Wikipedia:Potturinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útgáfa frá 28. mars 2006 kl. 21:24 eftir Cessator (spjall | framlög) Útgáfa frá 28. mars 2006 kl. 21:24 eftir Cessator (spjall | framlög) (→‎Sértákn)
Potturinn er almennur umræðuvettvangur um hina íslensku Wikipedíu.

Hægt er að ræða greinar á spjallsíðum þeirra, þú getur líka beðið um aðstoð á þinni eigin notanda-spjallsíðu.
Aðrir umræðuvettvangar sem eru í boði en eru mögulega ekki jafn virkir eru Laugin á Facebook hópurinn Laugin, WikiIS-l póstlistinn og IRC spjallrásin #wikipedia-is tengjast á Libera Chat.


Skjalasöfn
Flýtileið:
WP:P

Staðfesta netfang

Nú er þess víst krafist að notendur staðfesti netföng sín til þess að "senda þessum notanda tölvupóst" möguleikinn virki. Mér skilst að nýskráðir notendur geri þetta um leið og þeir skrá skrá sig en eldri notendur sem að hafa skráð sig með netfangi verða að staðfesta það til þess að geta sent póst eða fengið póst í gegnum wikipedia. Staðfestið hér. --Bjarki 3. mars 2006 kl. 14:43 (UTC)[svara]

Wikizine auglýsing

wikizine An independent internal news bulletin for the members of the Wikimedia community
Read the most current edition of Wikizine To subscribe by email click here or go to Wikizine.org.
You have news? Pretty please send it to ihavenews@wikizine.org.

Fjölmiðlaumræða um Wikipedia

Bendi hér á góða grein eftir David Weinberger um hvers vegna hefðbundnir fjölmiðlar séu ekki að fatta Wikipediu.

Why the media can't get Wikipedia right --Salvör Gissurardóttir 9. jan. 2006 kl. 02:05 (UTC)

Auglýsingar og hittingur

Halló. Við Gummi fórum rétt í þessu og og hengdum upp auglýsingar fyrir Wikipedia í eftirtöldum byggingum háskólans : Oddi, Lögberg, Árnagarður, Nýigarður, Askja, Aðalbyggingin, Þjóðarbókhlaðan, Tæknigarður og VR-II.

Í framhaldi af þessu verður vonandi einhver aukin umferð um vefinn, og vonandi einhverja gáfulegar greinar. Verum á varðbergi fyrir skemmdarverkum, og leiðbeinum nýjum notendum eins og við höfum áður gert.

Við Gummi ætlum líka, í tilefni ársins, að efna til hittings hjá Wikipedia-fólki höfuðborgarsvæðisins og allra sem nenna að keyra þetta, í Kaffibrenslunni við Austurvöll næstkomandi sunnudag, 15. janúar 2006, klukkan 15:00. Vonandi mæta sem flestir - dragið endilega nýliða með ykkur. Ekkert formlegt samt - bara að hittast, sjá andlit, spjalla smávegis...

Sjáumst á sunnudaginn! --Smári McCarthy 12. janúar 2006 kl. 17:44 (UTC)[svara]

Hey. Bara rétt að láta áminningu um hittinginn á morgun birtast ykkur ásýndum í breytingaskránni. Engin viðbrögð hafa komið, en ég vona að þeir mæti sem það geta. 15:00, Kaffibrennslan. Gúd sjitt. --Smári McCarthy 15. janúar 2006 kl. 01:03 (UTC)[svara]
Koma svo strákar (og stelpur en það er ekki eins kúl að segja það), mæta! --Jóna Þórunn 15. janúar 2006 kl. 01:07 (UTC)[svara]
Fínt uppátæki hjá ykkur, ég hefði mætt hefði ég verið staddur í borginni, sem ég er ekki. En til hamingju með 5 ára afmælið! Enska Wikipedia fór í gang á þessum degi árið 2001. --Bjarki 15. janúar 2006 kl. 15:32 (UTC)[svara]
Heyhey. Þetta var fámenn en góðmenn samkoma. Við Gummi mættum og fórum svo að skoða bókabúð. Fúlt að enginn annar mætti, en við reynum kannski að gefa meiri fyrirvara næst þegar að það verður svona hittingur; fjórir dagar voru víst ekki nóg. Gleðilegan Wikipediadag annars. --Smári McCarthy 15. janúar 2006 kl. 18:08 (UTC)[svara]
Haha, ég sá þetta fyrst hálftíma eftir að það byrjaði. --Stalfur 16. janúar 2006 kl. 10:15 (UTC)[svara]

Heyhey fólk. Svo virðist sem að afrakstur auglýsingaherferðarinnar er byrjaður að skila sér, gott mál. Magn greina um frjálshyggju fá mig reyndar til þess að óska þess að við hefðum ekki sett upp plaköt í lögbergi (vinsamlegast greinið kaldhæðni hér), en það er óháð ágæti þeirra og eingöngu tengt mínum skoðunum - þetta er virkilega gott framtak hjá hverjum þeim sem er að þessu. Ef að viðkomandi les þetta þá bendi ég á að það er mjög æskilegt að búa til notandaaðgang.

Mínar heimildir herma að kennsla hefjist í félagsvísindadeild á morgun, ég var að athuga og auglýsingarnar hanga enn uppi í Odda og Árnagarði (þar sem ég er nú). Vonandi skilar þetta sér í enn meiri aukningu. Blúbbs! --Smári McCarthy 16. janúar 2006 kl. 16:10 (UTC)[svara]

Virkilega gott framtak. Ætli við höfum ekki gott af smá frjálshyggjugusti hér með þessa vinstri slagsíðu sem er á fastapennunum ;) Lifi byltingin! ...eða ekki. --Bjarki 16. janúar 2006 kl. 17:06 (UTC).[svara]
það gætti skilað árangri að hengja upp litlar auglýsingar í framhaldskóla (þarf að búa þær til bara prentvænar A4)svo prenta bara núverandi notendur út og hengja upp og merkja við sig og hvar þeir heingdu auglýsinguna upp td Borgó og undirskrift en annars. have a nice day --Aron Ingi 21. febrúar 2006 kl. 01:47 (UTC)[svara]

Allir að lesa: Við ætlum að hittast bráðlega!

Mér leikur forvitni á að vita hvað orðið 'Hittingur' þýðir? Gisli Hermannsson

Hittingur er það þegar tveir eða fleiri einstaklingar hittast, en orðið er slangur.
--Gdh 26. janúar 2006 kl. 01:25 (UTC)[svara]
Hittingur er nafnorð sem mynduð er af sagnorðinu að hittast. Spurn er hvort að slíkt nafnorð ætti frekar að vera einfaldlega hitti eða hittun, en hittingur passar ágætlega við ýmis önnur nýyrði af -ingur ætt, svo sem mysingur, þeytingur og rokklingur. Nú er ég ekki íslenskufræðingur, en ég held að viðskeytið -ingur sé svolítill anglicismi, þ.e., enskuslétta; ef að einhver veit betur má hann endilega láta mig vita.
En að öðru. Nú hittumst við Ævar og Gummi í dag yfir bjór/sprite zero/brauð/frönskum á kaffihúsi og meðal annarra hluta kom okkur til hugar að reyna að endurtaka þennan Wikipedia-hitting, eða þetta Wikipedia-hitti, eða þessa Wikipedia-hittun, eða hvað það nú er, einhverntíman á næstunni. En gerum þetta aðeins öðruvísi núna: Sá fyrsti sem hefur hug á því að mæta, sem er ekki úr mengi þeirra sem mættu síðast, stingur upp á stað og stund. Staður skal samt vera innan 101 Reykjavík takk - ég er orðinn fyrsta flokks miðborgarrotta og kann því illa að þvælast út í heim. Svo fer fram almenn umræða og við reynum að komast að niðurstöðu um hitting, með að minnsta kosti 5 þátttakendur. Hef ég minnst á það að ég elska orð með þreföldum samhljóðum? --Smári McCarthy 26. janúar 2006 kl. 22:56 (UTC)[svara]
Vá, þessi samkoma fór alveg framhjá mér! En ég sting annars upp á eftri hæð Café Victor (lélegur skemmtistaður, gott kaffihús, góður matur) á einhverjum fimmtudeginum, helst þó ekki í næstu viku, frekar þarnæstu.--Heiða María 27. janúar 2006 kl. 00:03 (UTC)[svara]
Loksins tókst einhverjum að koma orðinu út úr sér: „samkoma“. Ég held það sé óþarfi að búa til nýyrði þegar það eru til svo mörg samheiti: fundur, mannamót, samkunda, samkvæmi, samsæti og hugsanlega blót. Þar sem nýyrðið (slanguryrðið) er í sjálfum sér tilgangslaust myndi ég halda að það væri tilgangslaust að velta sér allt of mikið upp úr því — hugsanlega skynsamlegra að eyða hugarorkunni í að smíða nýyrði sem þörf er á :-) --Friðrik Bragi Dýrfjörð 27. janúar 2006 kl. 11:31 (UTC)[svara]
Hittingur er bastarður undan orðunum "hittast" og "meeting" og alveg einstaklega illa lyktandi orð. --Sindri 27. janúar 2006 kl. 17:59 (UTC)[svara]
Frábært. Café Victor (hvar er það?) á fimmtudeginum í þarnæstu viku; þ.e., fimmtudaginn 9. febrúar. Vá, ég á afmæli bráðum. En tímasetningu vantar og fleiri þátttakendur. --Smári McCarthy 28. janúar 2006 kl. 03:43 (UTC)[svara]
Ég væri alveg til í að koma, en verð þá að fá mér frí seinni part fimmtudagsins, ef ekki frá hádegi (löng leið utan af landinu). Reyni að muna eftir þessu. --Jóna Þórunn 28. janúar 2006 kl. 16:47 (UTC)[svara]
Café Victor er, fyrir þá sem ekki vita, rétt norðan Morgunblaðshallarinnar gömlu, sem nú hýsir Tryggingamiðstöðina, við Ingólfstorg. Flestir ættu að kannast við eftirfarandi kennileiti: Hlöllabátar. Þess má geta að miðpunktur Reykjavíkur, reiknaður einhverntíman fyrir langalöngu, er í gangstéttinni rétt fyrir utan innganginn að Café Victor (og vel merktur); raunar eilítið lengra til vesturs ef mig misminnir ekki. Þið ættuð að finna þetta, hvort sem að þið eruð að leita að samkomustaðnum eða punktinum. --Smári McCarthy 31. janúar 2006 kl. 09:45 (UTC)[svara]
Miðpunktsmerkingin er reyndar fyrir utan Kaffi Rvk. Held að hún sé út af því að það hús er nr. 1 í Reykjavík, ekki út af staðsetningunni. Öll húsnúmer í Reykjavík eru (eða voru allavega lengi vel) miðuð út frá þessu húsi. Það var einskonar bæjarhlið hér áðurfyrr (sem sneri út að sjónum, reyndar :p. Fyrir enn meiri staðsetningarlýsingu er Kaffi Victor í Fálkahúsinu, rauðu húsu með bláu þaki sem var upprunalega pakkhús. Held það hafi verið geymdir fálkar þar. Ofan á húsinu eru myndir af skipi og fálkum og eitthvað drasl. --Sterio 1. febrúar 2006 kl. 17:12 (UTC)[svara]

Við ætlum að hittast fimmtudaginn 9. febrúar kl. 19:00 á Café Victor

Þeir sem mæta:
Þeir sem mæta ekki:
Þeir sem mæta kannski:
Sælt verði fólkið. Nú fer þetta að fara að gerast. Ég hef skráð símanúmer þeirra sem gáfu þau upp, og Jóna Þórunn er að koma að sækja mig; þannig að við erum á leiðinni. Gummi og Ævar eru hressir og ég held að það verði lágmark sjö sem mæta; vonandi allt að 12. Það yrði flott! Sjáumst á eftir. --Smári McCarthy 9. febrúar 2006 kl. 18:12 (UTC)[svara]
Gleðilegan hitting! Vildi að ég kæmist, en það er þorrablót á morgun, svo að.... ekki tvo daga í einu! Þetta lítur vel út hjá ykkur, drekkið endilega einn bjór fyrir mig og ef þið tímið að vera flott, þá er koníak í uppáhaldi, en engan rudda, bara XO..., kveðja og skál, --Mói 9. febrúar 2006 kl. 18:45 (UTC)[svara]

Mér þótti þessi hittingur okkar vera algjör snilld, og myndi vilja endurtaka leikinn seinna. Mjög gaman að sjá fólkið í persónu og geta spjallað og forvitnast um hitt og þetta. Ég legg til að við hittumst aftur eftir einhvern tíma. :)

--Gdh 9. febrúar 2006 kl. 23:57 (UTC)[svara]

Takk fyrir skemmtilegan fund í gærkvöldi, hér eru nokkrar myndir sem ég tók. Ég setti líka nokkrar af þeim inn á wikipedia commons og hérna vísa ég í þær:

--Salvör Gissurardóttir 10. febrúar 2006 kl. 10:47 (UTC)[svara]

Takk fyrir þetta Salvör, mjög gaman að skoða myndirnar :) --Heiða María 10. febrúar 2006 kl. 14:25 (UTC)[svara]

Grein mánaðarins

Einhverjar uppástungur um grein febrúarmánaðar?

--Gdh 28. janúar 2006 kl. 01:16 (UTC)[svara]

Ég sting upp á Inkaveldinu. Það er orðin vel þokkaleg grein og mjög „informerandi“ (fyrirgefið slettuna; ekki sléttuna!)--Mói 28. janúar 2006 kl. 16:31 (UTC)[svara]
Mér lýst mjög vel á það. Líka áhugavert efni, ábyggilega þannig grein að fólk vilji lesa meira eftir að hafa lesið smá inngang. --Sterio 30. janúar 2006 kl. 18:08 (UTC)[svara]

Jæja... Hvað um mars? --Bjarki 28. febrúar 2006 kl. 21:14 (UTC)[svara]

Beiðni um að grein um 'Black Ingvars' verði skrifuð

Er hægt að skrifa grein um sænsku hljómsveitina Black Ingvars?

Gjörðu svo vel: Black Ingvars, ekki mikið, en betra en ekkert. --Sterio 2. febrúar 2006 kl. 20:10 (UTC)[svara]


Beyging á nafni vefsins

Ég var að spá, mér er tamt að tala um Wikipediu, en ekki Wikipedia. Þetta hefur -a endingu í íslensku sem bendir til þess að Wikipedia sé kvenkynsorð og beygist sem slíkt. Á forsíðunni stendur aftur á móti t.d. "Handbók Wikipedia". Væri ekki í lagi að venja sig á hitt? --Heiða María 8. febrúar 2006 kl. 18:03 (UTC)[svara]

Jú, ég er sammála Heiðu. Wikipedia, þrátt fyrir að vera náttúrulega ekki íslenska, er kvenkyns ef við notum orðið á íslensku. --Sterio 8. febrúar 2006 kl. 18:17 (UTC)[svara]
Sammála síðustu ræðumönnum báðum, ég vil beygja heitið eftir veikri beygingu kvenkynsorða, þegar það er notað í íslensku. --Mói 9. febrúar 2006 kl. 18:36 (UTC)[svara]
Á Wikiheimildinni vildum við líka beygja Wikipedíu eins og veikt kvenkyns orð. Ég stakk líka upp á að orðið wiki væri veikt beygt karlkynsorð. Við gætum því sagt sem svo: Við sem vinnum á systurwika Wikipedíu viljum að hún sé kvenkyns. Okkur þætti líka ákaflega gaman ef notendur á þessum wika kæmu yfir á okkar wika og settu inn áhugaverða texta eða gerðu eitthvað annað. Stefán Ingi 9. febrúar 2006 kl. 19:24 (UTC)[svara]
Ef þið viljið beygja orðið getið þið talað um „hina íslensku hraðfræðibók“. ;-) --Friðrik Bragi Dýrfjörð 9. febrúar 2006 kl. 20:47 (UTC)[svara]
Já, við gætum það, en Wikipedia er náttúrulega orðið þekkt vörumerki og svona, og það er meira lýsandi en hraðfræðibók (þó það sé ansi flott orð) --Sterio 9. febrúar 2006 kl. 20:54 (UTC)[svara]
Frekar myndi ég segja hið íslenska snarfræðirit. En það er bara ég. --Smári McCarthy 10. febrúar 2006 kl. 05:45 (UTC)[svara]
Já, það er skömminni skárra, þetta ætti allavega að vera rit frekar en bók. Kvikfræðirit, hraðfræðirit, snarfræðirit, óðfræðirit, röskfræðirit, ötulfræðirit, tápfræðirit, fjörfræðirit... uhm, já, ýmislegt sem gengur hálfpartinn upp. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 10. febrúar 2006 kl. 12:49 (UTC)[svara]

Guardian prufar Wikipediu

Doctoring the past - Wiki style --Stalfur 10. febrúar 2006 kl. 14:23 (UTC)[svara]

fréttaljósmyndun

mig langar að fá að vita eitthvað fréttaljósmyndun. allt um haNA.

Machu Picchu

Hvar borgin er, hversu hátt yfir sjávarmáli og hvenær hún fannst og hvernig hægt er að heimsækja hana og hvernig þeir fóru frá henni til til hér áður fyrr og þess háttar.

Hér er fróðleikur sem þú skalt skoða: http://www.raingod.com/angus/Gallery/Photos/SouthAmerica/Peru/IncaTrail/index.html --Mói 18. febrúar 2006 kl. 00:15 (UTC)[svara]

Tvær spurningar

  1. Hvað er hægt að kalla „logs“? Núna er þetta kallað skrár (eyðingaskrá, bönnunarskrá o.s.frv.) en það er óheppilegt vegna þess að skrá getur einnig verið „file“. Í listanum yfir kerfissíður eru þannig hlið við hlið skráarlisti sem er listi yfir „fæla“ sem hefur verið hlaðið inn (langmest myndir); og skrár sem að vísar í fyrrnefnda lista yfir nýlegar eyðingar, bönn o.þ.h.
  1. Hitt sem að ég var að hugsa um er hvort að við eigum að nota há- eða lágstafi í flipunum hér fyrir ofan, á flestum Wikipedíum er það með lágstöfum, ekki þýsku reyndar en þar eru öll nafnorð með stórum stöfum, ekki er það reglan í íslensku. --Bjarki 18. febrúar 2006 kl. 11:24 (UTC)[svara]
Ég ætla bara að svara seinni spurningunni. Mér finnst þetta bara spurning um stíl og útlit. Finnst miklu flottara að hafa hástaf fremst, svona eins og er bara eðilegt að byrja "fyrirsögn" á. --Jóna Þórunn 18. febrúar 2006 kl. 11:29 (UTC)[svara]
Breytingalisti, Skráalisti, Eyðingarlisti, Bannlisti... --Stalfur 18. febrúar 2006 kl. 12:28 (UTC)[svara]
Mér finnst rökréttara að finna frekar annað heiti á „file“ en skrá þar sem það hentar ekki miðað við merkingu sagnarinnar að skrá. „Folder“ er mappa, „file“ er skjal og „log“ er skrá. Að mínu mati er í góðu lagi að kalla loggana skrár enda það sem þeir eru. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 18. febrúar 2006 kl. 13:57 (UTC)[svara]
Já, við það má bæta að ordabok.is þýðir log sem atburðaskrá. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 18. febrúar 2006 kl. 14:01 (UTC)[svara]
Tja, fræðilega séð er ekkert rangt við að kalla "file" í tölvu "skrá", þar sem að "skrá" er notuð í merkingunni "listi", og skrár í tölvum eru ekkert annað en skrár, eða listar, af tölum, sem hver fyrir sig ber með sér ákveðna merkingu. En hinsvegar brýtur þetta orð myndlíkinguna svolítið. Annars er ég hlyntur "atburðaskrá" og að hafa stóra stafi í flipum. Yarr! --Smári McCarthy 18. febrúar 2006 kl. 14:05 (UTC)[svara]
Aðgerðaskrár kannski? Það er jú það sem að þær innihalda, aðgerðir. --Bjarki 18. febrúar 2006 kl. 14:07 (UTC)[svara]
Hljómar ágætlega. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 18. febrúar 2006 kl. 14:38 (UTC)[svara]

File myndi ég þýða sem skrá eins og var gert í gamla daga, þó að skjal sé að mestu tekið yfir í daglegu tali. Flestar skrár, s.s. myndir, kerfisskrár, fylgihlutir forrita, hljóðskrár, o.s.frv. eru ekki eiginleg skjöl, en sannkölluð skjöl koma úr ritvinnslu- og umbrotsforritum. Líst vel á atburðaskrá sem þýðingu á log. Í samsetningu finnst mér þó alveg nóg að hafa bara skrá (t.d. eyðingaskrá), því að eyðing t.d. er ein gerð atburðar, og slíkir atburðir eru í þeirri skrá. Meira þarf ekki að segja. Skrár (files) sem hlaðið hefur verið inn eru hinsvegar annaðhvort í mynd- eða hljóðformi, og rétt væri að kalla þær einu nafni margmiðlunarskrár.

Ég er eindregið hlynntur notkun sama útliti MediaWiki og haft er á ensku Wikipediunni, þ.e. með lágstöfum í flipum. Við þurfum ekki að skrifa öll Nafnorð með stórum Stöfum :p. Svo finnst mér líka flottara að nota lágstafi þarna. – Krun 21. febrúar 2006 kl. 00:24 (UTC)[svara]

Kalifornía.

Hæ, ég vildi gjarna hjálpa til og vinna svoldið á þessum síðum. Það sem ég hef helst í huga er sagn og landafræði fylkisins. Nefni sem dæmi gullæðið, innflytjendur frá Mið og Suður ameríku auk asíulanda. Einnig vildi ég bæta inn linkum á allar sýslur innan ríkisins eða er réttara að tala um fylki þegar kemur að íslenskun orðsins "state"? Er eitthvað þessu til fyrirstöðu? Einnig get ég verið innan handar þegar kemur að sögu Bandaríkjanna, hef þó sérhæft mig í sögu minnihlutahópa, t.d. kvenna, African Americans og Asians en sérstaklega Latinos, til að nefna nokkra. Endilega látið mig vita ef ég get hjálpað.

Sæll, það er í raun ekkert því til fyrirstöðu að þú setjir inn tengla á sýslur fylkisins/ríksins. Það er alltaf gott að fá hjálpar hönd, annars væri Wikipedia ekki til :) --Jóna Þórunn 21. febrúar 2006 kl. 20:22 (UTC)[svara]
Sæl(l) vertu. Já, þér er velkomið að bæta við og breyta eins og þig lystir, og þarft í raun ekki okkar leyfi því allir mega koma að Wikipediu. En vertu velkomin(n)! --Heiða María 22. febrúar 2006 kl. 00:11 (UTC)[svara]

Sorry, I can't communicate in Icelandic, but some strange pushing of a hobbyproject on a dozen of different language wikipedia's is happening on the subject. I believe people who actually are from Iceland and speak the language are best qualified to give an opinion... regards

Please see Spjall:Háfrónska#Is_this_a_relevant_article

--157.193.214.17 24. febrúar 2006 kl. 15:09 (UTC)[svara]

Ný grein mánaðar

Nú hefur klikkað að velja nýja mánaðargrein. Hefur einhver tillögu?--Mói 1. mars 2006 kl. 10:25 (UTC) Hvað segið þið um Vestmannaeyjar? Hún var slípuð vandlega í síðasta mánuði og gerð að úrvalsgrein. Mér finnst hún tilvalin. Ef engin mótmælir fyrir hádegi (eða svo) ætla ég að setja hana inn sem grein marsmánaðar.--Mói 1. mars 2006 kl. 10:37 (UTC)[svara]

Lýst vel á það. --Bjarki 1. mars 2006 kl. 11:00 (UTC)[svara]

Wikibooks

Sótti um sysop á Wikibooks þar sem enginn er með réttindi þar, sjá b:is:Wikibooks:Samfélagsgátt --Stalfur 1. mars 2006 kl. 15:22 (UTC)[svara]

Nú, sá ekki að FBD er sysop þar... get busy! --Stalfur 1. mars 2006 kl. 22:02 (UTC)[svara]

Vífilstaðavatn

´ Ég var að pæla hvort þið gætuð sagt mer enhvað um sögu vífilstaðavatn mer finnst það mjög áhugavert það er kanski voða ervitt að fá enhverjar heimildir um það sem eg er að leita eftir það er kanski svona um víkingaöld hvað hafa verið mörg dauðsföll þarna og hvort það er vitað um hvort lítill drengur hafi druknað þarna og að bjó enhver þarna við vífilstaðavatn? þetta eru helstu spurnignar mínar og eg væri mjög ánægð ef eg gæti fengið svör við þeim. virðingarfilgst "Linda ,, blekking@torg.is

Friðarverðlaunin til Wikipedia?

Gæsalappir

Dummeste jeg har hørt, tenkte jeg da jeg for første gang hørte om Wikipedia. Amatørenes juleball, det vil aldri funke. Så feil kan man ta.“

— .

Peter Hidas, hjá norsku útgáfu Tölvuheims (Computerworld), skrifar um það hvers vegna Wikipedia, eða bara Mediawiki-verkefnið allt, ætti að fá friðarverðlaunin fyrir það að fá svona marga til að vinna saman í sátt og samlyndi. Skemmtileg grein, þ.e. fyrir þá sem skilja norskuna. --Jóna Þórunn 19. mars 2006 kl. 13:39 (UTC)[svara]

Wikipedia samfélagið
Potturinn | Samfélagsgátt | Gátlistinn | Handbókin
Reglur: Hlutleysisreglan | Sannreynanleikareglan | Engar frumrannsóknir |

Æviágrip lifandi fólks | Máttarstólpar Wikipedia | Markvert efni

Önnur stefnumál: Nafnavenjur | Flokkakerfið | Viðhald | Deilumál | Framkoma á Wikipediu
Notendur: Möppudýr | Vélmenni | Hver erum við? | Notendur eftir breytingafjölda | Notendakassar
Annað: Samvinna mánaðarins | Tillögur að úrvalsgreinum | Tillögur að gæðagreinum | Merkisáfangar | Hugtakaskrá

Borgaraleg óhlýðni

Sértákn

Ég er a velta fyrir mér hvort það sé ekki hægt að bæta við gríska stafrófinu sem sértáknum á íslensku Wikipediu, líkt og er á ensku Wikipediu. Best væri að hafa accentana líka en það er raunar ekki boðið upp á það á ensku. --Cessator 27. mars 2006 kl. 20:09 (UTC)[svara]

Ég átti eftir að þakka Spm fyrir að redda þessu: takk! Nú þarf ég bara að finna út hvernig ég get bætt við ákvæðismerkjunum... --Cessator 28. mars 2006 kl. 21:24 (UTC)[svara]