Notandi:Ævar Arnfjörð Bjarmason/Klámvæðing og Wikipedia
Útlit
From: Ævar Arnfjörð Bjarmason <avarab@gmail.com> To: "Salvor Gissurardottir" <salvorice@hotmail.com> Cc: feministinn@hi.is 2008/7/25 Salvor Gissurardottir <salvorice@hotmail.com>: > Ágætu femínistar > > Ég hef undanfarið misseri unnið mikið í wikipedia samfélaginu, aðallega í > því að skrifa inn greinar á íslensku útgáfu af wikipedia á > http://is.wikipedia.org. Wikipedia og skyld verkefni þess eru risastórt > alþjóðlegt samvinnuverkefni og hefur gríðarleg áhrif, sennilega eru > wikipedia greinar fyrsti lendingarstaður gúgl-kynslóðarinnar sem nú er að > vaxa úr grasi (þ.e. þeirra sem fletta öllu upp á Netinu). Þetta þýðir að > framsetning efnis á Wikipedia og hvaða þekkingarbrot eru þar tínd til eru að > verða miklu mikilvægari fyrir heldur en það sem er í viðhafnarritum lærðra > manna sem kannski frekar rykfalla inn á bókasöfnum. Wikipedia er núna 7. > mest stótta vefsetur í heimi skv. alexa.com Áður en lengra er haldið í þessu svari langar mér að benda á að ég og Salvör erum bæði Wikipedia unnendur og héldum t.d. nýlega bæði fyrirlestur á ráðstefnu um stafrænt frelsi sem haldin var á vegum FSFÍ (http://www.fsfi.is),. Við hofum rætt wiki-málefni áður bæði á Wikipedia og í egin persónu og ég er í langflestum atriðum sammála henni um skoðun hennar á markmiðum og ritstjórnarstefnu Wikipedia, enda lítið hægt að vera ósammála þegar fólk er sammála því að skrifa "frjálst alfræðirit frá hlutlausu sjónarmiði". Þetta tiltekna áhyggjuefni get ég þó ekki tekið undir af þeim ástæðum sem ég fer í hér fyrir neðan. > Því vil ég benda öllum femínistum á að fylgjast vel með þessu samfélagi og > sérstaklega þeirri varhugaverðu stefnu sem er þar núna varðandi myndefni. > Wikipedia er skrifað í sjálfboðaliðsvinnu, það eru tugþúsundir sem skrifað > Wikipedia alfræðiritin sem til eru á flestum þjóðtungum heims. Enska > wikipedia er þó stærst og eru núna næstum 2,5 milljón greina í því riti. Það > er sérstök gátt í ensku wikipedia um klám, slóðin er hérna > http://en.wikipedia.org/wiki/Portal:Pornography > Allir geta skrifað greinar í wikipedia og breytt greinum. Sumar greinar um > klám og kynlíf eru mjög augljóslega skrifaðar út frá sams konar sjónarhóli > og gróft klám hjá klámseljendum. Ég bendi t.d. á greinina Facial (sex act) > sem er gegnsýrð af kvenfyrirlitningu eins og margar greinar í þessum flokki. Þegar þetta svar er skrifað er aðalinnihald greinarinnar "Facial (sex act)" (þ.e. skilgreiningin á hugtakinu) eftirfarandi: """ In a sexual context, a facial (also known as a facial cumshot) is the slang term for the sexual activity in which one person directs an ejaculation onto the face of another person, often following oral sex, intercourse, or other stimulation. The act is seen by sex psychologists as connecting with one's lover in the most personal and emotionally evocative way, as the face is considered the essence of one's identity """ Ég verð að taka fram að ég er tilturulega nýr á þessum póstlista og ekki vel fróður um hvað orðið "kvenfyrirlitning" þýðir í hinum ýmsu samhengjum en þegar ég les að grein um "Facial" sé "gegnsýrð af kvenfyrirlitningu" ímynda ég mér að ég sé að fara lesa grein sem sé skrifuð í svipuðum ritstíl og mannfólkinu er gjarnt að skrifa um kakkalakka. Þessi grein hinsvegar er hinsvegar skrifuð í yfirveguðum staðreyndatón og segir í stuttu og hnitmiðuðu máli hvað "Facial" er. Ennfremur kemur ekkert fram (eða er íjað að) í skilgreiningunni um konur sem ég myndi halda að væri forsenda fyrir kven-fyrirlitningu. Skilgreininguna má heimfæra upp á t.d. Facial þar sem tveir karlmenn eiga í hlut, eða ef út í það er farið leikmenn sem eru ekki mannverur að því gefnu að annar þeirra sé fær um sáðlát og hinn er með eitthvað sem kallast gæti andlit. Það eina í greininni sem viðkemur konum á nokkurn hátt er tilvísun í Helen Gurley Brown stofnanda blaðsins Cosmopolitan sem hafði það á orði á sínum tíma að það væri konum hollt að mjaka sæði yfir andlit sitt þar sem það væri líkast til fullt af prótíni. Líkast til hefur Helen eitthvað ofmetið prótíninnihald sáðfruma á sínum tíma (enda er Cosmopolitan ekki sérlega frægt fyrir vísindaskrif sín), en þetta á sinn stað í greininni þar sem þetta er algeng míta tengd viðfangsefninu. > Commons > Það er reyndar ekki Wikipedia sem er aðaláhyggjuefni mitt heldur er það > http://commons.wikimedia.org sem kallað er Commons en það er myndabanki > fyrir frjálsa myndir sem allir geta notað og er myndabanki sem ætlaður er > til nota á öllum wikipedia alfræðiritum. Þetta er praktíst atriði, það er > sniðugt að hlaða mynd einu sinni inn á Commons og þá geta allir notað > myndina í öllum wikimedia verkefnum sama á hvaða tungumáli það er. Commons > gagnabankinn vex mjög hratt, reyndar miklu hraðar en Wikipedia og eru núna > yfir 3 milljónir skráa þar, flest myndir. Þessi myndabanki hefur og mun > hafa mikil áhrif í heiminum vegna þess að þetta eru myndirnar sem notaðar > eru til að myndskreyta wikipedia greinar og þetta eru myndir sem hver og > einn má afrita og nota, líka í verkefni utan wikipedia. > > Það er mjög mikið af myndasöfnum af klámmyndastjörnum og klámefni í Commons > og ég hef reynt að vekja máls á því í samræðusvæðinu þar 10. og 24 júlí , > Village Pump (heita pottinum), sjá t.d. hérna: > http://commons.wikimedia.org/wiki/Commons:Village_pump#Pornography_and_sex_industry_related_lated_pictures_in_the_Commons > http://commons.wikimedia.org/wiki/Commons:Village_pump#Who_is_Amanda_Adams.3F [Sjá neðst í svari mínu fyrir tengla á þetta sem virka] > Einnig hef ég prófað að fá myndum eytt út úr myndasöfnum en í Commons verður > að vera umræða um slíkt ef það er ekki vegna augljósra höfundaréttarbrota. > Það er þannig að ef flestir eru sammála um að halda myndinni þá er henni > haldið. Því miður virðast það vera fyrst og fremst klámunnendur sem taka > þátt í að ræða um myndir. Hér er umræða um fyrstu myndina sem ég óskaði > eftir að væri eytt: > http://commons.wikimedia.org/wiki/Commons:Deletion_requests/Image:Bui_Clit.jpg > þessari umræðu er lokið og myndir verður inni Og réttilega svo, þessi mynd er tekin af notandanum Tommy T sem rekur götunarstofu í Kaliforníu í Bandaríkjunum, götun á sér ríka sögu og hefur fylgt mannkyninu frá örófi alda, t.d. má nefna það að ísmaðurinn Ötzi sem er elsta múmía sem fundist hefur er gataður. Það er mjög mikilvægt fyrir safn frjálsra mynda eins og commons að safna góðum myndum af götun á öllum líkamshlutum báðra kynja. Ef flokkurinn Body piercing[1] og Genital piercing[2] sem umrædd mynd er í skoðaður má sjá að margir einstaklingar hafa unnið þarna góða vinnu við að skjalfesta hinar ýmsu gatanir. T.d. fyrrnefndur Tommy T sem hefur lagt fram myndir af hinum ýmsu formum gatana[3]. Eins og bent var á í umræðunni um eyðingu þessarar myndar er commons ekki ritskoðað[4], né heldur er Wikiedia að styðja eitt eða annað með því einu að fjalla um viðfangsefnið eða safna myndum af því. Enn fremur finnst mér mjög hæpið eins og þú gerðir að líkja saman umskurði kvenna, fótabindingum (að hætti kínverja) og smávægilega aðgerð sem kven- og karlkyns einstaklingar kjósa að undirgangast af fúsum og frjálsum vilja. 1. http://commons.wikimedia.org/wiki/Category:Body_piercing 2. http://commons.wikimedia.org/wiki/Category:Genital_piercing 3. http://commons.wikimedia.org/w/index.php?limit=50&title=Special%3AContributions&contribs=user&target=Tommy+T&namespace=6&year=&month=-1 4. "Commons may contain content that some readers consider objectionable or offensive. Like Wikipedia, Commons is not censored." - http://commons.wikimedia.org/wiki/Commons:Not_censored#Commons_is_not_censored > Hér er umræða sem núna stendur yfir um aðra mynd sem ég bað um að væri eytt: > http://commons.wikimedia.org/wiki/Commons:Deletion_requests/Image:Strike_a_pose.jpg > þetta er umræða um mynd í myndasafni > http://commons.wikimedia.org/wiki/Category:Peter_Klashorst sem er eitt af > þeim fjölmörgu klámmyndasöfnum sem núna eru á Commons. Þessi mynd virðist > vera af barnungri unglingsstúlku með spangir og er ein of nokkurmyndum af > börnum sem eru í safni Peter Klashorst. Peter þessi mun fara um asíu- og > afríkuríki og er sá orðrómur að hann sé sextúristi sem borgar stúlkum í > vændi fyrir að taka myndir. > Hér er umræða um mynd frá honum sem hefur verið eytt: > http://commons.wikimedia.org/wiki/Commons:Deletion_requests/Image:Down_Under1.jpg Þessi umræða er svo um allt aðra hluti, hún virðist aðallega snúast um að óljóst sé að kannski hafi Peter Klashortst ekki fengið leyfi til að dreifa þessum myndum og getur myndum verið eytt á þeim forsendum hvort sem einhver er nakinn á þem eður ei, og óháð því af hvaða kyni viðfangsefnið er. > Það er mikilvægt í femíniskru baráttu hvernig mynd er dregin upp af konum og > hlutverki þeirra og hlutskipti í heiminum. Það vita femínistar og hafa > barist fyrir sýnileika kvennasögu og kvennamenningar. En á sama tíma er > verið að teikna upp nýjan veruleika, nýja heimsmynd í nýjum miðlum eins og > Commons og Wikipedia. Og hver teiknar upp þessa heimsmynd og hverra lýsing > birtist þar í ljósmyndum og myndasöfnum. Ég sé ekki hvernig nokkur hópur eða einstaklingur getur skaðast af núverandi ástandi á Wikipedia og Commons þar sem er verið að skrifa um hugtök á hlutlausan hátt eða sóst eftir því að safna saman gæða myndefni óháð einhverjum tabúum eða ritskoðunum. Þvert á móti hefur kynfrelsi af öllu tagi, t.d. aukið frelsi samkynhneigðra, kvenna og vissulega karla líka sem hefur farið stigvaxandi á síðustu öld haft ómældar jákvæðar afleiðingan fyrir viðkomandi hópa og samfélagið allt í heild sinni. Sú var tíðin að samkynhneigðir gátu ekki lifað fyrir opnum tjöldum, konur gátu ekki tekið ákvarðanir um líkama sinn sem í dag þykja sjálfsagðar (t.d. notkun getnaðarvarna). Kynfrelsi af öllu tagi og útrýming þeirrar kjánalegu hugmyndar að fólk þurfi að skammast sín fyrir líkama sinn mun hafa ómældar jákvæðar afleiðingar í för með sér, einn daginn mun fólk vonandi kippa sér álíka mikið upp við brjóst og kynfæri og nú hversdagslega hluti eins og nef eða putta. Það er ekki þar með sagt að það séu ekki kyntengd vandamál í samfélagi okkar, en það þarf að greina á milli jákvæðra mannlegra aðgerða eins og t.d. þegar ég kýs upp á mitt einsdæmi að taka mynd af mér í nýju kjánalegu skónum mínum[5] eða kona á Kaliforníu samþykkir að láta taka mynd af nýgötuðum sköpum sínum, eða neikvæðra hluta eins og þegar stúlka í Kína er neydd til að vera í fótavafningum eða karl/eða kona er seld í kynlífsþrælkun. Það að sömu líkamshlutarnir komi þarna við sögu þýðir ekki að þetta tvennt sé sambærilegt. 5. http://flickr.com/photos/avarab/tags/vibramfivefingers/ > Ég læt svo fylgja með pistlana sem ég skrifaði inn á Commons, tenglarnir > virka sennilega ekki þegar ég lími þetta inn svona en ég bendi á slóðirnar > sem ég gaf upp um umræðuna. Það er hægt að tengja á eldri umræður á commons, þessir tenglar virka: http://commons.wikimedia.org/w/index.php?title=Commons:Village_pump&oldid=13020801#Who_is_Amanda_Adams.3F http://commons.wikimedia.org/w/index.php?title=Commons:Village_pump&oldid=12932480#Pornography_and_sex_industry_related_lated_pictures_in_the_Commons