Fara í innihald

Jiddíska

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jiddíska
ייִדיש yidish
Málsvæði Úkraína, Ísrael, Bandaríkin, Belgía, Kanada, Rússland, Pólland, Þýskaland, Svíþjóð, Moldóva, Rúmenía
Fjöldi málhafa 200.000
Sæti ekki meðal 100 efstu
Ætt Indóevrópskt

 Germanskt
  Vesturgermanskt
   Jiddíska

Skrifletur Hebreska stafrófið
Tungumálakóðar
ISO 639-1 yi
ISO 639-2 yid
SIL yid
ATH: Þessi grein gæti innihaldið hljóðfræðitákn úr alþjóðlega hljóðstafrófinu í Unicode.

Jiddíska (ייִדיש yidish eða אידיש idish, bókstaflega „gyðingalegur“) er vesturgermanskt mál talað sem fyrsta mál af um 200 þúsund manns í Mið- og Austur-Evrópu, Bandaríkjunum og Ísrael, og af um það bil tveimur milljónum sem annað mál. Jiddíska er rituð með hebreska stafrófinu.

Þetta mál má rekja allt til 9. og 10. aldar þegar gyðingar frá Frakklandi og Norður-Ítalíu tóku að setjast að í talsverðu mæli í Vestur-Þýskalandi, einkum Rínarlöndum. Töluðu þeir rómanskar mállýskur þeirra landsvæða sem þeir komu frá en þær lituðust smám saman svo mjög af þýsku að nýtt mál varð til sem telst germanskt að málfræðilegri byggingu auk þess sem orðaforðinn er að verulegu leyti úr þýsku kominn.

Málfræði[breyta | breyta frumkóða]

Málfræði jiddísku svipar um flest til þýsku. Nafnorð hafa þrjú kyn og beygjast í tölum og föllum. Flest nafnorð hafa þó aðeins tvö fallform, nefnifall og eignarfall. Algengast er að nafnorð myndi fleirtölu með -s eða -es, en aðrar fleirtöluendingar eru -er, -im, -ekh og -kh. Sum nafnorð hafa enga fleirtöluendingu en skipta um sérhljóð í stofni. Lýsingarorð beygjast eftir kyni, tölu og falli.

Ólíkt þýsku er þátið sagnorða ekki sérstök beygingarmynd heldur sett saman með hjálparsögn, venjulega habn „hafa“ en stundum zayn „vera“.

  Þessi tungumálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.