Mary Wollstonecraft
Jump to navigation
Jump to search
Mary Wollstonecraft (27. apríl 1759 – 10. september 1797) var breskur rithöfundur, kvenréttindafrömuður og heimspekingur. Hún var gift rithöfundinum og fríþenkjaranum William Godwin og átti með honum dóttirina Mary Godwin sem síðar varð Mary Shelley þegar hún giftist skáldinu Percy Bysshe Shelley. Þekktasta verk Mary Wollstonecraft er A Vindication of the Rights of Woman sem fjallaði um nauðsyn þess að drengir og stúlkur hlytu sömu menntun og sem átti að vera andsvar við Émile eftir Jean-Jacques Rousseau. Hún var þeirrar skoðunar (sem þá var alls ekki almenn) að konur hefðu jafna skynsemi á við menn og ættu þar með að njóta sömu réttinda.
Verk[breyta | breyta frumkóða]
- Thoughts on the education of daughters (1786)
- The Female Reader (1789)
- A Vindication of the Rights of Men (1790)
- A Vindication of the Rights of Woman (1792)
- Historical and Moral View of the Origin and Progress of the French Revolution (1794)
- Letters Written During a Short Residence in Sweden, Norway, and Denmark (1796)