins og sést á töflunum, þá er greinirinn fyrir fleirtöluna óháður kyni. Auk þess sést að óákveðni greinirinn tekur að sér endingarnar frá ákveðna greininum.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Wikibækur eru með efni sem tengist

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 Hugtakaskýringar - Málfræði